Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 9
Nr. 20, 1939 VIKAN 9 Lífið ox olddL cMtúl QjúIcudi. Gallinn á Edwin — að því er móðir hans sagði — var sá, að hann tók alla hluti of bókstaflega! Allir aðrir í fjölskyldunni kölluðu hann ,,frekju“ eða „varg“. En auðvitað er ekki hægt að bú- ast við því, að bræður, systur og faðir, sem hefir meira en nóg að gera, kunni að meta beztu hæfileika litla barnsins. Edwin Tudor Jones var rúmlega sex ára gamall. Hann var með blá augu og eld- rautt hár og hélt, að allir sætu á svikráð- um við sig. Lífið er ekki alltaf leikur fyrir stráka á þessum aldri, og Edwin hafði sér- staka hæfileika til að rata í raunir og spjalla sig út úr þeim aftur. Stundum horfði jafnvel móðir hans tor- tryggnislega á hann og efaðist um sak- leysi hans. En þá horfði Edwin bara sak- leysislega á hana aftur, svo að allur efi hvarf. En stundum var hann erfiður, t. d. þegar George frændi kom. Bréfið kom, þegar þau sátu að morgun- verði. Það var til hr. Jones og í því stóð, að George Winthers væri kominn til Eng- lands og ætlaði að heimsækja fjölskyld- una sama dag. Bréfið, út af fyrir sig, var ekkert merki- legt, en það gerði fjölskylduna órólegri yfir morgunverðinum, en hún hafði nokk- um tíma verið áður. George frændi var orðinn söguhetja í fjölskyldunni. Hann hafði flutzt til Ameríku fyrir mörgum ár- um, þrátt fyrir mótbámr fjölskyldunnar, og hafði vegnað þar svo vel, að hann hafði, þó að hann væri aðeins um fimmtugt, sett á stofn tvö barnaheimili og kvænzt konu frá Boston. George frændi og kona hans vom vön að senda Jones-fjölskyldunni bréfspjald um páskana, þar sem þau sögðust vona, að eftirlætisfrændi Georges frænda lifði heilbrigðu og reglusömu lífi. Það tók mót- takandann æfinlega alllangan tíma að svara, en svarið var ástúðlegt. Hann þótt- ist nefnilega vita, að þegar George frændi félli frá, fengju þau eitthvað af peningum hans. Og nú var George frændi kominn til Englands eftir þrjátíu ára fjarveru. Kona hans — stóð í bréfinu — var ekki með. — Við verðum að taka vel á móti hon- um, sagði hr. Jones. — Auðvitað, góði minn, svaraði kona hans. — Hún vissi, að þegar hann sagði „við“, meinti hann í rauninni „þú“. — Og gættu Edwins vel, hélt hr. Jones áfram. — Ég hefi alltaf reynt að vera vin- Smásaga. gjamlegur við George frænda og kæri mig ekkert um, að strákurinn eyðileggi það. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur út af Edwin. Hann gerir ekkert af sér, sagði móðir hans. — Hann er góður, ef hann er látinn í friði. 1 sama bili kom Edwin inn. Faðir hans horfði reiðilega á hann. — Hvar varstu? spurði hann. — Úti í garði, pabbi, svaraði Edwin og mændi á fatið með steiktu síldinni, sem stóð á borðinu. — Þurrkaðirðu af þér, áður en þú komst inn? hélt hr. Jones áfram. Edwin varð lengi hugsi. Síðan tók hann að skýra frá: — Ég held, að ég hafi ekki beint þurrk- að af mér. En ég — já, mottan lá þarna, þegar ég gekk inn, svo að hún hlýtur að hafa tekið eitthvað af óhreinindunum, þeg- ar ég steig á hana. Og ég yrði ekkert undr- andi, þó að hún hefði tekið það allt. — Svo já, — en þú skalt nú samt snúa við til að fullvissa þig um það, greip faðir hans fram í fyrir honum. — Og það skal ég láta þig vita, góði minn, að farir þú ekki að hegða þér betur, kenni ég þér það! Þú átt heima í svínastíu, en ekki á al- mennilegu heimili. Þú verður lokaður niðri í kolakjallara, ef þetta kemur fyrir aftur. — Af hverju? spurði Edwin. — Af því að — ef þú nennir ekki að þurrka af þér, áttu ekki að vera með síð- uðu fólki. — Nú-ú, sagði Edwin, síðan bætti hann við eftir svolítið hik: — Varst þú nokk- um tíma lokaður inni í kolakjallara af því, að þú þurrkaðir ekki af þér, þegar þú varst lítill, pabbi? — Nei, svaraði hr. Jones stuttaralega. — Af hverju ekki? hélt Edwin áfram. — Af því, að ég mundi alltaf eftir því að þurrka af mér, áður en ég fór inn, svar- aði faðir hans. Og farðu nú og þurrkaðu vel af þér. Edwin var kominn fram að dymm, þeg- ar honum datt nokkuð nýtt í hug. Hann sneri sér við og spurði: — En ef þú hefðir nú gleymt að þurrka af þér. Hefðirðu þá verið lokaður inni í kolakjallara? — Auðvitað! sagði hr. Jones. — Farðu, segi ég, og þurrkaðu af þér og hættu þess- um spurningum. Mig langar til að hafa frið til að borða. — Já, sagði Edwin hugsandi og fór út. Á leiðinni út á eldhúströppurnar var hann að hugsa um kolakjallarann. Honum hafði alltaf fundizt hann kynlegur staður. Þar var svo skrítin lykt, og svo hlupu mýsnar við og við yfir gólfið. Það heyrðist til þeirra upp. Þarna var þá fólk lokað inni, ef það þurrkaði ekki af sér. Hr. Jones og Rogers — eldri bróðir Edwins — fóru nú til vinnu sinnar og skömmu síðar fór frú Jones og Grace — systir Edwins — út í búðir. Edwin var skil- inn einn eftir og áminntur um að vera stilltur. Edwin beið eftir því, að þau fæm af stað, síðan fór hann í eldhúsið og fékk sér matarbita. Hann var í miklum vandræðum. Skozku hermennirnir, sem hann fékk í jólagjöf, höfðu neitað að hlýða skipun hans 1 gær. Þeir höfðu neitað að rísa á fætur og gangá, þegar þeim var skipað það. Honum var það líka vel ljóst — eins og hann hafði sagt í hinni löngu ræðu sinni, — að þeir gætu ekkert nema legið niðri. — En, endurtók hann, skipun er skip- un! Því miður, hermenn mínir, agann verður að halda. Ég sé, að ég verð að fækka ykkur. Ég held, að það sé ekkert mjög vont, og það verður um garð gengið eftir eina mínútu. Fækkunin var framkvæmd með fall- byssu. En liðssveitirnar, sem eftir vom, neituðu enn að hlýða skipun hershöfðing- ans. — Jæja, — ekki getið þið sagt, að þið hafið ekki fengið tækifæri, sagði hann ásakandi. — Þið verðið allir skotnir í dög- un. Eftir tvær mínútur er komin dögun, bætti hann við. Það tók dálítinn tíma að framkvæma verkið, og Edwin var dauðþreyttur, þegar því var lokið. Nú langaði hann til að fara út í garð. Þegar hann var að fara niður stigann, var barið að dymm. Edwin opnaði, og fyrir utan stóð feitur, fínn maður á milli fimm- tugs og sextugs. — Á hr. Jones heima hér? spurði gest- urinn með amerískum hreimi. — Já, svaraði Edwin, — en hann er ekki heima. — Jæja, en hann á von á mér, sagði ókunni maðurinn. — Ég fer inn og bíð. Hann gekk inn í forstofuna og leit í kringum sig. Edwin fylgdist nákvæmlega með hreyfingum hans. — Hvert á ég að fara, góði minn? spurði ókunni maðurinn. Edwin hikaði rétt snöggvast. — Hingað, sagði hann loksins. Hann fór með feita manninn yfir forstofuna, út um dyr, nokkur þrep niður og opnaði dyr til hægri handar. — Hingað inn! sagði hann. Edwin labbaði nú blístrandi út í garðinn, klifraði upp á girðinguna og gægðist yfir í næsta garð, þar sem Hazel, sem var fimm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.