Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 20, 1939 Jakob frakki Apasaga fyrir börn. I—lann var skírður Jakob frakki, þegar *■ * hann fór í fyrstu ferðina með skút- unni, og nafnið átti vel við hann. Þó að hann væri yngstur af áhöfninni, var hann lang frakkastur. Hann kippti sér ekki upp við að þrífa húfuna af höfði skipstjórans og klifra með hana upp í reiðann eða rífa í skeggið á honum. Hann var heldur ekk- ert hræddur við að taka tannbursta stýri- mannsins og nota hann til að bursta tenn- ur sínar upp úr þvottabalanum hjá kokkinum, þó að hann þyrfti alls ekki að bursta tennurnar. Hann leyfði sér yfirleitt alla skapaða hluti, en þrátt fyrir það höfðu allir dálæti á honum, bæði Jóhann létta- drengur og skipstjórinn, sem sagði, að hann væri duglegasti háseti, sem hægt væri að hugsa sér. Jakob frakki var apaköttur. Skipstjór- inn hafði sjálfur keypt hann, agnar- lítinn, af negra í Höfðaborg. Hann sagði oft, að hann hefði aldrei gert betri kaup. Það var líka áreiðanlega rétt, því að á hinum löngu ferðum skútunnar, sem voru hálftilbreytingarlausar, var reglulega gaman að hafa svona fjörugan prakkara, sem setti líf í tuskurnar. Skútan sigldi mest um Miðjarðarhafið og til Afríku. Einn góðan veðurdag lagði hún af stað frá Alexandríu og ætlaði til Hamborgar. 1 þetta skipti var flutningur- inn lifandi dýr. Þar voru líka villidýr og nokkur ljón, sem voru auðvitað lokuð inni 1 sterklegum búrum. Þar að auki voru nokkrir apar með. Þetta átti allt að fara í hinn stóra dýragarð Hagenbecks, í nánd við Hamborg. — Þetta er einmitt flutningur, sem Jobba frakka líkar, sagði skipstjórinn brosandi, þegar þeir lögðu úr höfn. — Nú líkar honum líklega lífið. — Hann er líka önnum kafinn, svaraði stýrimaðurinn. — Hann er að tala við þá á milli rimlana og gæða þeim á sælgæti. Ég held, að hann sé að hugga þá og segja þeim, að þeim muni líða vel, þar sem þeir eigi að vera. — Getur meira en verið, sagði skip- stjórinn. — Jakob hefir vit á við hvern meðalmann. — Já, það hefir hann, sagði stýrimað- urinn. — Og kannske meira en það. — Hvað eigið þér við? — Ég á við það, hvað hann hefir gam- an af sterkum drykk. Skipstjórinn fór að hlæja. — Þér hafið á réttu að standa, stýri- maður, sagði hann. — Jakob mundi áreið- anlega drekka sig blindfullan, ef við hefð- um ekki gætur á honum. Munið þér, þegar hann stal toddýinu mínu um daginn og drakk það? — Já, þá var hann nærri dottinn út- byrðis, sagði stýrimaðurinn. — Hann slangraði svo eftir þilfarinu. Og ég skal veðja, að hann hefir verið með höfuðverk daginn eftir. — Það er undarlegt, að öpum skuli þykja áfengi gott, sagði skipstjórinn. Hann kippti sér ekki upp við að þrífa húfuna af höfði skipstjórans og klifra með hana upp í reiðann. — Það er sagt, að fílar séu líka vit- lausir í það, sagði stýrimaðurinn. — Halló, Jóhann, á hvað ertu að glápa? Haltu áfram, drengur. Léttadrengurinn, sem var að þvo þil- farið, byrjaði á nýjan leik. Hann hafði fallið í stafi út af samræðum yfirmann- anna. Hann var einn af beztu vinum Jakobs frakka um borð. Annars var hann dugleg- ur strákur. Skútan stefndi í norð-vestur. Hún fór í gegnum Gibraltarsundið, fram með strönd Portúgals og inn í Biscayflóann, sem var, aldrei þessu vant, lygn. Jakob frakki lét ekki á sér bæra. Hann vár svo iðinn að ræða við vini sína, að hann hafði ekki gefið sér tíma til á allri leiðinni að gera nokkurt skammarstrik. Hann virtist hafa sérstaka ánægju af því, þegar varðmaður Hagenbecks, sem var með skútunni, opn- aði búrin til að hreinsa þau. Hann tók vel eftir því, hvernig maðurinn stakk lyklin- um í lásinn og sneri honum. En einn góðan veðurdag, þegar skútan var að koma að frönsku borginni Brest, var Jakob frakki í alvöru að verki. Það var á matmálstíma. Öll áhöfnin sat niðri að snæðingi. Þegar hún kom upp aftur, hafði Jakob gert skammarstrikið. Hann hafði stolið lyklunum að búrunum og hleypt vinum sínum út. Aparnir hentust eins og vitlausir væru um þilfarið, klifr- uðu upp reiðann, urruðu og nístu tönnum. Jakob frakki sat á aftursiglunni og horfði á ólætin, sem hann hafði orðið valdur að. Varðmaðurinn og sjómennirnir reyndu árangurslaust að stilla apana. Allt varð í uppnámi. Aparnir öskruðu og bitu og réð- ust bálreiðir á áhöfnina, sem varð að forða sér. — Hvað eigum við að gera ? spurði skip- stjórinn alveg ráðalaus. — Þeir eyðileggja skútuna. — Við verðum að skjóta þá, sagði stýri- maðurinn. Varðmaðurinn mótmælti því, en stóð þó ráðþrota. — Dettur engum ráð í hug? kallaði hann. — Ég borga hundrað krónur fyrir gott ráð. — Og ég 50 í viðbót, sagði skipstjórinn, sem var orðinn hræddur um skipið sitt. Aparnir gátu auðveldlega sökkt því. — Mér dettur dálítið í hug, sagði Jó- hann litli og eldroðnaði. — Sjóðið þið púnsbollu handa þeim. Það er eftirlætis- drykkur Jakobs frakka, og hinum öpun- um þykir hann áreiðanlega • góður. Þeir drekka sig fulla, og þá getum við ráðið við þá. Skipstjórinn faðmaði léttadrenginn af einskærri gleði. — Þú ert skynsamur drengur, Jóhann, sagði hann. — Þetta skulum við reyna. Kokkurinn fór að brugga púnsið. Hann bjó til fullan ketil, og ekki sparaði hann rommið. Síðan var púnsinu hellt í stórt fat, sem var sett út á mitt þilfarið. Það leið ekki á löngu, áður en aparnir fóru að bragða á drykknum. — Allt í lagi, hvíslaði stýrimaðurinn. — Þeir eru ekki skynsamari en við menn- irnir. Klukkutíma síðar lágu aparnir steinsof- andi hér og þar á þilfarinu. Áhöfnin flýtti sér upp til að bera dýrin inn í búrin aftur. Jakob frakki var settur í varðhald. Lykl- arnir, sem hann hafði stolið, fundust á þilfarinu. Það leið ekki á löngu, áður en allt komst í samt lag aftur. En Jakob frakki varð að dúsa í varð- haldinu það, sem eftir var leiðarinnar. Skipstjórinn sleppti honum ekki út, fyrr en búið var að setja dýrin á land í Ham- borg. Hann var dálítið vandræðalegur og hélt sér í skefjum fyrst um sinn á eftir. En Jóhann léttadrengur ljómaði allur, þegar hann, viku síðar, lagði 150 krónur fyrir utan kaupið sitt á borðið í litla fiski- mannshúsinu í Marstad. Foreldrar hans urðu alveg frá sér numin af gleði. Stuttu síðar fór hann í aðra ferð með skútunni, en nú sem háseti. Og hann gaf Jakobi frakka oft góðan bita. Það var einmitt honum, sem hann átti að þakka frama sinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.