Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 23
Vi k a Otgefandi: Vikan h.f. - Ritstjóm og afgr.: Austurstræti 12. Sími 5004. Pósthólf 912. - Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sigurður Benediktsson. - Framkv.stj.: Einar Kristjánsson. - Verð: 1,50 á mán.; 0,40 i lausas. - Steindórsprent h.f. Æfintýri Óla í Afríku. Villimennimir elta Geir liðþjálfa. Litli, hvíti fíllinn og Öli elta líka. Óli veit ekkert, hvað um er að vera og reynir að stöðva fílinn og fá hann til að snúa við. Hestur Geirs liðþjálfa er fljótur. Hann hefir tekið eftir þvi, að hann er eltur og herðir sig enn meir, en hestar villimannanna eru enn fljótari, og það dregur saman með þeim. Liðþjálfinn fer nú eins hratt og hann kemst. Honum er ljóst, að villimennirnir drepa hann, ef þeir ná honum. Hesturinn fer eins og hann kemst. En eftirförin tekur brátt enda. Villimennirn- ir kasta spjóti í hálsinn á hestinum, sem verð- ur óður, prjónar og setur liðþjálfann af baki. Þegar Óli kemur á baki hvíta fílsins, sér hann, að villimennimir hafa bundið Geir við tré og ætla að fara að kveikja bál. Óli kallar: •— Þeir halda, að hvíti fíllinn sé heilagt dýr, — og þeir þora ekki að hreyfa sig! — Lið- þjálfinn: Reyndu að komast að mér, Óli, og skera á böndin, svo að ég losni. — Og það heppnast. Villimennirnir hreyfa sig ekki, og Óli frelsar vin sinn. Garðar offursti er nú orðinn órólegur vegna Óla og Geirs og sendir kaftein til að leita þeirra. En í sömu svifum kallar einn hermað- urinn: Hr. offursti. Þama kemur einhver! Offurstinn flýtir sér út til að sjá, hver sé að koma. Og hann sér skemmtilega sjón. Geir liðþjálfi og Óli em komnir, heilir á húfi. Þeir koma glaðir og ánægðir, ríðandi á litla, hvíta fílnum, sem þeim hefir loksins eftir mikla mæðu heppnazt að ná á sitt vald.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.