Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 20, 1939 Guð og lukkan — I Vestmannaeyjum. etta er annar dagurinn minn í Vest- mannaeyjum. Ég kom með Drottn- ingunni í gærmorgun og fer héðan með Súðinni í fyrramálið, ef guð lofar. Hér er nefnilega alveg sérstök ástæða til að taka það fram, að maður fari með Súðinni svo framarlega, að guð lofi, því hvort tveggja getur hæglega hent: að Súðin verði svo sem einum sólarhring á eftir síðustu áætl- un, sem var þó nokkrum dögum á eftir þeirri næstsíðustu — og svo getur hitt líka komið fyrir, að guði þóknist að æsa hér hafið gegn áformum ferðamanna og þörfum eyjarskeggja með því að girða eyna hvítum brimsköflum, svo að ekki verði hægt að afgreiða skip. Það kemur stundum fyrir. Einu sinni endur fyrir löngu dó hér gamall og guðhræddur prest- ur, er um langan aldur hafði jarðað fjölda fólks og farizt hvert verk með prýði. En þegar þessi ágæti prestur fékk hvíldina, varð hann að bíða „staursettur" í fjóra mánuði vegna prestsleysis og samgöngu- teppu við Eyjar, af völdum hafnleysis, brims og sjávar. Svo ill var lendingin og mikil einangrun þess staðar, sem nú um nokkurt skeið hefir verið ein mesta þorsk- veiðistöð Islendinga. En nú er öldin önnur, og þó að enn sé hér engin hafskipabryggja og afgreiðsla haf- skipa öll hin erfiðasta, veit þó presturinn vel, að hvenær sem hann deyr fást nógir til að hola honum í jörðina í tæka tíð, það er engin hætta á öðru. Svo skammt er nú sundið milli Eyja og lands. Annars gætir þessa hafnleysis hér enn í ýmsu, og sumu næsta hlægilegu, t. d. kostar einn pakki af sígarettum 5 aurum meira en lögskipað verð segir til um. Þessi viðbótarálagning er nefnd hafnargjald og þykir gott og við- feldið nafn á aukaskatti, — en dýr er sú uppskipun, drottinn minn! Áðan heyrði ég á tal manna, að eyjar- skeggjar væru hagsýnir um marga hluti, og að það væri af hyggindum einum sam- an, að þeir hefðu látið hinn þjóðlega loka- dag niður falla og búið sér til úr honum hálfs mánaðar langa runu af dansleikjum og fylliríum, enda gefur það auga leið, að það muni vera ólíkt skemmtilegra að vera fullur í hálfan mánuð heldur en bara einn dag, og svo er þess gætandi, að svona margir lokadagar gefi bæjarfélaginu og ríkinu meiri arð en einn lokadagur. Sem sagt, lokadagurinn varð að víkja fyrir breyttum aðferðum til að gleðja lundina og eyða vertíðarhýrunni, sem vel og drengilega var þó barizt fyrir að afla. I gærkvöldi hélt kvenfélagið ,,fjölbreytta“ skemmtun með balli á eftir, aðgangur að- eins 2 krónur. Ekki var það nú mikið til styrktar svo góðu málefni, sem konur eru, bæði í Vestmannaeyjum og annars stað- ar. — En snemma í morgun var búið að festa upp auglýsingu um aðra skemmtun og ball, sem fullnaðarprófs börn barnaskólans efndu til í kvöld, til styrktar ferðasjóði sínum. Aðgangur aðeins 2 krónur! Dansað til klukkan þrjú! Þannig kvað það hafa gengið til hvert einasta kvöld í hálfan mánuð, þrátt fyrir lítinn afla og tregar söluhorfur. Og nú er svo komið, að jafn- vel konurnar nenna ekki að sækja sína eigin skemmtun. Og það er mikil spurning, hvort það kemur nokkuð barn á barna- ballið í kvöld. En einhverjir koma, það er víst, og það er nóg. Einn mann hef ég hitt, sem kann því illa og saknar þess, að lokadagurinn skyldi niður falla í sínum forna og þjóðlega búningi. Sá er sægarp- urinn og aflakóngurinn Guðjón í Sand- felli. Hann var elztur formanna á fiskiflot- anum í vetur og hefir nú verið samfleytt formaður í 47 vertíðir. Fyrir tuttugu ár- ur stóð hann sem oftar um borð í skipi sínu í róðri og ,,blóðgaði“ feitan, deyjandi þorsk. Þá flumbraði hann sig á vinstri hendi. Sú skeina varð aldrei neitt svöðu- sár, en hún kostaði Guðjón vinstri hend- ina alla, framhandlegginn með og fjórtán vikna töf frá vinnu. Síðan vingsar hann fyrirlitlega stúfnum og brosir góðlátlega að þeim, sem standa uppi með tvær hendur tómar. Ekki þó svo að skilja, að hann eigi neitt, nema ryðbrunnið kofaskrifli við aðalgötu bæjarins, Ingveldi sína ellihruma — og hægri hendina. Og hvernig ætti Guð- jón í Sandfelli að eiga nokkurn skapaðan hlut, eftir svo marga lokadaga langrar æfi. Hann hefir sínar sérstöku skoðanir á því, að þorskaflinn fer þverrandi við strendur landsins. Það er botnvarpan og snurpinótin, segir Guðjón og lemur stúfn- um í borðshornið með djúpri fyrirlitningu á nútíma veiðiaðferðum og lokadögum. Ég bý á Hótel Berg, en það er eina gisti- höll bæjarins. Á veggjunum í herberginu mínu eru fjölskyldumyndir og þrír hross- hausar. Sá grái er að gefast upp! Þarna er mynd af litlu, brosandi stúlkubarni — skyldi hún eiga eftir að giftast sjómanni, sem ferst í róðri, eða, eða — —. Hver veit? Hótelstjórinn og herbergisþernan er ein og sama manneskjan. Kunnugir nefna hana Jónu, og hún skilur það. Prúð kona og dökkhærð. I morgun kom ég að máli við vin minn, garðyrkjumanninn. Hann gengur frá húsi til húss og stráir um sig fegurð og blóm- um í hverjum garði. Hann er skáld og dvaldi í Noregi. Kom til Norge, Far! Hann kvartar sáran undan særokinu, sem stundum grandi hér hinum fegursta vor- gróðri á einni svalri nóttu, svo nýgræðing- amir í görðunum eru fallnir svartir til moldar að morgni, eftir dauðaþjáning skammrar stundar. Þannig fer sumra iðja í hundana. En hvað sem líður söltu sæ- rokinu eru margir og snotrir húsagarðar í Vestmannaeyjum og skemmtilega skipu- leg matjurtagarðaekra vestur í víkinni, móti austri og sól. Eftir tíu mínútur ætla ég að hitta garðyrkjumanninn aftur. Við ætlum á ,,barnaballið“ í kvöld . . . # Hér sitjum við tveir einir við lítið borð úti í horni á veitingasölum Samkomuhúss- ins, veglegasta samkomuhúsi Islands. Við ornum okkur við elda endurminninganna frá gömlum samverustundum í vegavinnu norður á Vaðlaheiði. Þið þekkið það, hvernig hinir ömurlegustu dagar og döpr- ustu nætur hjúpast æfintýrabjarma, þeg- ar frá líður. Og nú vorum við einmitt að tala um krapahríðina ægilegu, þegar tjald- ið fauk ofan af okkur um miðja nótt, og við lágum eftir í rúmfletunum, berstríp- aðir og hríðskjálfandi eins og hraktir hundar. Við erum ekki farnir að minnast á félaga okkar, sem urðu innkulsa og voru nærri dauðir úr lungnabólgu, eftir að þeir höfðu verið fluttir fárveikir til Akureyrar, — þegar breiðleiti, broshýri piltunginn, er angraði mig mest á kvenfélagsballinu í gær- kvöldi með því að telja mér trú um, að hann væri sonur einhvers læknis, sem nokkur vafi þykir leika á að hafi nokkurn tíma verið til, skjmdilega kemur í augsýn. — Persónulega hefi ég ekki minnsta áhuga á læknissonum, fram yfir sonu annarra manna, og mér stendur svo hjartanlega á sama um ætterni þessa unglings, eins og ég sagði honum oft og mörgum sinnum, — en hinsvegar veit ég, að hann ætlar að trúa mér einu sinni enn fyrir þessu helga lejmdarmáli, sem virðist bera hann uppi og fleyta honum fram í lífsins ólgu-sjó. Það er einkennilega ertandi tilfinning, sem fylgir því að vera eltur á röndum með ættardrambi framandi fólks, auk þess, sem þessi náungi hefir nú sólundað fyrir mér Vaðlaheiðaræfintýrinu, því að þarna kom hann auga á okkur og kemur blaðskell- andi til að kynna sig í hundraðasta skipti. En hamingjunni sé lof og dýrð, þarna gef- ur hann sig á tal við þrjá drengilega sjó- menn, sem sitja prúðir að svaladrykkju við sama borðið. Og gegnum skvaldrið og glasaglauminn í veitingasalnum heyrist hann tala hátt um faðerni sitt, en tæmir samtímis glasið fyrir einum „elsku vinin- um sínum“, sem einn allra hefir aldrei brugðizt honum. Svo leggur hann frá sér glasið og seilist í sælli leiðslu eftir því næsta, — en eigandinn sleppir því ekki við hann, og unglingnum finnst sér mis- boðið, svo að hann sleppir ,,axlartakinu“ á „elsku vininum“ og slöngvar blíðlega máttvana hendinni ofan á hausinn á hon- um og hverfur aftur niður tröppurnar og inn í danssalinn til að fanga meyna, sem hann elskar kvöld eftir kvöld. Hann dans- ar ljómandi laglega. S. B.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.