Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 15
Nr. 20, 1939 VIKAN 15 Jolán Földes: I>að, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu sína, konu og þrjú böm, í Veiðikattarstræti. ■— Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. — Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitingahúsinu a kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfanginn af, en hinn er Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Þegar búið er að jarða Vassja, flytjast allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytzt í aðra íbúð í Veiðikatt- arstræti. — Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitthvað. Hún er nú orðin útlærð sauma- kona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki og stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann þykist vera hrifinn af Önnu, hinni vakn- andi konu og ungu, bljúgu sál. Hann býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni og reynir að koma sér í mjúkinn hjá Önnu. — Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar að setja upp næturskemmti- stað, og hefir István með sér í ráðum. — Jani verður fyrstur manna til að segja önnu, að ávís- anafölsun hafi komizt upp í einhverjum banka. Þeim líður illa. Þau vita, að þar hefir István ver- ið að verki. Nöfn eru ekki nefnd í blöðunum, fyrr en næsta dag. István hefir verið tekinn fastur. Feðginin, Anna og Barabás, fara til Suður-Ame- riku í von um betri kjör, en í fyrstu höfn er Barabás bitinn i fótinn af skaðlegri flugutegund. Hann leggst veikur. — Anna gerist fyrst vinnu- kona, en fær síðar stöðu sem saumakona. Síðan skrifar hún Pia Monica. — Klárí fær bréf frá Papadakis og heimsækir hann til að hjálpa hon- um, en það er árangurslaust. — Jani er orðinn ástfanginn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðluleikari. — Því hefir enginn tekið eftir, segir Jani fullvissandi. — Þetta er fallega sagt. Ég spilaði vit- laust tvisvar sinnum í César Franks són- ötunni. Tókuð þér eftir því? Jani hafði ekki tekið eftir því. — Yður hlýtur að skjátlast, segir hann ákveðinn. — Jú, ég gerði það, segir Albertine og hristir höfuðið vonleysislega. — Camille hefir sagt mér heilmikið um yður, mon- sieur Barabás. Munduð þér vilja heimsækja okkur einhverntíma. Mömmu langar til að sjá yður, og svo gæti ég spilað fyrir yður — án þess að mér líði illa og án þess að spila falskt. Jani reiknar út, að það beri vott um góða hegðun, ef hann bíður með að hringja í þrjá daga til að spyrja, hvort hann megi koma. Hann tekur ákvörðun um þetta, áður en hann fer að hátta — og daginn eftir hringir hann. Albertine þykir vænt um að sjá hann. Hún er ekki orðin eyðilögð á því, að ungir menn stjani við hana. Hún hefir engan tíma til þess, og hún er ekki falleg, en Jani hefir gaman af því að hlusta á hana æfa sig, jafnvel þó að hún geri skyssur. Foreldrar hennar hafa ekkert á móti hin-' um tíðu heimsóknum hans. Þau spyrja hann ekki, hvaðan hann sé. Þau eru börn ennþá, hugsa þau. Ást og hjónaband kem- ur ekki til mála. * — Hvers vegna voru þau líka að fara frá Frakklandi? Þau hafa bara gott af þessu. Láttu þau eiga sig þar, sem þau eru. Ég vil ekki, að þú sért að skipta þér af öðrum en mér, Jean. — Þetta eru þó faðir minn og systir. Albertine iðrast allt í einu reiði sinnar og orða og hleypur til Jani. — Jean, ég elska þig. Þó að þú værir negri eða hottintotti, já, og þó að þú brytir fiðluna mína — mundi ég samt elska þig. — Ég elska þig einnig. Þó að þú kynnir ekki að leika á fiðlu, myndir þú sjálf vera hljóðfærasláttur fyrir mér, Albertine. Þannig gengur það alltaf. Þau rífast og sættast aftur. Barnaskapur, segja foreldr- ar Albertine og brosa. Frú Barabás segir ekkert. Hún veit ekkert um málið, en hana grunar, að drengurinn hennar sé að verða fullorðinn og sé að sleppa út úr höndun- um á henni. Hann er að verða karlmaður. Frú Barabás stendur allan liðlangan dag- inn við þvottabalann. Á kvöldin, þegar hún kemur heim, tekur hún til í kringum börn sín. Stundum líða dagar, án þess að hún sjái Jani. Klárí les í herbergi sínu, — en Albertine og Jani eru samt sem áðuri Klárí hefir aldrei verið eins og önnur börn. ástfangin. Þó að undarlegt megi virðast,^ Hún hefir aldrei haft þörf á félagsskap. er ást Albertine meiri. Hún er heitari, sú,L Þriðja barnið hennar og maðurinn eru sem er afbrýðisöm. Jani hefir svo lítinn'j- langt í burtu — í annarri heimsálfu. Litla tíma. Þetta er síðasti veturinn hans í skóla, f jölskyldan er tvístruð. og næsta ár á hann að fara í háskólann. Kennarar hans hafa lofað honum styrk. Jani á að verða verkfræðingur, en ekki flugmaður. Sá draumur hefir orðið að engu ásamt mörgum barnalegum draumum um að leggja undir sig heiminn. Hann á að verða verkfræðingur. Hann hefir áhuga á framtíðaratvinnu sinni, og kennarar hans mæla allir með þessu, sérstaklega monsieur Lamy. Þar að auki verður Jani að vinna sér inn peninga. Hann hefir nýlega tekið að sér nokkrar kennslustundir Bardieh- inovs. Gamli maðurinn getur ekki lengur klifrað upp svona marga stiga, og Bara- básfjölskyldunni veitir ekki af hverjum eyri, sem hún getur unnið sér inn. Það verður að reyna að hjálpa Önnu til að komast heim frá Suður-Ameríku. Enginn veit, hvað Klárí hefir orðið að hafa mikið fyrir því að fá að lesa með Aline. Jani átti ekki við eins mikla örðugleika að stríða, en hann vinnur meira. Þessvegna getur hann ekki verið eins mikið með Albertine og hann langar til, og Albertine er afbrýðisöm. — Ég skil ekki, að þú þurfir að lesa svona mikið. Ég verð líka að lesa. Komdu með bækurnar þínar, svo æfi ég mig, og þú lest. Og svo allir þessir tungumálatím- ar, og allir þessir útlendingar, sem þú ert með . . . — Ég er líka útlendingur, Albertine. — Það er ekki satt. Þú ert franskur. Vertu ekki að þessarri vitleysu. — Og pabba minn og systur langar til að koma aftur til Frakklands. Þau svelta, svo að þau geti safnað nógum peningum til að komast heim. Ég verð líka að hjálpa þeim. i — Þér eruð heppnar með börnin yðar, ■' Boriska, segir Cathrina, sem situr stund- um í eldhúsinu hjá henni á kvöldin og horfir á hana vinna. Hækjurnar hennar hggja við hlið hennar. — Þau eru góð börn, andvarpar frú Barabás. — Það þyrfti einhver að finna upp aðferð til að láta þau halda áfram að vera börn. Drengurinn minn, Jani, er ást- fanginn, bætir hún við og andvarpar aftur. — Er hann það ? segir Cathrina og augu hennar ljóma. Hún styður sig með hönd- unum og lyftir sér upp af stólnum. — Segið mér allt um það. 16. KAPÍTULI. Anna stendur aftur við borðstokk skips- ins og horfir á mynni Rio de la Platos víkka. Bráðum verða þau komin út á haf. Hvílíkt sólarlag! Það hellir rauðu gulli yfir borgina, sem liggur í eldrauðu logahafi, fögur, syndug og yndisleg. István hafði oft hlegið að Önnu og sagt, að hún þekkti ekki París. Og Anna hafði brosað, þunglyndislega íbyggin. Hún vissi sig vera nærri hinu raunverulega hjarta Parísar, hinni fátæku, starfssömu París, með sínu erfiða, daglega striti. Place Blanche er veiðimörk fyrir ameríska ferða- menn. Með tilliti til þeirra varð Anna eitt með borginni, sem var eyðilögð af ferða- fólki. Hún hataði útlendingana, sem komu aðeins til að eyða peningum sínum. Ef ein- hver spurði hana, hvar Notre Dame væri, hikaði hún ekki við að senda þetta háværa ferðafólk til Pantheon. Það er svona fólk, sem á heima á Place Blanche og á skemmt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.