Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 20, 1939 * * Islenzkur fiðlusmiður. Verk hans eru á heimssýningunni í New York vaxa og verða svo þykkir og ógagnsæir, að þeir loka fyrir allt útsýni og koma í veg fyrir, að kossarnir heyrist. Og svo hélt gamli maðurinn áfram með hina undur- samlegu frásögn sína, á meðan Lois hélt áfram að kyssa Odette. Guð minn góður, hvað þetta voru dá- samlegir vængir! Ungar stúlkur, er mér sagt, finna þá sjálfar, og fleiri en einni hefir heppnazt að fela sig fyrir afa og ömmu. Er það það ekki, Nanon? Jæja, þegar greifinn hafði að lokum lok- ið við þessa löngu frásögn sína, hvarf álf- urinn aftur í eldinn. Lois fór eftir að hafa þakkað húsbóndanum og kastað kveðju- kossi til Odette. Hún var svo hamingju- söm, að hana dreymdi næstu nótt um f jöll, skreytt blómum, upplýstum milljónum stjarna, sem hver var þúsund sinnum skær- ari en sólin. Næsta morgun fór hún niður í garðinn og gekk fram og aftur á milli trjánna. Hjá einu þeirra mætti hún hermanni, hún hneigði sig fyrir honum og ætlaði að fara fram hjá, þegar hún kom auga á eyrar- rós í hendi hans, ennþá vota af tárum, og þekkti aftur Lois. Hann hafði komið aftur í nýju dulargerfi. Hann lét hana setj- ast á grasbala, nálægt gosbrunni, og þau horfðust í augu, ánægð yfir að geta séð hvort annað við dagsljós. Fuglarnir sungu, og elskendurnir fundu, að álfur elskend- anna hlyti að vera á sveimi í kringum þau. Ég ætla ekki að segja þér allt það, sem gömlu eikartrén heyrðu þann morgun. Það var ánægjulegt að sjá þau sitja þarna og hjala saman klukkutíma eftir klukkutíma, meira að segja svo lengi, að einn söngfugl- anna hafði tíma til þess að byggja sér hreiður í nálægum runni á meðan. Allt í einu heyrðist þungt fótatak Eng- uerrand greifa í garðinum. Elskendurnir skulfu, en vatnið í gosbrunninum söng yndislegar en nokkru sinni fyrr, og álfur- inn sveif brosandi út úr silfurglitrandi vatnsúðanum. Hann huldi þau með vængj- um sínum, og greifinn varð undrandi yfir að heyra raddir, án þess að sjá nokkurn. Með vini sína undir vængjunum hvíslaði álfurinn með undurþýðri röddu: — Ég er verndari ástarinnar, — ég er sá, sem lokar augum og eyrum þeirra, sem ekki elska lengur. Óttist ekki, kæru vinir: Elskið hvort annað í þessu dásamlega sól- skini, í þessum garði, hjá þessum gos- brunni, hvar sem þið eruð. Ég er með ykk- ur og gæti ykkar. Guð hefir sent mig á meðal mannanna, og þeir, sem hæðast að því heilaga, skulu aldrei trufla ykkur. Guð gaf mér þessa fallegu vængi og sagði við mig: — Farðu og sameinaðu hjörtu þeirra ungu. Elskið hvort annað á meðan ég gæti ykkar. Því næst sveif hann af stað og safnaði dögg af laufblöðunum (eina næring hans) og sveif áfram með Odette og Lois í faðm- lögum. — Þú vilt fá að vita, hvað elskendurnir gerðu næst. En elskan mín, ég þori varla Framh. á bls. 17. Skáldskapur manna kemur á ýmsan og ólíkan hátt fram. Sumir yrkja kvæði, aðrir mála á léreft og enn aðrir semja tónverk. Og svo eru margir, sem bara yrkja jörðina eða veiða fisk úr sjónum, en eru þó mikil skáld — kannske meiri en sumir, sem yrkja löng kvæði. Einn af þessum listamönnum er Sigur- hnni Pétursson. Þið sjáið hann hérna á myndinni með tvö af verkum sínum. Það eru tvær fiðlur — önnur er smíðuð úr tönn úr stórum hval, sem rak dauður á land út á Reykjanesi fyrir mörgum ár- um, og Sigurlinni keypti fyrir 100 krónur, þ. e. a. s. tönnina, en ekki hvalinn. Hin er úr tré — viðarbút, sem er líklega yfir 100 ára gamall. Sigurlinni fékk þessa spýtu eitt sinn, er hann var að breyta húsakynn- um Menntaskólans í Reykjavík, en skól- inn var, eins og ýmsir vita, reistur á ár- unum 1843—46. Úr þessum gamla og þurra viðarbút, sem flestir myndu ekki hafa virt viðhts, fannst Sigurlinna tilvalið að smíða góða fiðlu — kannske heimsfræga. — Svona yrkir þetta skáld. En enginn verður óbarinn biskup. Fyrir- hafnarlaust var það ekki fyrir tvítugan ungling, að vinna fyrir sér við húsasmíði suður í Hafnarfirði, en hann langaði að læra, langaði að fullnuma sig í tréskurði og teikningu hjá lærðum listamanni.. Sá mesti af því tagi var Ríkarður Jóns- son í Reykjavík. Eini tíminn, sem hægt var að eyða til námsins voru skammdegis- mánuðirnir, þegar ekki varð unnið að húsasmíðinni. Og einmitt þá hafði Ríkarð- ur kvöldnámskeið hjá sér. Þá voru ekki strætisvagnarnir komnir og farkostur eng- inn, eina ráðið var því að ganga. Tímarnir hjá Ríkarði voru frá 8—10 og með því að leggja af stað úr Firðinum um kl. 6 var hægt að vera kominn í tæka tíð til Reykja- víkur og heim aftur kl. 12 að kvöldi, gegn- um skammdegismyrkrið milli Hafnarf jarð- ar og Reykjavíkur. Þó að sumum fyndist þetta nokkuð harðsótt skólaganga, þá var það einmitt þetta, sem Sigurlinni Péturs- son gerði. Til þess þurfti álíka þrautseigju og þolinmæði eins og til að láta sér detta í hug að búa til með handverkfærum ein- um þá fegurstu fiðlu, sem hægt er að hugsa sér, úr svo harðri hvaltönn, sem að útliti og viðkomu minnir fremur á illúð- legan stein en efni, mannshönd mótanlegt. Seinna dvaldi Sigurlinni við nám í þess- arri listgrein sinni í Kaupmannahöfn. Hann fór þaðan með þeim vitnisburði, sem beztan er hægt að gefa. En flestir íslenzku listamennirnir verða að vinna fyrir brauði sínu með þáttöku í hinum daglegu störfum, sem liggja utan við þann heim, sem þeir lifa í, og margir hverjir koma þeir hversdagsmanninum einkennilega fyrir sjónir, því að hann sér þá aðeins á þeim sviðum, sem þrá þeirra hefir leitt þá burtu frá. — Sigurlinni er einn þessarra raunhæfu listamanna hins daglega lífs — hann sér fyrir sér íslenzka móinn framleiddan á nýjan hátt, notaðan til eldsneytis í stað kola, sem hráefni í þráð í veiðarfæri og jafnvel föt. Hann sér íslenzka reiðinginn eða torfið notað í nýtt byggingarefni, sem svarar kröfum nýs tíma og svo, að nýtízku torfbæir geta í orðsins fyllsta skilningi risið upp á ný í íslenzkum sveitum. * Nú eru fiðlur þessa merka listamanns vestur á heimssýningunni í New York og eru þar einhvers staðar í nánd við hinn risavaxna prylon og dásamlega Perisphere — framtíðarborgina. — Vafalaust skoða þær þar hundruð — kannske þúsundir manna daglega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.