Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 7
Nr. 20, 1939 VIKAN 7 Heyrirðu regnið, Nanon, sem lemur gluggana? Heyrirðu vindinn, sem gnauðar eftir löngum göngunum? Þetta er hræðileg nótt, nótt þegar fátækir vesalingar skjálfa fyrir utan hlið hinna ríku, sem dansa inni í björtum sölum, við ljós frá fagurgylltum ljósakrónum. Farðu úr silkiskónum þínum og komdu og seztu á hné mér fyrir framan snarkandi arin- eldinn. Legðu frá þér skrautklæðin. í kvöld ætla ég að segja þér fallegt æfintýri. Einu sinni, Nanon, stóð á háum fjalls- tindi gamall kastali, skuggalegur og ljótur úthts. Hann var með mörgum turnum, virkisgörðum og fallhurðum með hringl- andi járnfestum. Hermenn með alvæpni stóðu vörð í virkjunum dag og nótt. Af þeim, sem að garði bar í kastalanum, voru ÁLFUR það aðeins hermenn, sem voru húsbóndan- um, Enguerrand greifa, kærkomnir. Ef þú hefðir séð gamla hermanninn stika eftir löngum göngunum og heyrt hina þurru ógnandi rödd hans, myndir þú hafa skolfið af ótta, alveg eins og Odette, indæla, litla frænkan hans. Hefirðu nokk- urntíma séð villirós innan um brenninetl- urnar opna blómin við fyrstu kossa sólar- innar á morgnana ? Þannig var Odette inn- an um ruddalega hermenn og riddara frænda síns. I hvert skipti, sem hún sá hann, hætti hún skyndilega að leika sér, og augu hennar fylltust tárum. Hún var há og ljóshærð og andvarpaði oft, gripin einhverjum óljósum þrám, sem hún ekki vissi hverjar voru. Herbergi hennar var í einum turninum í yztu álmu kastalans, og hún eyddi tíman- um með því að sauma út fallega fána; hún fann ró í að biðja til guðs og horfa út um gluggann sinn á fagurgrænt landslagið og heiðbláan himininn. Hversu oft hafði hún ekki á næturnar farið upp úr rúminu og út að glugganum til að horfa á stjörnurn- ar! Hversu oft hafði ekki þetta sextán ára stúlkubarn svifið á vængjum ímyndunar- aflsins upp í endalausa víðáttu himingeims- ins og spurt systur sínar, tindrandi á fest- ingu himinsins, hvað það væri, sem amaði að sé! Og eftir þessar svefnlausu nætur, þessar fyrstu hræringar ástarinnar, enn þá óafvitandi, var hún gripin undarlegri, óstjórnlegri löngun til þess að faðma að sér gamla, ýglda riddarann, frænda sinn. En stutt svar eða hvasst augnatillit kæfði þessa löngun og skjálfandi tók hún aftur upp nálina sína. Þig tekur sárt, Nanon, til veslings barnsins. Hún var eins og angandi blóm, sem var fyrirlitið vegna fegurðar síns og angan. Dag nokkurn þegar veslings Odetta sat við gluggann sinn og fylgdi með augunum tveim fljúgandi dúfum, heyrði hún mjúka EMILE ZOLA: rödd langt fyrir neðan sig undir kastala- veggnum. Hún laut út og sá ungan, falleg- an mann, sem syngjandi baðst inngöngu í kastalann. Þó hún hlustaði með eftirtekt gat hún ekki skilið, hvað hann sagði, en hljómfögur röddin olli henni trega, ogtárin runnu hægt niður kinnar hennar og vættu unga, fagurrauða eyrarrós, sem hún hélt á í hendinni. En kastaíahliðin voru ekki opnuð, og hermaður kallaði ofan af hallarveggnum: — Nemið staðar. Aðeins hermönnum er veittur aðgangur. Odette hélt áfram að horfa út um glugg- dansa á heimilinu okkar, og vorkenndu þeim vesalingum, sem trúa ekki, að hann sé til. Þegar Odette vaknaði næsta morgun, var herbergið hennar baðað í sólskini. Söngur fuglanna barst upp að háa tum- inum hennar, og morgunandvarinn ilm- þrunginn af fyrstu kossum blómanna gældi við ljósa lokkana. Hún klæddist, hamingju- söm, og söng allan daginn og vonaði, að orð álfsins rættust. Stundum leit hún rann- sakandi yfir allt umhverfið, brosti við hverjum fugli, sem flaug hjá, og fann eitt- hvað innra með sjálfri sér, sem gerði hana svo hamingjusama, að hún varð að klappa saman lófunum. Um kvöldið fór hún niður í stóra sal- inn. Hjá Enguerrand greifa sat riddari, ELSKENDANNA. ann. Hún lét blómið detta úr hendi sér, vott af tárum sínum. Það féll við fætur söngvarans. Hann leit upp, sá ljóshærðu stúlkuna, kyssti eyrarrósina og sneri síðan burtu, þó að hann næmi staðar í hverju skrefi til að líta til baka. Eftir að hann var horfinn, fór Odette að bænabekk sínum og baðst lengi fyrir. Hún þakkaði guði, en vissi ekki fyrir hvað, hún var hamingjusöm, þó að hún hefði ekki grun um ástæðuna fyrir hamingju sinni. Og um nóttina dreymdi hana fallegan draum. Hún sá aftur eyrarrósina, sem hún hafði kast- að til unga mannsins. Hægt út úr miðjum, titrandi blöðunum steig lítill álfur með log- rauða vængi, kórónu fléttaða úr gleym- mér-ei, og síða, græna skikkju, lit vonar- innar. — Odette, sagði álfurinn með þýðri röddu, — ég er álfur elskendanna. Það var ég, sem sendi unga manninn, Lois, til þín í morgun, — unga manninn með fallegu röddina. Það var ég, sem vildi þerra tár þín, þegar ég sá að þú grézt. Ég fer um heiminn og leita að einmana hjörtum og sameina þau, sem andvarpa í einverunni. Ég kem í kot bóndans jafnt og í höll greif- ans, og stundum sameina ég prik smalans og veldissprota konungsins. Ég sái blóm- um undir fætur þeirra, sem ég vernda. Ég f jötra þau svo dýrmætum og gylltum bönd- um, að hjörtu þeirra titra af hamingju. Heimili mitt er á meðal þess græna, sem grær, á skógarstígnum, á veturna í glóandi viðnum í arninum, í herbergjum eigin- manna og kvenna. Hvar sem ég set fót minn, eru kossar og blíða. Gráttu ekki framar, Odette, ég er hinn góði álfur elsk- endanna, sem er kominn til að þerra tár þín. Því næst hvarf hann aftur ofan í blóm, sem lokaðist og varð aftur að brumknapp. Þú veizt auðvitað, Nanon, að álfur elsk- endanna er í raun og veru til. Sjáðu hann sem hlustaði með athygli á gamla mann- inn. Odette settist fyrir framan eldinn og dundaði við fílabeins-brúðuna sína. Öðru hvoru leit hún á ókunna riddar- ann, og einu sinni kom hún auga á eyrar- rós, sem hann hélt á í hendinni. Á þessu einkenni og á blíðri röddinni, þekkti hún Lois. Hún nærri hrópaði upp yfir sig af gleði, en til þess að hylja roðann í andlit- inu, beygði hún sig yfir arininn og skaraði í glóðina með löngum járnskörung. Neista- flugið og eldurinn gusu upp, og allt í einu stökk álfur elskendanna brosandi út úr neistafluginu. Hann hristi logandi neistana, sem voru eins og gullkorn, af grænu silki- skikkjunni og gekk, án þess að greifinn sæi hann, að baki ungu elskendanna, á meðan gamli hermaðurinn var niðursokk- inn í að segja frá hinni hræðilegu orustu við Infidels. Álfurinn talaði lágri, mjúkri röddu: — Þið verðið að elska hvort annað, börnin mín. Látið gamla manninn um æskuminningarnar og að segja langar sög- ur við arininn. Látið kossa ykkar vera eina hljóðið, sem blandast snarkinu í arninum. Seinna verður nægur tími til að sefa sorgir ellinnar með því að minnast hamingju- stunda fortíðarinnar. Þegar þið eruð sex- tán ára, og ástfangin, eru orð gagnslaus: Eitt augnatillit segir meira en langar sam- ræður. Elskið hvort annað, börnin mín, og látið ellina tala. Síðan huldi hann þau bæði með vængj- um sínum, svo að greifinn, sem var að segja frá því, hvernig Giralda drap risann Buch með einu sverðshöggi, gat ekki séð, þegar Lois snart titrandi brár Odette með vörum sínum. Nú verð ég að segja þér, Nanon, frá þessum fallegu vængjum. Þeir voru gagn- sæir eins og gler og eins fíngerðir og vængir á flugu. En þegar hætta er á, að einhver sjái tvo elskendur, vaxa þeir og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.