Vikan - 01.06.1939, Qupperneq 8
8
VIKAN
Nr. 22, 1939
sinn gáfaðri en sig, og það hefir hann
efalaust verið þá. En sorglegt ástaræfin-
týri breytti áliti hans á sjálfum sér og
sheri öllum vilja hans að listinni, sem
gerði nafn hans ógleymanlegt.
Til þess að skilja fyrsta ástaræfintýri
Turners verðum við að muna eftir því, að
þá voru tímarnir mjög ólíkir því, sem þeir
eru nú. Hann var sextán ára gamall, hafði
unnið fyrir sér sjálfur í fjögur ár og hafði
mikið sjálfsálit. Hann kom eitt sinn til
Margate, lítils bæjar fyrir utan London,
þar sem hann hitti fyrrverandi skólabróð-
ur sinn einn, sem átti systur jafngamla
Turner. Hann varð ákaflega ástfanginn af
henni. Það virtist einnig allt vera í lagi
frá hennar hálfu. Að minnsta kosti leit
hann á hana sem unnustu sína, þegar hann
fór frá Margate til vinnu sinnar í London.
Hann sökkti sér þar niður í vinnuna, mál-
aði eftir pöntun og kenndi einnig. Hann
gekk eftir greiðslunum með fádæma
áfergju. Hann missti hylli viðskiptamanna
sinna smám saman fyrir nirfilsháttinn.
Hann var svo ákafur að spara til þess
að geta kvænzt. Það er átakanlega kátlegt
að hugsa sér, að hann sparaði líka þau
útgjöld að skrifa unnustu sinni.
Eftir sex ára látlausa vinnu lagði lista-
maðurinn, sem þá var 21 árs gamall, af
stað til Margate til að biðja um hönd unn-
ustu sinnar. En þá var honum sagt, að
hún hefði fyrir skömmu trúlofazt öðrum
og ætlaði að gifta sig næsta sunnudag.
Hann heimsótti hana og foreldra hennar
Turrier 22 ára. Mynd, máluð af honum sjálfum.
Á þessum árum ákvað hann að verða mesti mál-
ari heimsins.
dag eftir dag með látlausum bænum og
hótunum, en ekkert dugði. Að lokum sneri
hann aftur til London gereyðilagður
maður.
Kornungur hafði hann hlotið mesta áfall
lífs síns. Mönnum má verða ljóst, hve
mikið áfallið hefir verið, þegar það er tekið
til greina, að hann bjó með ýmsum kon-
um og eignaðist sex börn án þess að fást
til þess að ganga í hjónaband. En hann
ákvað að hefna sín, og það dyggilega.
Hann ætlaði að verða mesti málari heims-
ins! Allir áttu að beygja sig fyrir honum,
en hann ætlaði ekki að beygja sig fyrir
neinum. Hvorki konum, prófessorum,
listamönnum né aðdáendum. En til þess
þurfti tvennt: að komast í listaháskólann
og nóga peninga, svo að hann gæti verið
sjálfstæður maður. Þeir skyldu verða að
sætta sig við, að hann réði sér sjálfur án
þess að skipta sér af því, hvað aðrir segðu.
Hið djúpa sár fyrstu ástar Turners
liggur á bak við öll listaverk hans. Hann
hafði verið fyrirlitinn, og ætlaði að sýna
henni, hvað hún hefði fyrirlitið.
Hann málaði fjölda mynda, sem hann
sýndi víða og seldi háu verði. 1 peninga-
málum sveifst hann einskis. Hann sveikst
um að borga, þar sem hann gat, og neit-
aði að standa við skriflega samninga. Hann
græddi stórfé, og þegar hann dó átti hann
3 miljónir króna, en það er nú sama sem
10 milljónir.
I Lundúnum keypti hann mörg hús. Eitt
þeirra, við Queen Anne Street, notaði hann
sem bústað sinn í London. Þar voru oft
saman komnir mestu listamenn þjóðarinn-
ar. En Turnier var svo nízkur, að hann
tímdi ekki að veita þeim. Hann bjó með
Hér er ein af hinum frægu Venisíu-myndum Tumers. Þegar fram í sótti, kærði hann sig ekkert um, að myndirnar táknuðu nokkuð sérstakt.