Vikan


Vikan - 28.09.1939, Page 3

Vikan - 28.09.1939, Page 3
Nr. 39, 1939 VIK A N 3 Knútur Arngrímsson: W Irskur prestur. Ég hitti hann oft á förnum vegi, hetjulegan og alþýð- legan. — 115 aldir hafa írskir prestar og írskir munkar verið andlegir leiðtogar þjóðar sinnar. Þeir háfa verið frægir kristniboðar og menntafrömuðir, sægarpar og landfundamenn, skáld og spekingar, þjóðhetjur — og píslarvottar. — írar eru rómversk-kaþólskir, og bar- átta þeirra fyrir trúnni var rauði þráðurinn í sögu þeirra fullar þrjár aldir. að er ef til vill ekki efni í heila blaða- grein, að maður hafi séð í útjaðri írskrar smáborgar dökkklæddan mann á gangi, lesandi í lítilli bók, mann með harð- an flibba hornalausan, og svarta brjósthlíf alveg upp að flibbanum, mann með svart- an, barðastóran hatt á höfði, herðabreiðan og vel á sig kominn, með öruggt og virðu- legt göngulag, og alveg sérstaklega rólega og alúðlega framkomu, ef maður skyldi nú taka hann tali. Það er meira að segja vafa- samt, hvort það er ástæða til þess að geta þess á ferðablöðum sínum, að maður hafi oft mætt svona manni og hafi ætíð haft gagn og ánægju af því að tala við hann, svo maður var að lokum farinn að gera sér það að reglu að gefa sig að honum, hvar sem maður hitti hann á vegum úti og gat fundið sér eitthvert sæmilega frambæri- legt tilefni til þess. En þegar nú vill svo til, að þetta er maður af stétt, sem hefir haft alveg sérstaklega mikla þýðingu fyrir land sitt, segjum svona hér um bil í 15 aldir, þá þarf tæplega nokkur að furða sig á því, að sá, er ferðast um landið og segir frá ferðum sínum, telji það ekki alveg þýð- ingarlaust að hafa hitt hann og fengið, þótt ekki væri nema lauslega skyndikynn- ingu af honum. Þetta er írskur prestur, eftirmaður heilags Patreks, arftaki Columcilla og Columbanusar, ljósberi kaþólskrar kristni á hinni grænu ey. * Ég átti fyrst tal við hann á Dawsonstræti í Dýflinni. Við vorum að leita að híbýlum Irska akademísins. Hann bar þar að og sá, að við vorum að leita. Hann nam staðar og leit til okkar, eins og til að sýna, að hann væri reiðubúinn að leiðbeina okkur. Nú er slíkt verk lögregluþjóna, en ekki presta, svo að ég ávarpaði hann með hálf- um huga. En það var víst stakasti óþarfi, því að hann tókst allur á loft, þegar hann heyrði, að við værum að leita að safninu, þar sem hin fornu írsku handrit eru geymd. Um þjóðerni okkar spurði hann svo að segja samstundis, og þegar hann vissi, að við vorum íslendingar, ljómaði hið stóra og gáfulega andlit hans af áhuga, ekki endilega af því, að við værum ekki Eski- móar (því að svo vel eru allir írskir prest- Patreksbjallan á þjóðminjasafninu í Dublin. — Ulster-annálar segja, að Columcilla hafi tekið hana úr gröf heilags Patreks. En á 11. öld létu erkibiskupinn í Armagh og írskur konungur gera um hana dýrt og fagurt skrín, og var hún öldum saman geymd sem helgur dómur. — Ari fróði segir um Papana, sem hér voru á Islandi, að fund- izt hafi „eftir þeim bækur írskar, bjöllur og bagl- ar“. Hver veit nema þær bjöllur hafi verið af líkri gerð og þessi. ar að sér, að þeir vita, að það búa ekki Eskimóar á íslandi, og má það út af fyrir sig teljast mikil menntun á Bretlandseyj- um), heldur af því, að við vorum nú fyrstu íslendingarnir, sem hann hafði séð. Á leið- inni að húsi Irska akademísins segir hann okkur, að raunar hafi þar meðlimir einir aðgang og handhafar meðmælakorta frá einhverjum þeirra. „En“, hélt hann áfram, „segið þið aðeins, að þið séuð Islendingar, frá sögueyjunni, og verið viss um, að ykk- ur verður tekið tveim höndum.“ Það fór eins og hann spáði. Við hittum hann tveimur dögum seinna vestur í landi. Við sátum á grjótgarði rétt við veginn og köstuðum mæðinni. Hann kom eftir þjóðveginum og las í bók, meðan hann gekk áfram. Og það er óneitanlega skrítin sjón að sjá hann lesa gangandi eða ganga lesandi á þjóðvegi, þar sem bíla- umferð er mikil. En svo venst maður því eins og öðru, þegar maður er búinn að sjá það 10—20 sinnum. Hann leit upp úr bókinni, kom auga á „tandemið" okkar, þar sem það stóð upp við grjótgarðinn. Það var líkast því, að hann hefði sjaldan séð „tandem“, því að hann nam staðar, bauð okkur alúðlega góðan daginn og fór að spyrja okkur um kosti þessa samgöngutækis. Hann var ekki laus við að vera smá-forvitinn. En það er raunar talið eitt af þjóðareinkennum Ira. Þeir eru að því leyti ekki ósvipaðir frænd- um sínum, Suður-Þjóðverjum. Forvitni menntaðs manns, sem hefir tamið hana, heitir fróðleiksfýsn, og um hana er sann- arlega gott eitt að segja. Hann er gaman- samur, þessi írski prestur, karlmannlegur í tali og fasi og alveg laus við þann tepru- skap, sem oft vill sækja á andlegrar stétt- ar menn. Við mættum honum á kappreiðunum í Galway og á hrossasýningunni í Dýflinni. Við mættum honum í rigningu við Clon- macnoise. Þá ók hann í bíl og hafði nunnu með sér. Og við mættum honum í sólskini á morgungöngu vestur í Connemara, þar sem hann horfði út á Arraneyjar blána við sjóndeildarhringinn í suðvestri. Þar vestur frá segir hann „dies mori- get („góðan daginn“ á gaelisku, ritað eftir framburði), þegar hann býður sókn- arbörnunum sínum góðan daginn, og þau svara með langri romsu, sem mér heyrist endilega að endi á ,,Jósef.“ En ef þau verða fyrri til að segja „dies moriget,“ þá er það hann, sem segir löngu romsuna. En orðið romsa á eiginlega alls ekki við þarna, því að írskan líður svo ljúflega fram af vörum fólksins, að mér finnst alltaf, að það mæh Ijóð af munni fram. Því að ég hefi „fengið það á heilann,“ að ég hafi heyrt þetta mál einhverntíma áður, og muni geta skilið það innan skamms. Ég get ekki varizt þeirri barnalegu hugsun, að einhver hulin tengsl við það hafi haldizt í blóði mínu gegnum þrjá tugi kynslóða. Og ég játa þetta með hnakkakertu blygðunarleysi, þótt ég viti, að ég gef með því þeim vitru mönnum, sem þykir vænt um að geta kallað aðra menn heimska, góða og gilda ástæðu til að nota um mig sitt eftirlætisorð. Asninn fyrir kerru bóndans nær prest- inum í jakkavasalok. Og í svipuðu hlutfalli virðist manni hann gnæfa þarna yfir allt þjóðlífið í kringum sig, sem hann horfir á með bróðurlegum góðlátleik fremur en föðurlegri mildi. En bak við hann gnæfir kristnisaga Ir- lands eins og himinhátt fjall, — stórfeng-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.