Vikan


Vikan - 28.09.1939, Síða 5

Vikan - 28.09.1939, Síða 5
Nr. 39, 1939 VIKAN 5 Einn giiall miOir, ieð iri-liill hár. Endurminningar Guðlaugs á Fremstafelli Þessar frásagnir hefi ég skrifað upp úr minningar- bókum gamals manns norður í Ljósavatnshreppi. Hann heitir Guðlaugur Ásmundsson, en í fimmtíu ár hefir veröldin nefnt hann Guðlaug í Fremstafelli. Þar bjó hann lengi, en hefir nú setið þar í húsmennsku, hjá dóttur sinni og tengdasyni, í elli. Fyrir fáum ár- um missti Guðlaugur konu sína, og segist hann þrá þá stund að hitta hana aftur. • hvítkollur heilagi ® dauður spói • föðurmissir • kennari og móðir • lítill drengur •• mjúksár tilfinning • nýir átthagar Foreldrar mínir byrjuðu búskap að Hofstöðum í Ljósavatnssveit, en fluttu eftir fá ár að Heiðarseli á Bárðardalsheiði, — og þar fæddist ég. Er ég var þriggja ára fluttu foreldrar mínir enn búferlum, og nú að Ófeigsstöðum í Köldukinn, og man ég þar fyrst til minna daga. Meðan foreldrar mínir bjuggu í Heiðarseli voru í húsmennsku hjá þeim roskin hjón, er hétu Helga og Jónas. Son áttu þau einn, Grím að nafni, sem verzl- aði nokkuð með sauðfé, einkum hrúta, og var kallaður Hrúta-Grímur. Hann var kunnur maður á sinni tíð í Þingeyjarsýslu. Helga, móðir Hrúta-Gríms, hafði mikið dálæti á okkur systkinunum, og kvað hafa nefnt mig hvítkoll heilaga. Ekki kvað Jónas hafa verið eins blíðlyndur og kona hans, en vinfastur og trygglyndur í bezta lagi. Einhverju sinni bar það til að vorlagi, að hann kom að hesti, sem faðir minn átti, dauðum í læk. Féllzt honum mikið til um þetta, og er hann hitti föður minn til að segja honum, hvernig komið væri, var hon- um þungt um mál. En faðir minn tók frétt- inni brosandi og kvað ekki vert að láta slíkt á sig fá: — enda hefi ég hér nokkuð upp í skaðann, mælti hann, og hélt uppi dauðum spóa, sem hann hafði fundið. Fannst Jónasi svo mikið til um þetta góð- lyndi og æðruleysi föður míns, að hann rétti honum 8 silfurspesíur, sem á þeim árum var nóg fé fyrir vænan hest. Föðurmissir. Er foreldrar mínir höfðu búið árlangt á Ófeigsstöðum dó faðir minn. Reyndi þá mjög á fyrir móður minni, þar sem efni voru lítil en ómegð mikil, fimm börn, fjór- ar stúlkur, sú elzta á ellefta ári, og svo ég. Við bættist, að mamma hafði unnað föður mínum heitt og saknaði hans sáran, þótt hún bæri missinn með skynsemi. Hún var greind kona og sjálfmenntuð nokkuð. Kenndi hún okkur systkinunum, það sem hún kunni og ól okkur upp í heitri og ein- lægri trú á guð. Er hún kenndi okkur lét hún okkur hafa orðin upp eftir sér, en las sjálf fyrir hátt. Tókst okkur ótrúlega fljótt að læra vers og bænir orðrétt og muna það í þeirri röð, sem hún las það. Sjálfsagt hefði mamma langhelzt kosið að giftast ekki aftur. En til að geta haldið saman barnahópnum réðst hún þó til nýs hjónabands og giftist ekkjumanni, Krist- jáni Jónssyni, er var föðurbróðir minn. Bjuggu þau síðan að Ófeigsstöðum í 12 Guðlaugur á Fremstafelli. ár, og lifði ég þar bernsku mína og fyrstu unglingsárin. Þess varð ég var, þótt ungur væri, að mamma unni ekki Kristjáni sem skyldi, heldur geymdi ást föður míns, sem dýrastan helgidóm til dauðadags. En hlýtt var henni til Kristjáns og vel virti hún dugnað hans og árvekni. Svipað mun Krist- jáni hafa verið farið. Hann hafði líka verið kvæntur og unnað konu sinni vel. I seinna hjónabandi eignaðist móðir mín tvö börn. Fyrsti vinur minn. Þegar ég var á sjöunda ári var mér lofað að fara í Hólsrétt, sem er örskammt sunn- an við Ófeigsstaði, þótt þrír bæir séu á milli. Reið ég aftan við Guðbjörgu systur mína, og þótti mér þetta mikil skemmti- ferð. Minnisstæðast er mér þó eitt atvik úr ferðinni. I heimleiðinni riðum við um hlað- ið á Hóh. Bar það þá til, að lítill drengur kom kjagandi neðan hlaðbrekkuna og studdi höndum á hnjákolla. Er ég leit þennan dreng varð ég snortinn einhverri velvild til hans — og svo þótti mér hann fallegur. Hann horfði á eftir okkur augna- blik, og ég leit til hliðar á hestbaki, svo að ég gæti séð hann sem lengst. Þessi drengur var Sigurður, sonur Sigurðar bónda á Hóli. Hann lifir enn, og flestir þekkja hann undir nafninu: Sigurður hreppstjóri á Halldórsstöðum. Atvikin höguðu því svo, að við fengum tækifæri til að sjást oft og kynnast vel. Vorið eftir fluttu foreldrar hans að Þóroddsstað. Fyrst framan af töluðumst við ekki við, því að báðir voru feimnir og seinteknir. En um haustið kom drengsnáði þessi með rekstur suður að Ófeigsstöðum, og þá yrt- um við fyrst hvor á annan, lékum okkur um stund og glímdum nokkrar glímur. Þar með var ísinn brotinn og þögnin rofin. Menn ættu að glíma meira en þeir gera, — en rífast ögn minna! Síðar gerðum við oft samanburð á því, sem við kunnum og reyndum að kryfja til mergjar, það sem okkur þótti torskilið. Ég var á 9. ári, þegar mér var fengið ,,kverið“ til lærdóms. Það var nýprentað Ballesarkver og í allgóðu bandi. Mátti ég sjálfur algjörlega sjá um lærdóminn, fyrir utan það, að ég var með árvekni minntur á það og gefinn nægur tími til þess. Ekki man ég til, að ég hefði nokkra óbeit á kver- inu, enda gekk mér vel sá þululærdómur. Lærði stundum heilt blað í lotu á lítilli stundu. En daginn eftir var ég búinn að tapa úr því------, og svo var nú skilning- urinn ekki á marga fiska. Friðfinnur og Guðrún hétu hjón, er þá bjuggu á Þóroddstað, á móti foreldrum Sigurðar, vinar míns. Þau hjón áttu þrjú börn: Geirfinn Trausta og Jón, og eina stúlku, er hét Vilhelmína. Var hún elzt, en Jón yngstur. Við þetta fólk féll okkur og mæta vel og var nágrenni hið bezta, svo að ætíð var af heilum hug og hlýrri vel- vild rétt hjálparhönd. Framh. á bls. 20.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.