Vikan


Vikan - 28.09.1939, Page 8

Vikan - 28.09.1939, Page 8
8 V IK A N Nr. 39, 1939 t rúmlega 12 ár hefir Bob Davis verið á *■ ferðinni fyrir blaðið New York Sun ,,til þess að sjá allt og skrifa um það, sem yður langar til.“ Bráðum hefir hann farið 2 miljónir km. og heimsótt hvern krók og kima í hinum menntaða heimi og hvar sem hann hefir verið, hefir hann eignazt vini. Fyrst bar á þessum ákafa Davis að eign- ast vini, þegar hann var kornungur setjari við blað eitt í San Francisco. Hann varð vinur allra starfs- bræðra sinni. Þar sem hann var alinn upp í smábæ, en þar þekkti hann hvern einasta mann, langaði hann til að kynnast fleirum. Hann bjó rétt hjá brunastöð einni, og vandi sig á að fara þar inn og spjalla við brunamennina. Hann kynntist einnig lög- regluþjónum héraðsins. Síðan hefir hann æfinlega leitað vin- áttu bruna-og lögreglumanna, hvar sem hann hefir búið. — Ef hús mitt brennur eða þjóf- ur brýzt inn, segir hann, — vil ég, að sá, sem kemur mér til hjálpar, sé vinur minn. Davis fékk bráðlega betra tækifæri til þess að kynnast fólki, því að hann varð skyndilega fréttaritari, en það atvikaðist þannig: Einn dag- inn sá hann baseballkappleik í fyrsta skipti. Fyrsta handrit- ið, sem hann átti að setja þetta sama kvöld, var af til- viljun skýrsla um baseball- kappleikinn. Áður en hann hafði sett 10 línur, fauk blaðið út um gluggann og fannst ekki. Bob ákvað að minnast ekkert á þetta og reyna að skrifa um kappleikinn sjálfur. Og það gerði hann. Næsta morgun sendi rit- stjórinn eftir honum. Bob bjóst auðvitað við því, að sér yrði sagt upp. En ritstjórinn sagði: — Ungi mað- ur, ef þér skrifið eins skemmtilega og þessi baseball-saga yðar er, er engin ástæða til þess fyrir yður að vera setjari. Nú verðið þér fréttaritari. Davis ferðaðist nú mikið og kynntist mörgum. Eitt kvöldið langaði hann til að heimsækja mann, sem bjó í veitingahúsi, án þess að aðrir blaðamenn vissu það. Hann símaði því til vinar síns, rafmagns- stjórans, og bað hann að slökkva Ijósin í tvær mínútur. Af tilviljun hafði hann kynnzt rafmagnsstjóranum í strætisvagni. En því fleiri mönnum, sem Davis kynnt- ist, því fleiri langaði hann til að þekkja. Hann fékk vinnu við blað í New York og kom til stórborgarinnar án þess að þekkja nokkurn mann, en daginn eftir hafði hann eignazt marga vini. Það leið ekki á löngu, áður en honum fannst sá dagur glataður, ef hann kynntist ekki einum eða tveimur mönnum. Hann hóf æfinlega samræður við þann mann, sem stóð eða sat við hlið hans í sporvagni eða lest. Til þess að létta „vinnuna“, keypti hann venjulega eitt eða tvö blöð, þegar hann fór af skrifstofunni á kvöldin. Síðan reyndi hann að koma sér við hlið þess farþegans, sem honum leizt bezt á, opnaði blaðið við nefið á honum, bað fyrirgefningar og bætti við brosandi: — Kannske þér viljið líta í blaðið? Ef sessunauturinn þakkaði og tók boð- inu, spurði Bob Davis: — Hvaða síðu vilj- ið þér sjá — íþróttir, verzlunartíðindi eða hvað? Bæði maðurinn um íþróttasíðuna, spurði Bob: — Hver haldið þér að vinni kappleikinn? Áður en þeir skildu, vissi Bob nafn mannsins, heimilisfang og stöðu. Að nokkrum mánuðum liðnum átti Davis svo stóra nafnaskrá, að honum þótti nóg um sjálfum. Enn þann dag í dag notar hann sömu aðferð í sporvögnum eða hvar sem hann fer til þess að kynnast mönn- um. Til þess að fá að vita innstu hugsanir fólksins verður hann að vekja áhuga hjá því, og það gerir hann, því að hann er svo vingjarnlegur í framkomu. Og hann á þá náðargjöf, sem góðir ræðumenn eiga sjald- an — hann veit, hvenær hann á að þegja og láta aðra tala. Enginn getur staðiztbroshans, augnaráð eða handtak hans. Það er oft þýðingarmikið að spyrja rétt. Davis hafði fengið loforð fyrir viðtali við Mussolini. Stuttu síðar var II Duce sýnt banatilræði. Samt sem áður náði Davis tali af honum og spurði: — Hvers vegna hafið þér ekki betri líf- vörð? Mussolini svaraði: — Guð verndar mig. Ég mun deyja eðlilegum dauða. Þetta varð inngangur að svo skemmtilegu viðtali, að As- sociated Press gerði Bob Da- vis að heiðursfélaga fyrir vikið. Davis hefir óumræðilega gleði af því að gera eithvað fyrir aðra. Einn daginn hitti hann gamla, gráhærða konu, sem var komin langt að til New York til þess að hlusta á Kreisler-hljómleika. Hvert einasta sæti í húsinu var skip-' að í þrjár vikur. Samt sem áður gat Bob eftir mikla fyr- irhöfn útvegað konunni stúku- sæti. Ennfremur bað hann vin sinn, Kreisler, að ganga yfir leiksviðið og hneigja sig fyrir framan stúkuna, sem konan sat í. Davis hitti Thomas Alva Edison í fyrsta skipti á skrif- stofu hans, en þangað fór hann án þess að gera boð á undan sér og sagði við einkaritara hans: — Ég hefi heyrt, að mr. Edison reykti þá verstu vindla, sem til eru. En mig lang- ar samt til að gefa honum vindil, sem er enn verri. Hann rétti Edison, sem kom inn í sömu svifum, vonda vindilinn, en uppfundningamaðurinn gaf honum í staðinn brosandi einn af sínum vindl- um, sem Bob geymir enn þann dag í dag. Þetta varð upphafið að langri vináttu. Davis finnst Edison vera sá langskemmti- legasti maður af öllum þeim þúsundum manna, sem hann hefir þekkt. Bob Davis var fyrst setjari, en þegar hann hafði 'skrifað grein í stað hand- rits, sem glatazt hafði, varð hann fréttaritari. Sem blaðamaður hefir Bob Da- vis ferðazt milljónir km. og alls staðar eignazt vini.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.