Vikan - 28.09.1939, Síða 10
10
VIKAN
Nr. 39, 1939
eiginlega erfiðleika að stríða. Strákurinn
var matvandur. Irene varð að færa hon- -
um hvern réttinn á fætur öðrum, og barn-
fóstran var svo að lokka hann til þess
að borða þá.
Irene gekk lítið eitt fram fyrir bryggj-
una og settist niður. Hjarta hennar barð-
ist ákaft. Hún var sannfærð um, að ein-
hver mundi bjóða henni í bílferð. Hún leit
niður fyrir sig. Klettarnir glitruðu af oln-
bogaskeljum. Það var hægt að hreyfa þær
í fyrsta skipti, sem þær voru snertar, en
ekki aftur. Hún strauk þeim með rauðum
fingrunum.
Tízkukonan fór fyrst.
— Auðvitað mundi hún aldrei bjóða
mér, sagði Irene og horfði vonsvikin á
eftir henni.
Feiti maðurinn og fallega konan hans,
ásamt unga manninum sólbrennda fóru
næst. Irene viðurkenndi, að hún hefði
aldrei vænzt.neins af þeim.
Ungu hjónin fóru, og móðirin gaf barn-
fóstrunni merki um að koma.
— Komdu, Peter. Við eigum að fara að
skoða einhvern kastala, sem heitir Sonnis,
kallaði barnfóstran glaðlega.
— Það hefði verið gaman, sagði Irene
og horfði á eftir þeim.
Og loks hlupu tennisstúlkurnar og kven-
læknamir upp hæðina, upp að hótelinu, eins
og þær væru hræddar um að vera skildar
eftir, og ströndin varð skyndilega auð og
mannlaus, að undantekinni Irene og ein-
hverjum manni, sem sat á kletti út í sjó
og las í bók.
Eftirvæntingin hvarf um leið og gest-
imir. Roðinn hvarf af kinnum Irene.
— Að ég skyldi láta mér detta í hug,
að nokkur færi að bjóða mér í bílferð,
hugsaði hún. — Ég held, að ég sé eitthvað
skrítin.
Hún greip um hné sér, og horfði fram
fyrir sig. Sólin var brennheit. í smá-polli,
á stærð við vasaspegil, var lítið, frekknót
síli að eltast við skuggann sinn. Klettarnir
mnnu út í ljósrauða og bláa hnullunga,
hnullungarnir út í smásteina, smásteinarn-
ir í sand, og sandurinn í sjó. Augu Irene
hvörfluðu yfir allt þetta, þangað til þau
námu staðar við manninn úti á klettinum.
Hún þekkti hann; hann sat við borðið hjá
dyrunum og las á meðan hann borðaði.
Hann var gráhærður; hann kom ekki til
greina.
Þama kom eitthvað tvennt ofan hæðina;
þau voru ung, hún sá það á léttu, f jaður-
mögnuðu göngulagi þeima, og stuttum,
ljósum baðfötunum. Þegar þau komu nær,
sá hún, að það voru ungi, sólbrenndi mað-
urinn og fallega kona feita mannsins. Þau
höfðu þá ekki farið með honum í bílferð í
þetta skipti.
Hún horfði á þau með athygli, og brosti
að leik þeirra í sjónum. Þau gætu gert
hvað sem væri í sjónum, hugsaði hún. Þau
vom eins eðlileg þar, eins og á þurru landi.
Þau voru alls staðar jafn eðlileg, hugsaði
hún.
Það varð skyndilega hljótt í vörinni.
Stúlkan flaut í sjónum og teygði út hand-
leggina, og um leið og Irene leit þangað,
laut ungi maðurinn niður og kyssti hana.
Andlit hennar fór í kaf undir vörum hans
og kom upp aftur reiðubúið til að taka við
nýjum kossi. Irene saup kveljur. Þetta var
dásamlegt — það var óbærilegt. Auk þess
var þetta ekki rétt, hún var gift. Ó, að
hún hefði ungan mann til að kyssa sig
í sjónum! Bara, að einhver vildi kyssa
hana — einhver, sem hún vildi að kyssti
sig. Það var bara enginn — nei enginn.
Enginn, sem komið gat til mála.
Hún stóð skyndilega upp. Hún gat ekki
afborið að horfa á þau lengur. Þessi stúlka
virtist geta fengið allt; eiginmann, stóran
bíl, og auk þess þennan unga, sólbrennda
mann. En Irene kærði sig ekki um eigin-
manninn, hann var ekki að skapi henna'r,
ekki hennar draumaprins.
Hún ákvað að fá sér bað. Þau mundu
vera komin upp úr þegar hún kæmi aftur.
Hún fór upp á hótel eftir sundfötunum.
Hún varð að klæða sig úr í hellisskútanum
niður við ströndina, því að mrs. Robert
mundi ekki kæra sig um, að hún færi nið-
ur eftir í baðfötunum, jafnvel þó að hún
ætti frídag.
— Halló! hrópaði matsveinninn um leið
og hann hljóp frá humarpottinum út að
eldhúsglugganum. — Alein? Vantar þig
förunaut?
— Nei, sagði Irene kuldalega. — Baðföt.
— Hún afklæddi sig í hellisskútanum.
Henni fannst hún finna lyktina af ilmvatni
því, sem tízkukonan notaði, og gretti sig.
Þegar hún laut yfir konuna við matborðið,
fannst henni ilmurinn dásamlegur, en
hérna við sjóinn virtist hann einhvern
veginn ekki eiga við. Irene varð undrandi
yfir, að hún skyldi komast að þessari nið-
urstöðu; hún hafði haldið, að góð lykt væri
alltaf góð lykt, hvar sem væri.
Hún dýfði sér rétt í sjóinn og fór svo
upp úr aftur. Það var einhver þunglyndis-
blær yfir sléttu, grænu vatninu og kyrrð-
inni, og þráin eftir ungum manni, sem
vildi kyssa hana, lá eins og farg á henni.
Skyldi nokkurn tíma ske nokkuð, hugs-
aði hún á leiðinni upp eftir.
Matsveinninn leit út um gluggann aftur.
Nærgengni hans olli henni gremju, og hún
fór upp á pósthús til að fá sér te.
Það var þægileg tilfinning að sitja í litla
garðinum og láta stjana við sig. En hún
fann, að afgreiðslustúlkan horfði á hana
í gegnum dyratjöldin og hneykslaðist á fót-
leggjum hennar og vörum.
— Hún um það, hugsaði Irene og kveikti
sér í annarri sígarettu.
Þegar hún hafði lokið við teið, fór hún
að leita að villtum jarðarberjum. Henni
létti í skapi, og hún söng á meðan hún
tíndi. Hún hélt vínrauðum berjunum hátt
út frá sér og horfði lengi á þau, áður en
hún borðaði þau. En brátt voru berin á
þrotum, og hún varð aftur hugsandi á svip-
inn.
Þá datt henni í hug að fara aftur heim
á hótelið og sækja Rough, hundinn. Hún
tók gönguprikið sitt um leið — snoturt
reyrprik með leðurlykkju til að bregða um
úlnliðinn. Hún tíndi fullt fangið af vabrian-
blómum úr limgirðingunni, og fannst hún
nú vera eins og ung og efnuð hefðarfrú
á gönguför með hundinn sinn.
Ókunnugur, ungur maður kom gangandi
upp stíginn á gúmmískóm. Roðinn þaut
fram í kinnar hennar um leið og hann
nálgaðist. Hún kastaði til höfðinu og kall-
aði: — Rough! Rough! Óþokkinn þinn!
með teprulegri röddu. En það var árang-
urslaust. Ungi maðurinn hélt áfram. Hún
horfði örvæntingarfull á eftir honum.
Hún sneri aftur niður að ströndinni.
Vindurinn var nú kaldur á bera leggi henn-
ar. Himinninn yfir sjónum var orðinn
grænn. Hún starði á hann.
— Ég vildi, að ég ætti hálsfesti með
svona litum perlum, hugsaði hún.
Það var kominn tími til að fara heim.
Hún kallaði á hundinn og gekk heim á leið
upp stíginn.
Frídagur hennar var búinn, og það hafði
ekkert skeð í þetta skipti frekar en áður.
Alls ekkert. Eftirvænting hennar, grænu
og hvítu skórnir hennar, sígarettumunn-
stykkið, gljáandi hár hennar, allt hafði
verið til einskis.
Hún gekk hægt upp stigann, inn í
svefnherbergið sitt og klæddi sig úr skart-
inu. Hún fór aftur í svarta kjólinn, svörtu
baðmullarsokkana og huldi glóandi hárið
undir felltri skýlunni. Hún batt. á sig
svuntuna um leið og hún gekk niður
stigann.
Hún hringdi borðklukkunni og tók sér
stöðu við matarlúkuna í borðstofunni á
meðan hún beið eftir því, að gestirnir
kæmu inn.
Matsveinninn beygði sig niður og horfði
í gegnum lúkugatið. Hann ranghvolfdi aug-
unum og leit með aðdáun á Irene.
Hafðu grænmetið eins heitt og þú get-
ur í kvöld, sagði Irene.
— Sjálfsagt, hvíslaði hann. — Úr því
að það ert þú, sem biður mig þess. Skemmt-
irðu þér vel í dag?
— Eins og venjulega, svaraði Irene og
tvísté.
Matsveinninn gekk glaðlega yfir að elda-
vélinni aftur. Hann var ánægður yfir, að
hún skyldi ekki hafa skemmt sér í frítím-
anum.
Gestirnir fóru að tínast inn í borðstof-
una. Feiti maðurinn leiddi konuna sína, en
ungi maðurinn gekk á eftir. Tízkukonan
gekk að miðborðinu, með allra augu á eftir
sér. Barnfóstran kom með óþekka strák-
inn í eftirdragi. Maðurinn, sem setið hafði
úti á klettinum og lesið, settist við litla
borðið hjá dyrunum og fór að lesa.
Irene stóð við lúkuna og beið eftir súp-
unni. Hún þreifaði á gullarmbandinu fyrir
ofan olnboga.. Það var þar. Snertingin
vakti hjá henni nýja von. Hún kastaði til
höfðinu og hristi lokkana. Ef til vill í næstu
viku------.