Vikan


Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 11
Nr. 39, 1939 VIKAN 11 Skáldin í þokunni Þankastrik úr Mývatnssveit. að var septemberkvöld, og þokan svo niðdimm og náttmyrkrið belgsvart. í skímunni frá bílaljósunum þyrlaðist þok- an í mökkum og hringiðusogi yfir veginn, eins og við værum að aka út úr reykjar- mekki brennandi húss. Þetta var á Mý- vatnsheiði, og nú var tekið að halla undan fæti, niður í Laxárdalinn. Ef ljóst hefði verið af degi og bjart í veðri, mundum við hafa dásamað náttúrufegurðina, víðsýnið og víði vöxnu hólmana í Laxá, sem í eðli sínu eru alíslenzkt gróðurfyrirbrigði með evrópísku yfirbragði hinnar tömdu gerfi- náttúru. En í stað þess að miklast yfir gjörðum hins skapandi máttar blótum við þokunni og náttmyrkrinu, sem birgir fyrir alla útsýn, alla víðsýni og allt, sem við vildum og gerðum okkur vonir um að sjá. Og fyrir okkur er það engin huggun eða raunabót, þó að margt búi í þokunni! Við erum fulltíða menn — og vaxnir upp úr því að trúa á huldufólk. Og þó einhver hafi einhvern tíma verið smali og séð hinar fá- ránlegustu sýnir og hlaupið lafmóður und- an heilum herskörum af forynjum og tröllum, þá er lífið löngu búið að ræna hann hæfileikanum til að sjá nokkuð í þok- unni. Trúgirnin dagar uppi í ljósi lífs- reynslunnar! Við erum komnir í byggð. Við vitum, að við höfum ekið fram hjá Helluvaði, en það grillti ekki í bæinn, — og þarna uppi á þessari hæð vitum við ennfremur að stend- ur ljósgrænt, hraunhúðað steinhús. Það er nýja íbúðarhúsið á Amarvatni. I græna húsinu á hæðinni, einhvers staðar inn í svargráum þokuveggnum, býr Sigurður skáld á Arnarvatni, maðurinn, sem orti hinn ódauðlega óð: Blessuð sértu sveitin mín, sem mun lifa og verða sunginn einna oftast allra íslenzkra ættjarðarsöngva. Kannske sefur nú þetta skáld og hvíhst eftir langan heyskapardag. Kannske situr hann uppi og yrkir kvæði. Enginn veit, hvað líður skáldunum í þokunni. Bíllinn hröklast og skröltir eftir holótt- um vegi, lengra og lengra inn í „blessaða sveitina", og í skímunni frá bílnum bregð- ur allt í einu fyrir B.-P.-benzíntank í vall- arkvos á milli útveggja tveggja torfbæja. Við erum í Álftagerði. Hversu oft leggjum við kaupstaðarbúar ekki leið okkar fram hjá benzíntank án þess að virða hann viðlits eða gefa tilveru hans nokkurn gaum. En þegar við fyrir- hittum þetta brotabrot heimsmenningar- innar, þenna fulltrúa tæknialdarinnar í bæjarsundi hálendrar afdalasveitar, rífum við upp skjáirnar eins og við hefðum rekið okkur á. Benzín, eldsvoði, sprenging — jafnvel hér, í þessari friðsælu innsveita- kyrrð var hugsanlegt, að slíkan voða gæti borið að höndum. Hér lá þá einn möskva- hnútur hinnar miklu helvoðar, sem hin verklegu vísindi hafa ofið um jörðina til að auðvelda lífið og létta erfiðleikana mann- anna börnum. Allt er þetta í góðri mein- ingu gert, og flestir vilja vel, þó að stund- um takist svo slysalega til, að furðuleg- Þura í Garði. ustu uppgötvunum og uppfinningum, sem í eðli sínu miða að því að upp rísi himna- ríki á jörðu með gnægðir og hamingju til handa hverri mannkind, sé í skjótri svipan einbeitt að því eina takmarki: að drepa menn og jafna við jörðu allt, sem þeir hafa unnið og reist úr rústum. Benzín og styrjöld! Styrjöld! Og svo þjótum við, fyrirhafnarlaust, sveit úr sveit, af því að benzínið brennur, hamið í fjötrum tækn- innar, og orka þess hagnýtt til að knýja áfram bílinn okkar, sem höktir og dúar værukært í holum hjólfaranna, rennir sér léttilega niður í lautir og lágar, brunar upp á hæðir og hryggi til að hverfa síðan niður í næstu laut. Við ökum gegnum Skútustaðatúnið, fram hjá Garði og Geiteyjarströnd, og sem leið liggur upp í Reykjahlíð. Þokunni létt- ir nokkuð meðan við ökum gegnum kjarri- vaxið hraunið. Bílljósin varpa skímu inn í úfið hraunið, og sölnandi birkihríslur og runnar rísa hátt í hillingum ljóssins og minnir umhverfið allt á skrautleg skógar- göng í vínyrkjuhéruðum Suður-Frakk- lands. Það er undravert, hve lítil tré sýn- ast stundum stór! Reykjahlíð hefir um langar aldir verið mikið höfuðból, og er svo enn. Þar er fimmbýli og bæjarhús mörg, sum ný, önn- ur forneskjuleg og gömul. Okkur er boðið í stofu og borinn yeglegur kvöldvercur. Meðal annarra krása fáum við steiktan Mývatnssilung. Þessa réttar neyttum við með alveg sérstökum hátíðleik og blessuð- um minningu þessa litla, meinhæga fisks, sem í blíðu og stríðu hefir mettað Mývetn- inga kynslóð fram af kynslóð með þeim ágætum, að Mývetningar eru taldir einna knáastir menn á landi hér, um andlegt og líkamlegt atgjörfi, því hér eru flestir hag- yrðingar, skautamenn góðir og glímumenn ágætir. Og svo vel una þeir hag sínum heima, að þaðan fiytur vart nokkur maður búferlum. Þess vegna er margbýlt á flest- um jörðum í þessari sveit. I svefnherbergi okkar eru nokkrar bæk- ur til afnota fyrir næturgesti. Þar á meðal er lúin ljóðabók eftir Jón Hinriksson, en hann var Mývetnirtgur, og á sínurn tíma nokkurs konar Páll Ólafsson þessa byggð- arlags. Af hverri opnu hinnar lúnu bókar andar vináttu, bjartsýni og velvild. Létt- vægur skáldskapur, mundu hinir lærðu bókmenntagagnrýnendur segja, — en laus við alla bölsýni og öfund. Mývetningar eru nógu gáfaðir til að vera léttlyndir. Við lesum til skiptis í heyranda hljóði ljóð þessa góðlynda skálds, sem hvarf inn í þoku dauðans fyrir fjörutíu árum, en lifir enn í kveðskap sínum á vörum sveitunga sinna. Góða nótt. Morguninn eftir standa þrír ferðalangar á rústum hins forna Reykjahlíðarbæjar, sem bráðið hraun flóði yfir og storknaði utan um árið 1729. Þá gerðust hér hin miklu undur, að bráðin hraunleðja, sem bænum grandaði, rann allt í kringum kirkjuna, en olli henni engum skemmdum. Guð varðveitti sitt hús, — en sökkti bænum fyrir Reykja- hlíðarfólkinu. Um gos þessi og jarðhrær- ingar eru til skýrslur eftir séra Jón Sæ- mundsson, er þá var prestur í Reykjahlíð. Farast honum svo orð: „Brennesteins fiallið Krafla við Mývatn, sem Anno 1724 17. Mai útkastaði af sér sandi, ösku og glóande steinum, hefir síð- an verið að brenna innan til allt til þessa dags, og jafnvel þó effectus brunans hafi ei síðan verið grjótkast né eldingar, þá uppgengur þaðan samt iðulega reykur og brennesteinsdampi í loptið, sem það for- diarfar og gjörir loftið óholt. Leirhnjúkur, sem fyrst tók að brenna 1725 11. Januarii, hefur síðan óaflátanlega brunnið og sund- ursoðnað, og það með þeim undrum, að á stuttum tíma er allt f jallið nærfellt brunn- ið og smelt í bleytu og brennestein, fyrir utan ótal hveri og brennesteinspytti, sem þar eru ífallnir. Eru þrír nefnilega for- ferdelegastir, sem ógnarlega rjúka og brenna, o. s. frv.“ Á öðrum stað segir í fornum heimildarritum frá þessari ógnar- öld frá syni séra Jóns Sæmundssonar, er hvarf að næturþeli, og menn álitu að jörð- in hefði gleypt. Og á enn öðrum stað segir frá kúasmala, er „féll niður um þá brunnu Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.