Vikan


Vikan - 28.09.1939, Qupperneq 20

Vikan - 28.09.1939, Qupperneq 20
20 VIK AN Nr. 39, 1939 SKÓLABLAÐIÐ. BARNASAGA. Hörður fann upp á þessu. — Við gef- um út skólablað, sagði hann — og svo gáfum við út skólablað. Við, það voru Hörður, Valdemar og ég. Annars heiti ég Theódór, en ég get ekkert gert að því, vegna þess að ég var svo lítill þegar ég var skírður, að ég gat ekki and- mælt. Við fórum til skólastjórans og báðum um leyfi. Það fengum við. Síðan bjuggum við til fjölrita. Við keyptum 100 grömm af perlulími, 235 grömm af glyceríni og 25 grömm af smámuldum postulínsleiri. Þar að auki keyptum við eina flösku af fjöl- ritableki. Límið leystum við upp í heitu vatni. Á meðan við hrærðum í líminu, bætt- um við glycerini og síðan postulínsleiri í það. Þegar það var orðið kalt, helltum við því í ferstrent kassalok, en þar harðnaði það. Þá var f jölritinn tilbúinn. — Jæja, þá er prentsmiðjan í lagi, sagði Hörður. — Nú vantar okkur bara efni í blaðið. Sko, ég verð ritstjóri og skrifa for- ystugreinar. Hvað segið þið um „Eigum við að fá vasapeninga?“ Þetta er ágætt efni, sem má deila um. Okkur fannst hugmyndin góð. Þegar við höfðum rætt fram og aftur um málið, skiptum við með okkur vinnunni. Hörður átti þá að skrifa forystugreinarnar. Valde- mar átti að safna skrítlum og teikna í blaðið. Ég átti að sjá um fréttir. Við út- bjuggum nú ágætt blað, sem við fjölrit- uðum í 50 eintökum. Blaðið var f jórar stíla- bókarsíður og kostaði fimm aura. Við kölluðum það „Röskir drengir". Fjölritunin misheppnaðist dálítið. Síðar komumst við að því, að það var okkur sjálfum að kenna. Við höfðum ekki tekið í burtu blöðrurnar, sem mynduðust þegar gumsinu var hellt yfir kassalokið. Blaðið varð því sóðalegt. Orðin voru skökk, suma stafi vantaði alveg og þar að auki voru klessur hér og þar. — Jæja, allt í langi, sagði Hörður. — Efnið er gott. Nú verðum við bara að aug- lýsa nóg. Það var auðvitað rétt. Valdemar teikn- aði auglýsingarnar. Við festum þær á skólahliðið. Hin fyrstá hljóðaði þannig: — Eftir hverju bíða röskir drengir? Á annarri, sem kom næsta dag, stóð: — Auðvitað eftir nýja skólablaðinu. Og á þeirri þriðju: — Á morgun kemur skólablaðið. En þegar við komum daginn eftir í skól- ann með allt upplagið undir handleggnum, urðum við þrumu lostnir af undrun. Strák- arnir stóðu allir með skólablað. Á hliðinu hékk auglýsing: — Kaupið og lesið skóla- blaðið „Við“. Við sáum fljótlega, hvernig í öllu lá. Bolli, strákur úr þriðja bekk, hafði ekki einungis stolið hugmyndinni frá okkur, heldur auglýsingunum og orðið fyrri til en við. Allir strákarnir höfðu keypt blaðið, sem var annars laglega vélritað. En efnið var úr gömlum bamablöðum. — Þvílíkur þorpari, sagði Valdemar. — Hvað eigum við að gera. — Við tökum í hann, sagði Hörður. — En annars er það ekki til neins. Mér datt snjallræði í hug. — Gerið eins og ég, kallaði ég og skipti upplaginu á milli okkar. Síðan hentist ég um skólaportið og hrópaði: — Önnur útgáfa skólablaðsins! Lesið nýjustu fréttir! Þannig gátum við selt flest blöðin. En — Jasja, þá er prentsmiðjan í lagi, sagði Hörð- ur. — Nú vantar okkur bara efni í blaðið. kaupendurnir settu mikið út á prentvill- umar. Þegar skólinn var úti, sátum við um Bolla og réðumst á hann á heimleiðinni. — Þú ert ræfill, sagði Hörður og barði hann duglega. — Æ! æ! veinaði Bolh. — Nei, alls ekki, ég bað skólastjóra um leyfi til að gefa út skólablað. Hann hefir bara gleymt því. Ekki get ég gert að því, þó að þið vilduð líka gefa út skólablað. Þið hafði stolið minni hugmynd. — Jæja, sagði Hörður. — En þú hefir að minnsta kosti stolið auglýsingunum okkar. Þetta er ólöglegt. Við stefnum þér fyrir þetta. Bolli varð hræddur. Hann vissi, að hann hafði á röngu að standa. — Mér er sama, sagði hann. — Eg hætti, því að strákarnir voru óánægðir með efnið. Enn datt mér snjallræði í hug. Eg spurði: — Vélritaðir þú sjálfur blaðið ? — Já, svaraði Bolli. — Á ritvélina hans pabba. — Gott, sagði ég. — Þú ert svindlari, en við erum fínir menn. Okkur vantar pressu. Fjölritinn okkar er svo vondur. Strákarnir kvarta yfir frágangi blaðsins. Viltu vera hluthafi í blaðinu og sjá um prentunina. Við sjáum um efnið, og blaðið verður ágætt. Já, Bolli var til í það. Þetta endaði allt friðsamlega. Við bræddum skólablöðin saman og kölluðum þau „Við, röskir dreng- ir“. Ritstjórnina sáum við um, en Bolli um prentunina. Blaðið var prýðilegt í alla staði. Við höfðum ánægju af því í marga mán- uði. Við seldum strák fjölritann á 50 aura. Hann hafði mikla ánægju af honum, því að hann gat lagfært hann og græddi stórfé á að fjölrita tækifærisvísur fyrir fjölskyldu sína. Þið getið sjálf reynt að búa til fjölrita, en varið ykkur á blöðrunum! EINN GAMALL MAÐUR, MEÐ GRÁ-HVÍTT HÁR. Framh. af bls. 5. Fyrsta ástin. Okkur Geirfinni Trausta féll vel saman og vorum góðkunningjar, þótt ekki væri með okkur jafnmikil vinátta og okkur Sig- urði. Vilhelmína var tveim árum eldri en ég. Hún var fríð sýnum, fjörug og skemmtileg í viðmóti. Frá henni varð ég fyrir ásthrifum í fyrsta sinni. Man ég, hvað mér fannst sú tilfinning mjúksár og unaðsleg. Var ég þá á fermingaraldri. Auðvitað lét ég hvorki hana né nokkum annan af þessu vita, en fól þessa ótíma- bæru fyrirburðarást mína í fylgsnum hjartans, dulda af öllum, unz hún máðist út í mínu eigin þrekleysi. Þó minnist ég enn þessara daga sem heilags æfintýris og geymi mynd hinnar tígulegu meyjar í hug mínum .. . Þjóðhátíðarvorið 1874 flutti móðir mín og stjúpfaðir búferlum frá Ófeigsstöðum upp að Stöng á Mývatnsheiði. Það er frem- ur lítil jörð og ekki skemmtileg — byggð úr Gautlanda-landi. Heldur þótti mér einmanalegt eftir að ég kom að Stöng. Þaðan var langt til bæja og fátt um gesti. Brá mér við þéttbýlið og glaðværar gestkomur, enda var ég nú að komast á þann aldur, er útþráin tekur að gera vart við sig og þolir illa að kröfur hennar séu ekki teknar til greina. Efna- lega fór okkur þó að líða betur. Reyndist sauðfé hér betur, því að landkjarni er á heiðinni og góður ásauðum til mjólkur. Hér var og hægara um aðdrætti með egg og silung, sem hvorttveggja var hægt að fá á veiðibæjum við Mývatn við vægu verði. Afréttarland var og gott, þótt fjall- göngur væru erfiðar. Nú fór og vinnu- kraftur á heimilinu óðum vaxandi, er við systkinin uxum og döfnuðum. En fljótt „riðu systur mínar úr hlaði“ og gengu í hjónaband. S. B.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.