Vikan - 09.11.1939, Síða 4
4
VIK A N
Nr. 45, 1939
Njáluhöfundar á Austurlandi. Á þessu lítil-
ræði hefir hr. Johnson ekki varað sig. Hefði
honum þó verið vorkunarlaust að vita það,
að sömu rannsóknarreglur verða að gilda
um matið á staðþekkingu Njáluhöfundar
í Rangár- og Múlaþingi.
Hr. Johnson hneykslast mjög á því, að
ég telji það vera ,,ritvillu“, er í Njáluhand-
ritum stendur um för Flosa frá Krossa-
vík, að hann hafi farið „norður til Vopna-
fjarðar". Ég ætla nú samt að leyfa mér
að halda fast við þá skoðun. Af ferðasögu
Flosa má sjá, svo ekki verður um villzt,
að Njáluhöfundur veit fyllstu skil á því,
að Krossavík er í Vopnafirði. Hvernig
mætti hann þá hafa komizt svo að orði,
að Flosi færi frá Krossavík norður til
Vopnafjarðar? Auk þess stendur með
skýrum stöfum í einhverju bezta hand-
ritinu af Njálssögu hinn rétti leshátt-
ur:
„Þaðan fór Flosi norðan úr Vopnafirði".
Hefir það sýnilega villt Johnson, að þau
eru fleiri handritin, sem hafa rangfærsl-
una. Færi óneitanlega betur á því, að þeir,
sem fást við fræðistörf gættu þess, að
vitnisburður heimildar verður eigi meira
virði, þótt hann sé margsinnis endurritað-
ur. —
Skal svo látið útrætt um „röksemda-
færslu“ hr. Johnsons. Hingað til hefir
fræðimönnum komið mæta vel saman um
það, að staðþekking Njáluhöfundar á
Austurlandi sé ágæt og langt um öruggari
en sunnan lands. Útfrá þeirri forsendu dró
hinn ágæti vísindamaður dr. Guðbrandur
Vigfússon þá ályktun, að Njáluhöfundur
hefði búið á Austurlandi. Sigurður forn-
fræðingur Vigfússon hefir einnig náið at-
hugað staðháttalýsinguna í ferðasögu
Flosa og komizt að þeirri niðurstöðu, að
hún væri „öll rétt, að því er séð verður
og vel og skilmerkilega frá sagt“. Hr. John-
son getur þessara ummæla í grein sinni og
lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að slá
því föstu: ,,að Sigurður hafi ekkert at-
hugað það, hvernig átti að ferðast milli
byggðarlaga og bæja svo eðlilegt væri“.
Ennfremur segir hann, að Sigurður eigi
„sýnilega við það, að höfuðdrættir leiðar-
innar eru réttir, — Fljótsdalur—Njarðvík
—Vopnafjörður—Fljótsdalur.“ Sigurður
tekur það þó skýrt fram, að hann eigi við
ferðalýsinguna í heild sinni, þar eð hann
segir, að hún sé „öll rétt“. Má af þessum
vafningum hr. Johnsons ráða, að honum
finnist það vanta á hjá Sigurði, að hann
geti sér til um ýmsar aðstæður við för
Flosa, sem ekkert verður vitað um og
gagnrýni síðan ferðasöguna á þeim grund-
velh. Frásögn Njáluhöfundar gefur enga
átyllu til þeirrar skoðunar, að Flosi ferðist
öðruvísi um Múlaþing en „eðlilegt væri.“
Einmitt á þetta atriði leggur Sigurður
fornfræðingur áherzlu í umsögn sinni. Að
sjálfsögðu var honum það ljóst, svo sem
ðllum öðrum sæmilega vitibornum mönn-
um, að fleira getur ráðið vegavali á ferða-
lagi en skemmsta leiðin milli viðkomu-
staða.
111111111111111111111111111
iimi
imiinitiiiKnuiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimmiiuiiimiiiiiiiiiiuiiiiii'^
Stefán Jónsson:
Sá uppsker ei stundum, sem erjaði og sáði,
— á akrinum verður oft tjón. —
Sú sorgarfregn heim til mín nýlega náði,
að nú sé hann látinn, hann Jón.
Hann Jón bar ei hátt þess, sem lofar og lofar
og liðstyrk í þjóðmálum fékk,
en virðingatröppurnar ofar og ofar
hjá ýmsum flokkum hann gekk.
Hann Jón greiddi vel sínar skuldir og skatta,
og var skínandi fríður í sjón.
Menn þrifu með lotningu húfur og hatta
af höfði, er sáu þeir Jón.
Hans andlit var slétt og í öllu hans fasi
var eitthvað svo höfðingleg ró,
að menn töldu öruggt, sem anda í glasi,
það eðli, er með honum bjó.
En smá-skratti sat þó um sál hans í leyni,
í sátt við hans yfirborð glæst,
og hjarta Jóns gerði að húsi úr steini,
svo hjartað var upp frá því læst.
Þótt grönnunum dyldist — það daglega skeði
með dulúð hann sálina fann.
Á einveru stundunum glöð mjög í geði
hún gekk og til fundar við hann.
I lokuðu hjartanu hólpin þau sátu
og hófu þar tröllslegan dans.
Þau slógu upp veizlu og illkvittin átu
þar æru hvers samferðamanns.
Og svo þegar lífið við líkamann @kildi,
og lokið var störfunum hér,
með sálinni smá-skrattinn sítryggur fylgdi
og sagði: „Þú kemur með mér.“
Án forms og án efnis um loftið þau liðu
og leyndust því mannanna sjón.
Og glottandi kistunni klofvega riðu
í kórnum, er grafinn var Jón.
Og smá-skrattinn sagði: — I einingu andans
við átt höfum samleið um skeið
og þess vegna sanngjarnt mér finnst að til fjandans
eg fylgi þér beinustu leið.
Já, víst er það mörgum, sem varð á að þoka
af veginum rétta — til tjóns.
En sjá, það var angi af sjálfbirgingshroka,
er settist í hjartað hans Jóns.
'u
laiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinifi ll■llllll■lllll■■lll ii
iiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiii«iiiiii*iliaiiiiiiiitilliiiiiiiiiiiitiiiiilltiiiiiiiiiiiiiiiiv'»*
i ■ i ■ ■ ■■ ■ ■ i ii ■ ■ ■ ■ ■ ■ i ■ ■ iii ■ ■ i ■ ■ ■ i ■ ■ ■ ■ ■ ■ i ■ ■ ■ ■ i ■ ■ i ■ i ■ 111 ■ 1111
iiiiimiiMiiiiriiiiinmimiiiiiiiiimiiimiiiiMiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiminiiiiiiiimiiimiiiMiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii