Vikan


Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 5

Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 5
Nr. 45, 1939 VIK A N 5 ÍSLENZKIR ÁHRIFAMENN Hinn fallni dux! Samtal við Brynjólf Stefánsson, forstjóra Sjóvátryggingarfélags íslands. að þóttu lítil tíðindi, er þeim Sela- lækjarhjónunum, Stefáni og Guð- ríði, fæddist sonur 1. sept. 1896. En sjálfum fannst þeim, að þau hefðu him- ininn höndum tekið. Það finnst öllum .for- eldrum, sem vilja eiga börn. Og þegar drenghnokkinn fór að hjala í rúmhorninu, leit móðirin oft spyrjandi á reifastrang- ann sinn og hugsaði með sjálfri sér: — Hvemig skyldi nú rætast úr þér með aldr- inum? Er hún var í góðu skapi kjáði hún framan í barnið og talaði upphátt um framtíð þess, ef enginn heyrði til. Stefán hugsaði hið sama, en þagði. Drengurinn óx, en lítið, og varð rauð- hærður. Það gerði honum ekkert til. En brátt þótti bera á því, að hann ætti hægt um nám og eiginlega reyndist hann bók- lestrinum betur en snúningum og erviðis- vinnu á heimili foreldra sinna. Þess vegna var þáð ráð tekið að setja hann til náms, þrátt fyrir lítil efni og fulla þörf á vinnu- krafti hans heima fyrir. Og árin liðu. Nú heitir strákurinn Brynjólfur Stefánsson, forstjóri Sjóvátryggingarfélags Islands. Það er fínt nafn, og menn segja það með virðingu. — Hvenær komuð þér fyrst til Reykja- vikur? — Haustið 1910, er ég tók inntökupróf i 1. bekk Menntaskólans. Frá skólaárum mínum öllum á ég margar og skemmti- legar endurminningar, en hugstæðast er mér þó ávallt atvik frá inntökuprófinu, sem nú er orðið skólaþjóðsaga og eignuð ýmsum. Eg var þá alls kostar ófróður um skólagöngu og próf og hafði satt að segja verið vondaufur um að komast upp. En þegar til kastanna kom, fannst mér þetta ganga furðanlega. Ég var því sæmilega ánægður með sjálfan mig, er ég kom upp í skóla nokkru áður en lesa átti úrslita- einkunnir inntökuprófsins. Beið ég á göng- unum og lét lítið yfir mér, er til mín kom ungur kennari, sem mér hafði geðjazt svo ágætlega að, og spurði um nafn mitt. Er ég hafði sagt honum allt af létta um mína hagi, trúði hann mér fyrir því, að ég væri dux (hæstur). Býst ég við að hafa orðið heldur aulalegur á svipinn, því að ég hafði enga hugmynd um, hvað þetta orð þýddi, en fannst á hinn bóginn ótækt að láta kennarann vita um þessa fáfræði mína. Þama á göngunum voru staddir nokkrir piltar úr efri bekkjum skólans, og datt mér sízt í hug, að þeir væru hingað komn- ir í þeim lúalega tilgangi að henda gaman að nýsveinunum. Ákvað ég því að spyrja einhvern þeirra um það, hvað þetta orð þýddi. Það var Valgeir Björnsson, nú bæj- arverkfræðingur, sem ég sneri mér til. Hann svaraði mér engu, en spurði mig all- háðslega, hvort ég hefði orðið fyrir þess- ari ógæfu, auminginn. Og er ég játti þessu, Brynjólfur Stefánsson. trúði hann mér fyrir því, að það þýddi, nánast tiltekið, það, að ég hefði kolfallið með mestu háðung. Þessu næst kallaði hann á nokkra félaga sína og segir þeim, sorgbitinn, hvernig komið sé fyrir mér, og til að bæta úr sárustu vonsvikunum, verði þeir að ,,tollera“ mig. Þá kom nú önnur útlenzkan til. En mér varð fljótt ljóst, hvað það þýddi, því að það var svo verklegt, er þeir tóku mig sex saman og endasentu mér upp í loftið hvað eftir ann- að. — Þetta er gamall skólasiður. — En brátt rættist þó úr raunum mínum, því að sem betur fór, fékk ég skömmu síðar að vita, að Valgeir og félagar hans höfðu verið að henda að mér græzkulaust gaman. — Við hvaða námsgreinar féll yður bezt í upphafi skólanámsins ? — Hugur minn hafði alltaf hneigzt einna mest að stærðfræði, og í neðri bekkj- um Menntaskólans var ég þegar staðráð- inn í að nema verkfræði, ef þess væri nokk- ur kostur. Þessari ákvörðun minni hélt ég út skólann og innritaðist í Verkfræði- deild Hafnarháskóla haustið 1916. Næsta vetur lauk ég heimspekiprófinu og eins konar inntökuprófi í Verkfræðideildina. Allra hluta vegna og þó sérstaklega fjár- hagsins vegna var mér nauðsynlegt að komast heim þá um sumarið. En það var ekki hægt um vik, því að þetta var á stríðs- árunum, og engar siglingar á milli íslands og Danmerkur þetta sumar. Heppnin var þó með mér í þetta skipti, því að af hend- ingu rakst ég á íslenzka sjómenn, sem voru í þann veginn að fara heim með nýjan mótorbát. Fékk ég far með bátnum, en sú ferð tók 24 sólarhringa, enda varð að fara á seglum mest alla leiðina. Síðan, og einkum síðustu ár, hefi ég oft farið milli Islands og meginlandsins, og mér finnast skipin ávallt of sein í förum, og ferðin taki of langan tíma. En er mér verður hugsað til mótorbátsins og þeirra 24 sólarhringa, sem við vorum að velkjast með honum yfir hafið, þá léttir mér ömurleikinn, og ég sannfærðist um, að heiminum fari fram. — Og hvernig komust þér svo utan aft- ur, úr því að engar skipaferðir voru þá á milli þessara landa? — Það ætlaði nú ekki að ganga greitt. Eina skipið, sem fór héðan þetta haust til Hafnar, var Islands Falk. Það tók nokkra farþega og námsmenn, en nýju stúdent- arnir voru látnir ganga fyrir, og galt ég nú þess að hafa flækzt heim um sumarið. Bjóst ég því við að verða að hafa hér vetursetu og innritaði mig í læknadeild Háskólans. Á síðasta andartaki breyttist þetta þó þannig, að ég fékk far, senni- lega til gæfu fyrir sjálfan mig og þó lík- lega ekki síður íslenzka sjúklinga. Ég get ímyndað mér, að ég hefði orðið með af- brigðum lélegur læknir. — Og hélduð þér þá áfram verkfræði- náminu, þegar þér komuð til Hafnar? — Já, næstu ár. Vorið 1919 lauk ég fyrri-hluta-prófi í verkfræði, en árið eftir var Garðsstyrkurinn búinn og skorti mig þá fé til að halda áfram námi. Fór ég því heim og var hér við önnur störf þang- að til haustið 1921, að ég fékk ríkisstyrk til framhaldsnáms, og lét ég þá ekki standa á mér að fara. Meðan ég var heima höfðu ýmsir eggjað mig á að leggja stund á tryggingarfræði, þar sem hér væri enginn maður með þeirri sérmenntun. Og það varð úr, að ég byrjaði að lesa trygging- arfræði haustið 1921 í stað þess að ljúka verkfræðinámi mínu, sem ég var kominn svo vel á veg með. Vorið 1927 lauk ég meistaraprófi í þessum fræðum og kom alkominn heim eftir að hafa dvalið nokk- urn tíma í Stokkhólmi að afloknu prófi. Ég hafði þá setið á skólabekk í 17 ár. Á þeim árum hafði ég telft mikið. Það er hljóð og prúð skemmtun. Einu sinni mun- aði ekki nema einum, að ég yrði Danmerk- ur-meistari. En það varð þó ekki! — Hvað tókuð þér yður fyrir hendur, þegar þér komuð heim? — Ég komst þá strax í þjónustu Sjó- vátryggingarfélags íslands og hefi verið þar síðan. Fyrst var ég skrifstofustjóri, en síðan forstjóri þess, þegar Axel Tuliníus lét af störfum, 1933. Framh. á bis. 20.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.