Vikan - 09.11.1939, Síða 6
6
VIKAN
Nr. 45, 1939
DODGE CITy
paradís stjórníeysingja.
Dodge City var frægasti, ameríski sléttubærinn
um 1870, og er sögu hans lýst hér í nýrri litmynd
A merískar kvikmyndir f jalla nú mest
um hið glæsilega líf í hinum nýju,
vestlægu ríkjum á síðara helming síðast-
liðinnar aldar. Ein af hinum nýju kvik-
myndum heitir „Dodge City“. Þetta er
reglulegur skammbyssu-sorg-
arleikur, sem mikil alúð hefir
verið lögð við. Kvikmyndin er
látin gerast í ákveðnum ný-
byggjabæ, þar sem verstu
menirnir í öllum Vesturríkj-
unum búa, og þar er gert út
um öll vafasöm mál með
skammbyssu á staðnum. —
Myndin sýnir, hvernig einn
maður rekur óvinina á flótta
með aðstoð vina sinna.
Dodge City er til og hefir
miðlungi gott orð á sér. Bær-
inn lá í miðju vísundaveiði-
héraði, en tók fyrst að blómg-
ast verulega þegar fyrsta
járnbrautin var lögð þar. Um
leið og járnbrautin var full-
gerð streymdu alls konar
falsarar og þjófar til bæjar-
ins og settust þar að, svo að
það leið ekki á löngu áður en
Dodge City varð illræmdasti
bærinn í Vesturríkjunum.
Annars vegnaði ekki öllum,
nýjum bæjum vel. Þegar fólk
tók að streyma til hinna
óbyggðu héraða fylgdu „lóða-
spekúlantar“ á eftir þeim. Á
fyrra helming nítjándu ald-
arinnar, þegar fljót og skurðir voru aðal-
samgöngutækin, var auðvelt fyrir gróða-
brallarana að sjá, hvar bæirn'r myndu
standa og þeir gátu keypt lönd eftir því.
En með járnbrautunum risu upp ný við-
Olivia de Havilland leikur aðalkvenhlutverkið í
„Dodge City“.
fangsefni. Þegar járnbrautarteinarnir lágu
alls staðar, var ómögulegt að reikna út,
hvar fólk settist að í bæjum.
En eins og venjulega reyndu braskar-
arnir að hagræða forlögunum. Eftir 1873
urðu slétturnar þaktar bæjum. Allir bjugg-
ust við, að „þeirra bær“ yrði stærstur og
í kringum hann yrði mikil akuryrkja.
Kirkjur átti að reisa, stór verzlunarhús
áttu að freista bændanna og verksmiðjur
Errol Plynn sem Wade Hatton,
maðurinn, sem tekur að sér að
hreinsa til í Dodge City.
Cowboys reka nautahjarðir yfir stórar sléttur til Dodge City, þar sem verstu
mennimir í Vesturríkjunum bjuggu og voru ávallt með skammbyssurnar á
lofti. Atriði úr „Dodge City“.