Vikan


Vikan - 09.11.1939, Page 9

Vikan - 09.11.1939, Page 9
Nr. 45, 1939 VIKAN 9 Warwick hlammaði sér ofan í stól við hliðina á mér, lyfti upp brot- unum í buxunum, og klappaði á hnéð á mér um leið og hann hallaði sér að mér. — Þú manst eftir sögunni um Mend- ingham, sem þú sagðir mér? spurði hann. Ég kinkaði kolli. Það var ekki líklegt, að ég gleymdi henni fyrst um sinn. — Hérna er ein, sem er ekki síðri. Ég hefi hana sem sagt beint af vörum kven- mannsins — og það er engin barnasaga. Ég mjakaði mér fjær í stólnum, því að það var blátt áfram hræfuglahlakk í rómn- Oscar Cook: Hvar er um, þegar hann minntist á kvenmanninn í sögunni. En það er ómögulegt að stöðva Warwick, þegar hann þykist hafa góða sögu að segja, — hann er algerlega blygð- unarlaus í þeim sökum. Ég bað því um tvö glös af víni, og þegar búið var að skenkja okkur og við orðnir einir, bað ég hann að byrja á þessari saurugu sögu sinni. — Það er blóðug saga, byrjaði hann, — um tvo jarðeigendur, sem ráku félags- bú inni í miðri Borneo, — og eins og vana- lega er kvenmaður þriðji aðilji. — Sú, sem þú nefndir áðan? spurði ég. — Einmitt, svaraði hann. — Stæðileg, gullfext hryssa, aðeins eru nú grá hár far- in að gera vart við sig í faxinu og stórt, blátt ör hefir hún allt í kringum hálsinn. Hún var kona Leopolds Thring. Þriðja hornið í þríhyrningnum er Clifford Macy. — Og hver er þinn þáttur í sögunni? spurði ég. Warwick lokaði augunum og herpti sam- an varirnar. — Þáttur sögumannsins, sagði War- wick spaklega. Svo varð hann aftur kald- hæðinn. — Hryssan er búin að vera, en út af einhverjum heimskulegum trúargrill- um finnst henni hún verða að lifa áfram. Ég keypti söguna, eftir að ég hafði sann- prófað hana. Á ég að halda áfram? Ég kinkaði kolh, því að ég verð að játa, að forvitni mín var vakin. Hinn eilífi þrí- hyrningur er alltaf heillandi, og þegar vet- vangurinn er frumskógar Borneo, er von til þess, að atburðarásin verði óvenjulega spennandi. Auk þess sagði örið sitt. — Mennirnir áttu í félagi tilraunabú langt inn í landi. Þeir höfðu verið þar í sex ár og voru að því komnir að upp- skera ríkulega launin fyrir erfiði sitt. Svo hafði viljað til, að Macy hafði verið óslitið í þessi sex ár á búgarðinum — og erfiðið var farið að taka á hann. Thring hafði á hinn bóginn farið heim fyrir hálfu öðru ári, og komið aftur með brúði sína, Rónu. Það var upphafið að öllu saman. Það eyðilagði sambúðina. Varð til þess að byggja þurfti nýtt hús. — Handa Macy? spurði ég. — Já, og hann tók því ekkert vel. Hann hafði orðið þrjózkufullur og einþykkur á þessum sex árum. Og svo var það einver- an, svona nótt eftir nótt, á meðan þau hjónin — þú skilur? Ég kinkaði kolli. — Nú, já, sagði Warwick, — það fór eins og vænta mátti. Macy daðraði og gerði sér dátt við Rónu, og varð svo bál- skotinn. Hann var einn af þessum mönn- um, sem aldrei eru hálfvolgir. Ef hann drakk, þá drakk hann sig útúrfullan. Ef hann unni, þá unni hann heitt, og ef hann Sem svar bauð ég honum sígarettu, fékk mér sjálfur aðra og kveikti í hjá honum. — Ennþá hefir þú ekki, þrátt fyrir alla blaðamennskusnilli þína, komizt út af troðnum slóðum. Geturðu ekki betur? Hann brosti, blés út úr sér reykjarstrók og klappaði mér á hnéð. — Kaldhæðni þín, sagði hann, — dylur illa forvitnina. Þú brennur í raun og veru í skinninu eftir að heyra endirinn. Ég svaraði ekki, og hann hélt áfram: Jæja, málið gekk sinn gang, þangað til Róna var ekki orðin annað en skuggi af sjálfri sér. Thring vildi senda hana heim, en hún vildi ekki fara. Hún gat ekki skilið við elskhuga sinn, og hún þorði ekki að skilja þá eftir tvo eina. Hún var hrædd, — dauðhrædd. kvenmaðurinn? hataði — nú, þá var eldum helvítis sleppt lausum. — Og — frú Thring? spurði ég. — Datt niður á milli tveggja stólpa — eins og vissri tegund af kvenfólki er svo gjarnt á. Hún byrjaði á því að vera vin- gjarnleg — þú þekkir það — til að gleðja einstæðinginn, leiddist út í hinn eilífa dað- urleik kvenfólksins, og varð svo brátt smeik við eldinn, sem hún hafði tendrað. Of seint sá hún, að hún gat ekki slökkt það bál — hvorki í sjálfri sér eða Macy — jafnframt flýði hún á náðir trúarlegra bábilja og hindurvitna. Thring var að mörgu leyti geðfelldur maður, en jafnframt var hann haldinn af djúpri tilhneigingu til afbrýðisemi. Hann var hka mjög greiðvikinn. Hann hefði ekki getað neitað manni um síðustu skyrtuna sína. En ef hann fann, að gengið var á rétt sinn og — nú, hann var óbrotinn mað- ur með frumstæðar tilfinningar og skoð- anir. Róna sá brátt, að leikur hennar var að verða henni ofviða. Hún var ekki dul í skapi, og Thring fór að gruna, að ekki væri allt með felldu. Hún gat ekki hræsn- að, og Macy gerði sér ekkert far um að dylja tilfinningar sínar. Hann gerði henni ekki auðveldara fyrir, og ég get ímyndað mér af því, sem kvenmaðurinn sagði mér, að líf hennar hafi um þessar mundir verið einskonar dýrðlegt helvíti, — tortrygginn eiginmaður á aðra hönd og ofsafenginn, ófyrirleitinn elskhugi á hina. Hún hfði sem í stöðugri návist við púðurtunnu. — Sem gat sprungið á hverri stundu, sagði ég. Warwick kinkaði kolli. — Einmitt, eða öllu heldur, hvenær sem Thring kærði sig um að kveikja í henni. Hann hafði gang málanna á sínu valdi. Það var gamla sag- an, en hér gerðist hún í frumstæðu landi með óteljandi möguleikum. Þú skilur, við hvað ég á? Macy lagði æ minni hemil á ástleitni sína. Thring var á verði alltaf þegar hann gat. Svo komu langir regndagar, sem tóku mjög á taugarnar, og hinn óumflýjanlegi árekstur á milli Rónu og Thring — hrein- ustu smámunir, en nóg til þess að lyfta af lokinu. Hann bar á hana — — Og hún? gat ég ekki stillt mig um að spyrja, því að það verð ég að játa, að Warwick hafði sérstakt lag á að æsa upp forvitnina. — Hún játaði í bræði sinni allt saman. — Og Thring? spurði ég. Warwick tæmdi glasið sitt. — Það er undarlegasti kaflinn í allri sögunni, svaraði hann. — Thring tók því eins og lamb. — Lamaður af þessu óvænta höggi? spurði ég. — Það hélt Róna, þ. e. a. s. Macy hélt það, þegar Róna sagði honum, hvað skeð hefði. I raun og veru hlýtur hann að hafa verið á barmi brjálæðis — logandi bál hefnigirninnar, sem haldið var í skefjum af djöfullegri kænsku: Hann beið. Rifrildi eða bardagi hefðu óhjákvæmilega fært Macy sigur. Fyrr eða síðar myndi hans tími koma. Á meðan ríkti lognið — und- anfari stormsins. — Svo gripu örlögin, eins og oft vill verða, í taumana. Macy veiktist af mal- aríu — varð fárveikur, — svo að jafnvel Thring varð að viðurkenna nauðsyn þess, að Róna hjúkraði honum dag og nótt að heita mátti. Bati Macy var alveg undir umhyggju hennar kominn, og undir öllum kringumstæðum hlaut hann að eiga mjög langt í land. Að lokum veiktist Róna líka, af ofþreytu, og nú hafði Thring þau bæði á valdi sínu. Þetta var betra tækifæri en hann hafði nokkurn tíma getað skapað sjálfur, — það skildi elskendurna að, og gaf honum algert vald yfir þeim. Tími hefndarinnar var auðsjáanlega kominn. Regntíminn var liðinn hjá, vetur frum-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.