Vikan


Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 10

Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 10
10 VIKAN Nr. 45, 1939 skóganna var liðinn og vorið fór í hönd. Nýgræðingnum skaut upp, og samtímis var allur iðandi og skríðandi skordýra- heimur frumskóganna í óseðjandi, gráð- ugri grózku. Þetta gaf Thring drög að ein- hverri þeirri djöfullegustu hugmynd, sem mannlegur heili hefir nokkurn tíma skap- að. Warwick þagnaði, á meðan hann drap í leifunum af sígarettunni, og ég sá, að jafnvel hann sjálfur var ekki ósnortinn af frásögninni, svo að ég bjó mig sem bezt ég gat undir það versta. — Á Borneo lifir eins konar risa-eyrna- maðkur, hélt hann áfram, — skyldur enska eymamaðkinum, — sem er eins mjór og köngulóarþráður og á lengd við stóran kálmaðk og lifir á alls konar merg- eða vaxkenndum úrgangi jurta og dýra. Þessi maðkur er ein af ógnum þessarar hitabeltiseyjar, því að hann er svo léttur, að maður finnur naumast, þó að hann skríði eftir beru holdi, en hefir hinsvegar, eins og hinn enski bróðir hans, sérstak- lega ást á mannseyranu, sennilega vegna þess, að mergurinn í því er sérstaklega safaríkur og bragðsterkur. Warwick sat uppréttur og á blábrún hægindastólsins á meðan á þessum skýr- ingum stóð. Hann talaði hægt og gaf hverju einstöku atriði aukna áherzlu með því að slá sífellt með krepptum hnefa hægri handar í flatan lófa vinstri handar. Það var ómögulegt að komast hjá því að sjá, hvert hann stefndi með frásögn sinni. — Þú átt við — byrjaði ég. — Einmitt, greip hann fram í og blés út úr sér stómm reykjarstróki. — Ein- mitt. Það var djöfulleg hugmynd. Að setja eymamaðkinn í hárið á Macy, rétt ofan við eyrað. — Og síðan . . . ? Ég vissi, að spurn- ingin var heimskuleg, en mér fannst ég mega til að segja eitthvað til að draga úr þeirri vaxandi skelfingu, sem var að grípa mig. — JRíða itekfa.. En trevsta. á,. að kvik- indið yrði trútt eðli sínu. Þegar það einu sinni væri komið inn í eyrað á Macy, voru líkurnar eins og einn á móti þúsundi fyrir því, að það kæmi út aftur sömu leið, það mundi ekki geta snúið við, og aftur á bak var varla hugsanlegt, að það gæti farið; það mundi því éta sig inn úr eyranu, í gegnum höfuðið, með þeim árangri, að — Þessi lýsing Warwicks var meira en ég gat þolað. Jafnvel ímyndunarafl mitt, sem var lamað af margra ára viðureign við þurrar og þvælulegar lagaflækjur, gat gert sér í hugarlund þá möguleika, sem í þessu vom fólgnir. — Hættu, maður! hrópaði ég hásri röddu. — 1 guðanna bænum, segðu ekki meira. Ég skil. Guð minn góður, en þessi Thring hlýtur að vera djöfull í manns- mynd! Warwick leit á mig, og ég sá, að hann var náfölur. „Var, sagði hann með áherzlu. — Ef til vill er það rétt hjá þér, ef til vill v a r hann djöfull í mannsmynd. En mundu, að Macy stal konunni hans. — Já, en að kvelja manninn svona! Líkamlegar kvalir, sem smám saman myndu breytast í brjálæði. Warwick, þú getur ekki varið slíkt! — Ef til vill ekki, sagði hann hugsandi. — Það var nokkuð hrottalegt, ég veit það. En það er ekki allt búið enn. Ég lokaði augunum og reyndi að finna einhverja sennilega ástæðu til að skilja við Warwick. En þrátt fyrir hryllinginn, sem gagntók mig, varð forvitnin sterkari. — Haltu áfram, sagði ég og hallaði mér aftur á bak, með lokuð augun og kreppta hnefana. Warwick var fljótur að verða við ósk minni: — Éins og ég hefi áður sagt, varð Róna að hjúkra Macy, og jafnvel eftir að hon- um var farið að batna, krafðist Thring, að hún stundaði hann áfram, þó að hann kæmi nú orðið oftar þangað sjálfur. Dag nokkurn síðdegis var Róna ein í húsinu hjá Macy. Þjónninn var úti, Róna sat á svölunum, Macy svaf í svefnherberg- inu. Það var að byrja að rökkva, leður- blökurnar voru á flögri, rotturnar trítluðu um gólfin og það var ekki enn búið að kveikja á lömpunum. Róna missti sauma- áhöldin, sem hún var með, á gólfið. Hún barðist við tárin. Þá bárust angistarvein innan úr svefnherberginu: — Höfuðið! Eyrað! Ó, guð minn góður! Eyrað! Ó, guð minn góður, ég finn svo til! — Þetta var byrjunin. Eyrnamaðkur- inn var byrjaður að éta sig í gegn. Róna hljóp inn og gerði allt, sem hún gat. En auðvitað var ekkert hægt að sjá. Stund- arkorn hafði Macy frið, á meðan maðkur- inn var kyrr, svaf eða melti það, sem hann var nýbúinn að éta. Svo fór kvikindið af stað aftur, át sig áfram, og þá tók Macy til að æpa af kvölum aftur. Og þannig hélt það áfram dag eftir dag. Aðra stundina friður og hina kvalaóp. Fjvrir Rónu voru dagarnir sífellt endur- tekin, kveljandi bið. Bið eftir, að kvölin æti sig hægt, en óstöðvandi í gegnum heila Macy. Warwick þagnaði, og þögnin varð svo löng, að ég neyddist til að opna augun. Andlit hans var náfölt og draugalegt. Til allrar hamingju gat ég ekki séð framan í sjálfan mig. — Og Thring? spurði ég. — Hann kom oft á dag og lézt vera mjög hryggur. Hann var þess mjög hvetj- andi, að Macy yrði fluttur niður að strönd- inni, til að komast undir læknishendi, þó að hann vissi vel, að hann væri of veikur til að þola nokkurn flutning. Svo þegar Macy var algerlega niðurbrotinn, bæði and- lega og líkamlega, með djúpt sokkin, flökt- andi augu og allur titrandi frá hvirfli til ilja, kom eyrnamaðkurinn út — um hitt eyrað. Thring og Róna voru bæði viðstödd, þegar það skeði. Macy hefir hlotið að líða voðalegar kvalir og eins og venjulega kom svo stundarfriður á eftir. Allt í einu fann hann óljósa stungu á annarri kinninni og bar upp aðra hendina, til að klóra sér. Fingur hans snertu fín, límkennd hárin á maðkinum. Eðlishvötin sá um það, sem eftir var. Þú skilur, hvað ég á við? Ég var of þurr í kverkunum til að geta svarað. 1 stað þess kinkaði ég kolli, og Warwick hélt áfram: — Hann horfði auðvitað með forvitni á það, sem hann var með milli fingrana, og á svipstundu varð honum ljóst, hvað skeð hafði. Jafnvel Róna gat ekki verið í neinum vafa. Það var ekki um að villast, hárin á maðkinum voru hér og þar þakin blóði, eyrnamerg og einhverju gráleitu efni. Andartak var þögn í herberginu, svo rauf Macy hana. — Guð minn góður! hvíslaði hann. — Ó, guð minn góður. Mjóu munaði! Róna brast í grát. En Thring þagði, og þar skjátlaðist honum. Macy tók eftir þögn hans. Hann leit fyrst á Rónu, svo á Thring, en Thring gat ekki mætt augna- ráði hans, hann leit undan. Sannleikurinn var kominn í ljós. Macy bölvaði og fleygði maðkinum, sem hann hafði drepið á milli fingra sér, framan í Thring. Svo hneig hann niður í stólinn og grét með þung- um, titrandi ekka. Warwick þagnaði. Ég beið eftir, að hann héldi áfram, en það var ekkert útht á því. Ég skal játa, að ég var búinn að fá nóg, en þó fannst mér vanta að minnsta kosti stuttan eftirmála. — Er þetta öll sagan? spurði ég. Warwick hristi höfuðið. — Næstum því, en ekki þó alveg, sagði hann. — Róna var hætt að gráta og horfði með athygli á Thring, — hún þorði ekki að fara til Macy og hugga hann nú. Hún sá Thring skoða eyrnamaðkinn, sem hann hafði tekið upp af gólfinu, snúa honum sitt á hvað og taka svo upp úr vasa sín- um stækkunargler, sem hann var vanur að nota við rannsókn á jplöntusjjúkdómum. Við athugunina skipti andlit hans svo skyndilega um svip. Óttinn og vonbrigðin hurfu, en í staðinn kom slóttug, djöfulleg ánægja. — Macy! kallaði hann hátt og hvasst. Macy leit upp. Thring hélt eyrnamaðkinum á lofti. — Þessi er dauður nú, sagði hann — steindauður eins og vinátta okkar, auð- virðilegi þjófur, — steindauður eins og ást mín til þessarar konu, sem einu sinni var konan mín. Hann er dauður, heyrirðu það, steindauður, en það er kvendýr. Skilurðu? Kvendýr, og kvendýr verpa eggjum, og áður en hann dó-------- Hann lauk aldrei við setninguna. Ögrun hans hafði að lokum vakið Macy, gefið honum krafta örvæntingar og vitfirringar. I einu vetfangi spratt hann upp, greip um kverkar Thrings og dró hann niður á gólf- ið með sér. Þeir ultu fram og aftur um gólfið og börðust um að ná í veiðihníf, Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.