Vikan


Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 17

Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 17
Nr. 45, 1939 VIK AN 17 Alte Liebe Womit des deutschen Meeresflut Der Elbstorm sich vermáhlt Das trotzt ein Turm der Wellenwut In manchem Kampf gestáhlt Da háit er Wacht bei Tag und Nacht Getreu wie „Alte Liebe“. Þar sem Saxelfur rennur út í Norður- sjóinn liggur borg á ströndinni sunn- anverðri. Það er Cuxhaven, meðal annars frægur útgerðarbær, baðstaður og skemmtistaður. Ibúatala þessa bæjar er lítið eitt minni en Reykjavíkur. Hingað koma hin stóru Ameríkuför fyrst að landi úr för um hafið. Hér eru háðar kappsigl- ingar á hverju ári, og hér hefir aðsetur sitt eitt hið stærsta fiskiveiðifélag í heimi, „Nordsee", er margir Islendingar munu kannast við. Þetta er hlið Þýzkalands til Atlantshafsins, Cuxhaven. Við skulum nú skoða þessa borg lítið eitt og ganga niður til „ALTE LIEBE“. Þetta virðulega „bólverk" er á daginn, ein- kum heita sumardaga, aldrei mannlaust. Allir koma hingað til þess að njóta hins dásamlega og hrífandi útsýnis yfir hafið, er þenur sig út fyrir framan fætur manns. I f jörugum samræðum gengur maður fram og aftur eftir bryggjunni, bekkir eru full- setnir, ómur orðanna rennur saman við hið gjálfrandi hljóð fljótsins, er sífellt streym- ir og hjalar við staurabryggjurnar sín ei- lífu ljóð. Margar hafa sögumar verið sagðar og mörg kvæði og söngvar verið sungin „Alte Liebe“ til dýrðar. Höfundar þeirra eru löngu liðnir og gleymdir, en verk þeirra lifa á vörum fólksins. Um nafn bryggj- unnar eru margar sagnir. Þekktust er sú, að hér hafi verið sökkt flaki af gömlu skipi, er „01ivia“ hét. Skyldi styrkja strandvarnirnar með þessu. Viðir þess eru sagðir sjást enn við stórstraumsfjöru. Al- þýða manna bar nafn flaksins fram eins og það væri „Ohl Liew“ — það er lágþýzka þýðingin á orðunum „alte Liebe“ = „forn ást“. Eldri kynslóðin er fróðari þeirri yngri og til hennar verður sá að leita, er fræð- ast vill um liðinn tíma. Þegar minnzt er á liðna daga við hina eldri, leysast bönd- in af geymdum sögnum og munnmælum, er sögð hafa verið í æsku, er safnazt var saman á kvöldin að loknu dagsverki. Allar sagnirnar eru sorgum blandnar, eitthvað snertandi, en einmitt slíkt festist vel í minni. Liðin eru þrenn jól, síðan mér voru sagð- ar sagnirnar um „Alte Liebe“. Þær voru margar. En ein hefir festzt sérstaklega í minni mér. „Fyrir mörgum, mörgum árum léku sér hérna í fjörusandinum tvö, berfætt sjó- mannsbörn, telpan hét Elka og drengurinn Hinnerk. Elka var bláeyg með flaksandi, ljósa lokka, stillileg og gáfuleg. Hinnerk ljóshærður með hlæjandi, lifandi augu og leitaði alltaf að beztu og fallegustu skel- inni fyrir Elku. Þau voru óaðskiljanleg í gleði sem sorg. Þau hlupu eftir sandinum og leiddu hvort annað, syngjandi, full af fjöri og kátínu, og hinir ljósu lokkar Elku flöksuðust um hið sólbrennda andlit Hinn- erks. Æska þeirra öll leið í gleði, söng og áhyggjuleysi, og er þau eltust vissu þau ekki, hvenær ást þeirra hvort til annars hafði vaknað. Hún virtist hafa verið frá upphafi kynningu þeirra. Faðir Hinnerks var fátækur sjómaður, en hann átti þó einn bát. Á honum sótti hann fram í elfarmynnið og veiddi krabba og flat- fisk. Faðir Elku átti lítið hús fyrir aftan flóðgarð- inn. Hann var nú hættur sjómennsku og hafði nú búðarholu, er hann seldi allt í, er fiskimennirnir þurftu að nota, bæði til útvegsins og lífsviður- væris. Aflaleysi og óáran dundi yfir strandbúana, og urðu margir þeirra skuldugir föður Elku, en hann var maður góð- hjartaður og raunagóður. Var hann því ekki kröfu- harður við hina fátæku sjómenn. Móðir hennar var aftur á móti kröfuhörð, skapmikil og hafði þess vegna alla verzlunina í sínum höndum og geis- aði oft mjög, er hinir fátæku fiski- menn komu aftur---------og juku skuldir sínar. Hvar átti að taka ágóðann þegar haust- stormarnir næddu vikum saman, þegar flóðin flæddu yfir hina litlu skika og eyddu öllum gróðri? Síðastliðinn vetur hafði einnig verið langur, kaldur og stormasamur. Afkoma föður Hinnerks varð ekki til þess að auka bjartsýni. Skuldirnar hjá kaupmaninum uxu og mörg köpuryrðin fékk hann að heyra af vörum móður Elku um skuldirn- ar við verzlunina og eins um samveru þeirra Hinnerks og Elku. Að lokum fór svo, að hún harðbannaði Elku að vera að leikum með Hinnerk og umgangast betl- aradrenginn, eins og hún var farinn að kalla Hinnerk. En þau sóru hvort öðru trúnaðareiða, og Elka hét Hinnerk því, að hún skildi bíða eftir honum þangað til hann sækti hana heim til þess að verða Eftir Baldur Eiríksson. eiginkona hans, — er hann væri farinn að sjá fyrir sér sjálfur. Storminn lægði ekki og var ekkert út- lit fyrir, að svo mundi verða í bráð. Samt fór faðir Hinnerks á sjóinn, knúður af skuldunum. Hann vissi, að kona og sonur mundu telja sér hughvarf, og þess vegna reyndi hann aleinn þessa örvæntingarferð. Bátnum hvolfdi, og á hvolfi rak storm- ur og straumur hann á land. Tryggir ná- grannar björguðu lífi fiskimannsins. Neyð og eymd ráku nú Hinnerk úr föðurhúsum til þess að afla sér fjár á erlendum skip- um, í örðugri lífsbaráttu fyrir sig og móð- ur sína. Það varð honum erfitt að gjalda skuldir föður síns. Hitasóttin, sem er landlæg á flóðasvæð- um, dró föður Elku til dauða, þrátt fyrir mikla og fórnfúsa hjúkrun Elku. Nú sáust elskendurnir enn sjaldnar, því nú heimtaði móðirin af Elku, að hún sæi sér fyrir ríku gjaforði, svo að þær gætu lifað í f járhagslegu áhyggjuleysi. Elka var orðin mjög fögur stúlka, hið alvarlega og Vitinn á „Alte Liebe“. gáfulega andlit jók tign þessarar ljós- hærðu og spengilegu stúlku. Árin liðu — en ætíð var Hinnerk trúr. Hatur mæðranna skildi elskendurna. Móð- ir Hinnerks kvað móður Elku vera valda að dauða manns síns, þar sem sífelldar kröfur hennar um skuldina hefðu rekið hann út í dauðann. En móðir Elku hataði Hinnerk, sem stóð í vegi fyrir ríku gjaf- orði til handa Elku. Það hafði ekki enn tekizt, þrátt fyrir mikinn dugnað hans að ljúka skuldinni. Hann vann á skipum frá Hamburg og Bremen og kom í mörg fram- andi lönd, en tekjur hans rýrar og eyddust til afborgana á skuldunum og til lífsfram- færis móður hans og sjálfum honum. Gæf- an virtist ekki brosa við honum í þessu tilliti, — en hann unni Elku með sömu tryggð og ást sem fyrr. Hatur mæðranna var hið sama, gremja þeirra óx, er þær sáu raunir barnanna. Dag nokkurn veiktist móðir Elku og fann sig eiga skammt eftir ólifað. Meðan hún lá, og Elka hjúkraði henni og annaðist hana með ást og fórnfýsi, sá hún, hversu föl og eymdarleg dóttir sín var orðin. Þá flaug henni í hug, hversu langt var liðið síðan Ekla hafði sungið, og nú viðurkenndi hún

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.