Vikan


Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 22

Vikan - 09.11.1939, Qupperneq 22
22 V I K A N Nr. 45, 1939 í sýningarglugga Jóns Björnssonar í Bankastræti hafði Goodtemplarareglan sýningu á ýmsu, er að gagni mætti koma til að draga úr áfengisneyzlu meðan bind- indisvikan stóð yfir. Meðal annarra tal- andi tákna stóð þar ein og yfirgefin svartadauðaflaska á palli með 20 mjólkur- flöskum, en 20 lítrar af mjólk kosta álíka mikið og ein flaska af svartadauða. Margir komu á vettvang til að virða þetta fyrir sér, og ýmsum fannst mikið til um yfir- sjónir mannanna, en aðrir létu sér fátt um finnast og voru allskostar ófáanlegir til að skipta um skoðun og lífsstefnu í áfengismálunum. T. d. sagði vegfarandi einn, sem varð litið snögglega á flöskurn- ar, um leið og hann gekk fram hjá: — Mjólk! Hver hefir nokkru sinni orðið fullur af mjólk? # Einhverju sinni bar svo til á fiskþerri- reit í þorpi einu norðanlands, að stúlka leit upp og spurði: — Hvað skyldi klukkan vera orðin margt? Kona, sem hafði úr, leit þegar á það og svaraði: — Hún á eftir fjórða part í fimm. — Hún á eftir kortér, sagði önnur, sem líka bar úr og hafði litið á það um leið og hin. Sú þriðja leit upp á þorpsklukkuna og mælti: — Já, hún á eftir fimmtán mínútur í fimm. Hefur þá ein fiskþurrkunarkonan upp raust sína og segir gremjulega: — Ja, aldrei ber klukkum saman! # Guðrún Einarsdóttir í Húsavík, ættuð úr Mývatnssveit og náskyld Benedikt Grön- dal, var orðheppin og skjót til svara. Hún unni söng og ljóðum og kunni margt ís- lenskra kvæða. Einu sinni var Guðrún boð- in á söngskemmtun í Húsavíkurkirkju af góðkunningja sínum; var hann einn úr flokki þeirra, sem syngja áttu í kirkjunni. Að söngnum loknum kom Guðrún heim til kunningjans, sem spurði, hvernig henni hefði geðjazt að söngnum. — Jú, söngurinn var fallegur, svaraði Guðrún, — en þið níddust ekki á móð- urmálinu. Hafði gömlu konunni fundizt þeir syngja óþarflega marga útlenda texta. Guðlaugur Þorsteinsson frá Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit var orðvar maður og óáreitinn og sóttu þeir ekki gull í greip- ar hans, er vildu fá hann til að segja frétt- ir af náunganum. Einhverju sinni voru spjátrungar nokkr- ir að tala um^veitunga sína og Guðlaugs við hann, en Guðlaugur var fáorður að vanda. Var hann þá til heimilis í Vogum. Loks spyr einn gárunginn: — Eru þeir ekki voðalega latir, Voga- bræður? — Ekki hafa þeir kvartað um það við mig, svaraði Guðlaugur, í styttingi, stóð upp og fór. * Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum var um langa hríð einn merkasti formaður í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar. Þá bjuggu utanbæjarmenn ævinlega hjá for- manni sínum. Eina vertíð kom í skiprúm til Jóns Norðlendingur einn, stæðilegur maður og nokkuð á lofti, eins og títt þótti um þá. Fyrsta morguninn sem gengið var til skips, víkur Norðlendingurinn sér að formanninum og segir: — Ég ætla að láta þig vita það, Jón, að ég sit ekki í austurrúminu, til þess að ausa hlandið úr Sunnlendingunum. Jón Þórðarson svaraði með mestu hægð: — Vertu ekki neitt hræddur um það, góði minn; þar læt ég ekki nema mína beztu menn. — Veiztu, hvaða munur er á W. C. og klæðaskáp ? — Nei. — Varaðu þig þá að villast ekki, vinur. Skák. Bonemonth 1939. Drottningar-indversk vöm. Hvítt: S. Landau. Svart: S. Flohr. 1. d2—d4, Rg8—f6; 2. c2—c4, e7—e6; 3. Rbl—c3, Bf8—b4; 4. e2—e3, 0—0; 5. Bfl —d3, d7—d5; 6. Rgl—f3, c7—c5; 7. 0—0, Rb8—c6; 8. a2—a3, Bb4—a5 ? Flohr ætlar sjáanlega að rugla andstæðinginn með því að tefla óreglulega og þannig að fá hann úr farvegi venjulegra byrjana. Betra er: 8. ______, cxd4; 9. aXb4, dxc3; 10. bXc3, d X c4; 11. Bxc4, D—c7; 12. B—a3, H— d8. — Bezta áframhaldið og venjulegasta er þó: 8......., Bb4xc3: — 9. c4xd5!, e6 X d5; Betra og skemmtilegra áframhald væri c X d4: 10. d4 X c5, Ba5 x c3; 11. b2 X c3, Dd8—a5; 12. Ddl—c2, Da5xc5; 13. a3—a4, Hf8—e8; 14. Bcl—a3, Dc5—a5; 15. Hfl—bl, Da5—c7; 16. c3—c4, d5xc4; 17. Dc2Xc4, Bc8—e6; 18. Dc4—c2, Be6— d5; 19. Ba3—b2, Dc7—e7; 20. Bb2—a3! Landau kýs heldur að halda báðum biskup- unum og sókninni en að leika: 20. Bxf6, þó hann græði peð. 20. _____, De7—c7; 21. Hbl—b5!, Bd5xf3; 22. g2Xf3, a7— a6; 23. Hb5—g5, h7—h6; 24. Hg5—g2, Ha8—c8; 25. Hal—cl, Hc8—d8; 26. Kgl —hl, Kg8—h8; 27. Hcl—gl, He8—g8; 28. Ba3—b2, Dc7—d6; 29. Bd3—h7!, Rc6 —b4; Auðvitað ekki: 29. ______, Rxh7, vegna: 30. H X g7! — 30. Dc2—f5, g7—g6; 31. Bh7Xg8, g6 X f5; 32. Hg2—g7, Rf6— g4; 32. Hg7—g4f Hvítt hefir mjög naum- an tíma og sér þess vegna ekki einföldustu vinningsleiðina. 32. H—-h7f! 33. _____, f7—f6; 34. Hg4—g7, Hd8—d7; 35. Hg7x d7. Gefið. Óli Valdimarsson. 5. MYNDAGÁTA Lausn á síðustu mynda- gátu: Penninn vinnur meira en margar lið- sveitir.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.