Vikan


Vikan - 30.11.1939, Side 4

Vikan - 30.11.1939, Side 4
4 VIKAN Nr. 48, 1939 ið af landakortinu, og af því að menn heyra þess getið í útvarpinu þegar illviðra er von („lægð yfir Islandi“). Jafnvel um Norður- lönd er vanþekkingin ótrúlega mikil. En þó er vanþekkingin ekki það versta, heldur hitt, hversu fáránlegar hugmyndir menn vírðast hafa um landið og íbúa þess. Is- lendingar, sem ferðast erlendis, verða þess fljótt varir, og oft á hinn ótrúlegasta hátt. Menn virðast trúa því yfirleitt, að landið sé lítt eða ekki byggilegt fyrir ís og kulda, og íbúarnir séu Eskimóar eða einhver þvílík manntegund um alla lifnaðarháttu, því að íslönd heimsins eru yfirleitt byggð þeim mannflokkum. Erlendir menn, sem koma hingað, verða undrandi að sjá, að hér býr venjulegt fólk. Það er alveg vafalaust, að nafnið á hér meiri sök en menn gera sér almennt ljóst, enda þótt vitanlega komi fleira til. Nafninu er nefnilega svo farið, að það gefur ákveðnar lýsingar, ákveðnar hugmyndir um landið, hugmyndir, sem eru í senn rangar og lítilsvirðandi fyrir land og þjóð. Þessar hugmyndir ná fótfestu vegna þess að almenningur hefir yfirleitt ekki aðra vitneskju um landið en þá, sem felst í nafninu. Þetta er í sjálfu sér eðli- legt. Tökum t. d. Djöflaeyjuna, sem við, vegna nafnsins, hugsum okkur víti á jörðu, í stað þess að Nýja Guinea er í rauninni gott og frjósamt land. Þegar um er að ræða afskekkt land eins og ísland, sem byggt er lítilli þjóð, sem ávallt hlýtur að standa utan við rás hinna stóru heimsvið- burða, þá er þess ekki að vænta, að at- hygli og þekking umheimsins gagnvart okkur verði nokkurn tíma slík, sem verða myndi ef um stærri þjóð væri að tefla. Þegar svo stendur á, er sýnilegt, að nafn- ið hefir meiri þýðingu til upplýsinga um landið en vera myndi ella. Þess vegna er mikils um það vert, að nafnið gefi ekki villandi eða skaðlegar hugmyndir um land- ið, eins og núverandi nafn því miður gerir. Það er og öldungis vafalaust, að hinar rangsnúnu hugmyndir erlendra þjóða um land okkar og þjóð standa öllum menn- ingar- og fjárhagsviðskiptum okkar fyrir þrifum. Þrátt fyrir það, að við höfum, fyr- ir meira en 20 árum, lýst yfir fullu sjálf- stæði, þá er sú skoðun enn allt of útbreidd, að við séum nýlenda, m. a. s. Eskimóaný- lenda, því engum dettur í hug að Eski- móar geti farið með mál sín sjálfir. Brest- ur enn mikið á, að við höfum náð þeirri viðurkenningu um sjálfstæði vort, afrek og afurðir, sem við teljum okkur eiga sið- ferðilegan rétt til. Mun smáþjóð sem okk- ur jafnan veitast nógu erfitt að halda hlut sínum í þeim efnum, þótt ekki væri hið gamla ónefni landsins til þess að þyngja okkur þann róður. # m. Nú mun margur spyrja hvað um slíka hluti þýði að sakast. Nafn landsins sé e. t. v. óheppilegt, en þar verði engu um þokað úr þessu. Menn skyldu þó gjalda varhuga við að slá nokkru föstu um þetta, að óhugsuðu máli. Breyting á nafni lands- ins er alls engin f jarstæða, þótt slíkt kunni að láta ólíklega í eyrum fyrst í stað. At- hugum það nokkru nánar. Það er mjög algengt nú á síðari tímum, að ríki og borgir skipti um nöfn. Stórborg- in Kristjanía tók fyrir nokkrum árum upp hið forna nafn Osló, Pétursborg tók upp nafnið Petrograd og síðar Leningrad. Ríkið Persía lagði niður hið ævaforna nafn, og nefnist nú Iran. Mesopotamía tók upp nafnið Iraq, Irland (fríríkið) Eire o. s. frv. Reynslan hefir sýnt, að slíkar breytingar eru mjög auðveldar í fram- kvæmd. Ösló er t. d. þrisvar sinnum mann- fleiri en allt Island, og gekk nafnbreyting- in þó svo fljótt fyrir sig, að eftir 1—2 ár var gamla nafnið algjörlega úr sögunni, og nú kannast almenningur þar varla við nafnið Kristjanía lengur. Nafnbreyting landsins er algerlega inn- anríkismál okkar. Við þurfum engrar við- urkenningar né samþykkis að leita hjá öðrum ríkjum. Við ráðum því einir hverju nafni við nefnum land okkar. Slík breyt- ing yrði okkur kostnaðarlaus að mestu. Til hennar þyrfti að sjálfsögðu þjóðaratkvæði, sem rétt væri að láta fara fram um leið og greidd verða atkvæði um uppsögn sam- bandslaganna. Þótt breytt yrði um nafn landsins, þá er engan veginn nauðsynlegt að leggja gamla nafnið algjörlega niður. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp annað nafn, sem opinbert heiti landsins, sem einkum yrði notað út á við, en nota bæði nöfnin sam- hliða að öðru leyti, líkt og t. d. Finnland — Suomi. Jafnvel þótt tekið væri upp nýtt nafn, þá myndum við nota gamla nafnið áfram fyrst um sinn, a. m. k. jafnhliða hinu nýja nafni. * IV. „Til þess ætla vitrir menn þat haft, at Island sé Týli kallat.“ Landnámabók. Nú er það ljóst, að ekki tjáir að gera tillögu um það að leggja nafnið Island niður, nema unnt sé um leið að benda á annað nafn, sem betur megi fara. Má gera ráð fyrir að erfitt yrði ,að finna nafn, sem allir yrðu ánægðir með. En nú vill svo vel til, að ekki þarf að velja nýtt nafn, þar sem til er nafn; sem landið hefir áður heitið, og telja má hið upprunalega nafn landsins. Ef þess vegna yrði að því ráði hnigið að breyta um nafn á landinu, þá kæmi að mínu áliti ekki annað til greina en hið forna og viðurkennda nafn „Thule“ (Týli), þar sem telja má, samkvæmt sagn- fræðiheimildum, að Island sé einmitt hið forna Thule. Skal nú að því vikið lauslega. Það er söguleg staðreynd, að þjóðir forn- aldar höfðu fundið land þetta löngu áður en það var numið af Norðurlandabúum. Vitað er með vissu, að Keltar höfðu komið hér við land og dvalið, enda segir í Land- námu, að samkvæmt enskum bókum hafi verið siglingar milli landanna í þann tíma, löngu áður en Norðmenn komu hingað. Irski munkurinn og sagnaritarinn Dicuil (kring um 825 e. Kr.) getur þess, að Irar hafi verið hér árið 795. Til eru áreiðanleg- ar sagnir af því, að þegar fyrir Krists burð þekktu þjóðir á Bretlandi land mikið er lægi norður af Bretlandi, og nefndist Thule. Aðalheimildin um það eru ferðalýs- ingar Pytheasar, sem var grískur land- fræðingur, sem fór rannsóknarleiðangur um norður og norðvestur Evrópu, árið 345 f. Kr. Ferðalýsingar hans eru að vísu tap- aðar, en til eru hins vegar nokkur einstök brot úr frásögnum hans hjá öðrum rit- höfundum þeirra tíma. Pytheas þessi kom norður til Bretlands, og e. t. v. lengra norður, enda þótt það sé ekki vitað með vissu. En hvort sem hann hefir sjálfur komið hingað til lands, eða aðeins heyrt frásagnir um landið, þá virðist það einsætt, að hann eigi við Island, þegar hann skýrir frá landi því, er nefnist Thule og liggi nyrst í Atlantshafi, sex daga sigling í norður frá Bretlandi hinu mikla. Segir hann að siglingar þangað séu erfið- ar, landið sé óbyggt, korn vaxi þar lítt og þroskist illa; á sumrum séu nætur bjartar og langar. Þessi lýsing, svo og fjarlægðin frá Bretlandi, kemur vel heim um Island, en getur hvorki átt við Hjaltland eða Norður-Noreg, eins og sumir hafa viljað halda fram. Frumheimildin, ferðalýsing Pytheasar, sker úr um þetta, og breytir það engu um, þótt hugmyndir annarra samtíma og síðari tíma höfundar hafi ver- ið nokkuð á reiki um það, hvaða land eða lönd hafi verið hið forna Thule, og þótt það nafn hafi síðar verið notað jöfnum höndum um ýms önnur Norðurlönd. I annan stað eru til frásagnir Beda prests, sem Landnámabók vitnar í, en Beda var merkur enskur sagnaritari, sem var uppi á árunum 673—735 e. Kr. Staðhæfir landnámabók, eftir viturra manna frásögn- um, að Island sé hið fornaThule (Týli) ,sem Beda prestur ræði um í aldafarsbók sinni. Þessi frásögn, sem kemur heim við rit Dicuils um fyrsta landnám Islands, er öll hin merkilegasta, og verður ekki hjá því komizt að leggja mikið upp úr áliti þessara merkustu sagnfræðinga sinna tíma um þetta atriði. Hitt tekur þó af öll tví- mæli um rétt okkar tíl Thule-nafsins, að eftir frásögnum Beda og Dicuils var land- ið nefnt því nafni af fyrstu landnámsmönn- um þess, Keltunum. Engin þjóð myndi því geta, með nokkrum rökum véfengt rétt 'okkar til nafnsins, enda hefir engin ein þjóð þorað að tileinka sér það. Fjöldi sagn- fræðinga og vísindamanna mun og vera á þeirri skoðun, að Island sé hið forna Thule, og það er m. a. .ekki óalgengt, að meðal menntamanna, t. d. í Þýzkalandi sé Island nefnt því nafni nú í dag. Hitt er engin ástæða til að taka alvarlega, þótt Bretar reyni að heimfæra Thule-nafnið upp á Hjaltland, Norðmenn á Norður-Noreg, og Danir upp á eskimóanýlenduna Græn- land. Það eru sams konar sagnfræðivísindi og þegar Leifur heppni á að vera Norð- maður, Columbus að hafa fundið Ameríku, af því að hann er frá stærri þjóð en Leifur, o. s. frv. Þetta er ekki annað en hin venju- Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.