Vikan


Vikan - 30.11.1939, Síða 9

Vikan - 30.11.1939, Síða 9
Nr. 48, 1939 VIK A N 9 handar greifanum. Þau töluðu saman lát- laust. Hann var fyndinn, það gat ég séð, því að hún hló óstjórnlega og stundum roðnaði hún. -— Seinna um kvöldið náði ég í Charles. Þú manst það, Charles? — Já, ég man það, sagði ég. Ég mundi það greinilega. Hann rakst á mig úti á svölunum. Hann var rauður í framan og skjálfandi, hafði sýnilega drukkið drjúgan. — Ég þoli hann ekki, sagði hann. — Hvern þolirðu ekki? spurði ég. — Þennan skælmynnta uppskafning. Þrisvar í kvöld hefir hann reynt að draga dár að mér. Háðslegar tilvitnanir í það, sem ég ekki skil. Hann veit f jarska vel, að ég er ástfanginn af Ysabel, og hann er að reyna að hæða mig í eyru hennar. Heyrðu, Charles, eru þau trúlofuð? — Ég býst við, að það sé eins konar þegjandi samkomulag — peningarnir, þú skilur. — Eða þá heldur hitt. — Hvað áttu við? — Ekki annað en það, að ég trúi því ekki, að þetta auðvirðilega merkikerti ætli sér nokkurn tíma að kvænast — mér væri nautn í því að grípa um kverkarnar á hon- um. Að sjá hana, svona fallega, góða og saklausa .... — Stilltu þig, sagði ég. — Láttu þér ekki detta í hug aðra eins vitleysu. — Rétt í því, sagði Milmay og hélt áfram frásögn sinni við arineldinn, komu þau Ysabel og de la Crozier út á svalirnar. Þau sáu okkur ekki, af því að við vorum á bak við stórt leirker. Þau hölluðu sér fram á handriðið, og þá kyssti hann hana. Ég heyrði hana segja, non, non, non. Ég tók undir mig stökk, en Charles náði í mig, greip með hendinni fyrir munninn á mér, og sagði mér að blanda mér ekki í það, sem mér kæmi ekki við. Ég benti honum á, að þetta kæmi mér mjög mikið við. Þegar ég var búinn að hrista hann af mér — og á því augnabliki var mér morð í huga — var Ysabel farin inn og de la Crozier á- eftir henni. — En það var til lítils. Ég veit, að ég var uppstökkur. Og einmitt þá var ég reið- ari og aumari en ég hafði nokkurn tíma á ævi minni verið fyrr. Ég talaði ekki eitt orð við Ysabel á leiðinni heim. En hún lék á alls oddi og talaði um alla heima og geima. — Og Louis — fynnst ykkur hann ekki vera orðinn fyndinn og skemmtileg- ur? Ég sat með kreppta hnefana og brann í skinninu eftir að reka annan þeirra mitt í skælt brosið á honum. — Mér kom varla dúr á auga næstu nótt. Ég var ástfanginn, sjáið þið til, óstjórnlega ástfanginn, eins og aðeins tví- tugur unglingur getur verið. Ég sá þenn- an tungulipra, ósvífna náunga hrifsa frá mér stúlkuna, sem ég elskaði, og ég hat- aði hann, ekki aðeins fyrir að táldraga hana þannig, heldur einnig fyrir fram- komu hans gagnvart mér. Um morguninn var ég kominn að fastri niðurstöðu. Ég fór inn til Charles og sagði honum, að ég gæti ekki afborið þetta leng- ur. Ég væri ekki eins tungulipur og de la Crozier. Ég gæti ekki dregið dár að hon- um, eins og hann að mér, ekki í veizlusaln- um. En ég gæti barizt við manninn, það veit trúa mín! Hann átti að koma til mið- degisverðar þá um kvöldið. Vafalaust myndi hann þá aftur beita tálbrögðum sín- um við Ysabel. En í þetta skipti skyldi honum ekki heppnast það, að mér heilum og lifandi. Ef að hann gæfi mér ekki ástæðu til að skora hann á hólm, þá skyldi ég sjá um, að gefa honum ástæðu til þess. Einvígi væri sú rétta leið í Frakklandi, væri það ekki? — Charles reyndi auðvitað að telja mér hughvarf — var það ekki, Charles? — en það var árangurslaust. Ég var ástfanginn, afbrýðisamur og til í hvað sem var. Skraf þitt um þolinmæði, Charles, lét ég sem vind um eyrun þjóta. — Jæja, þetta fer nú að styttast — draugasagan á ég við. Um kvöldið, áður en ég hafði fataskipti, á undan miðdegis- verðinum, varð mér reikað niður að vatn- inu í hallarskóginum. Það var undarlega skuggalegur staður, í miðju skógarþykkn- inu. Ég ruddist í gegnum þykknið í grá- grænni kvöldskímunni. Það var stafalogn og eina hljóðið, sem heyrðist, var brakið í greinunum, sem urðu fyrir mér, og þytur- inn í fuglunum, sem flugu upp undan mér. Allan daginn höfðu dimmblá þrumuský verið að rísa upp yfir sjóndeildarhringinn, þau lágu nú eins og þykk ábreiða yfir skóginum og settu eyðilegan og óheilla- vænlegan blæ á umhverfið. — Þegar ég kom niður að vatninu, sett- ist ég á bakkann og horfði út yfir blýgrátt vatnið, sem endurspeglaði dimm skýin, og beið eftir því, að óveðrið skylli á. Það var kveljandi hiti. Laufin bærðust ekki. Mý- flugnaský voru á sveimi hingað og þangað yfir vatninu. Ég sat þama stundarkorn og var ekki laust við, að skjálfti væri í mér — því að, þótt ég væri reiður, hraus mér hugur við því, sem ég ætlaði að fara að gera. — Allt í einu kom ég auga á mann, sem var að fiska. Hann sat á að gizka fimmtíu metra frá mér. Hann var í bláum sam- festing, stönginni hélt hann með báðum höndum og starði eftirvæntingarfullur á hreyfingarlaust flothylkið. — Ég gekk til hans og settist hjá hon- um. — Hvernig gengur veiðin? — Hann leit undrandi upp. — Afsakið, herra, ég tók ekki eftir yður. Hér sést aldrei neinn niður við vatnið. Nei, það gengur heldur illa núna — en ég held, að það verði ekki langt að bíða — það er ekki svo gott að vita — það er vatnakarfi, sem ég ætla að veiða, herra. — Vatnakarfi? — Já, herra — risavaxinn vatnakarfi, sem sagt er, að sé hundrað og þrjátíu ára gamall. Herran hefir komið til að veiða í vatninu? Eða kannske til þess að kveða niður drauginn? — Drauginn? Mér varð bilt við, ekki svo mjög við það að heyra minnst á draug, heldur við svo barnalega trúgirni manns- ins. — Já, vissulega, herra. Hann er al- þekktur á þessum slóðum. — Það er al- ræmdur draugagangur hér við vatnið. -—- Áhugi minn var strax vakinn — myndi ekki eins hafa farið fyrir ykkur? Staðurinn var svo skuggalegur þetta kvöld, að við öllu mátti búast. — Hafið þér nokkurn tíma séð draug- inn? spurði ég. — Hann kinkaði kolli. — Oft, herra, og hann er meinlaust, friðsamt grey, sem ekki gerir nokkrum manni mein. Það er maður, sem drepinn var í einvígi hér á þessum slóðum. — Þetta var fullmikið af því góða — þessar óhugnanlega líku kringumstæður, á ég við. En nú var ég kominn út í það. — Haldið áfram, sagði ég. Hvaða einvígi? Hvenær? Segið mér allt af létta. — Gamli maðurinn yppti öxlum. Það var, þegar ég var kornungur maður, herra — ég var reyndar við riðinn þetta einvígi. — Þér? — Já, herra — beinlínis. Sjáið til, ætt- fólk mitt hafði alltaf búið hér á þessum slóðum. Faðir minn var bústjóri hjá de la Crozier greifa, og ég hjálpaði honum við störf hans. Þér þekkið kannske de la Crozier, herra? Þér hafið sjálfsagt hitt unga greifann, ef þér dveljið hér í höll- inni. — Ég kinkaði kolli. — Hvað skeði svo ? spurði ég. — Rólegir, herra, ég kem að því á sín- um tíma — a — bíðum við! Hann kippti upp stönginni, en öngullinn kom ber upp úr vatninu. — Ég hélt, að nú væri ég bú- inn að krækja í hann. Jæja, eins og ég sagði áðan, kom ég oft í höllina, og þar hitti ég Gabriellu Lalande — ó, herra, hví- líka fegurð! Hvílíkur fínleiki og yndis- þokki! Ég dáðist að henni í leyni, og stund- um mættust augu okkar, og ég ímyndaði mér ... — Haldið áfram, sagði ég í bænarrómi. — Jæja, en skelfing eruð þér óþolinmóð- ur, herra. Gott og vel. Ég skal vera stutt- orður. Gaston de la Crozier, frændi greif- ans sáluga, kom í heimsókn. Hann var Parísarbúi, spjátrungslegur, en tungu- mjúkur við kvenfólk. Ég skal vera stutt- orður, eins og ég lofaði, herra. Kvöld nokk- urt, þegar ég var að fara heim, kom ég að honum, með Gabriellu Laland. Hún brauzt um í örmum hans og reyndi að losa sig, og þá brá ég við og sló hann niður. — Gamli maðurinn yppti öxlum. — Og morguninn eftir, herra minn, mættumst við hér á þessum stað til þess að heyja einvígi með stuttum sverðum, eins og venja er í slíkum málum. — Og þér drápuð hann — já, en það er hræðilegt að vera að fiska á þeim stað, sem maðurinn, sem þér drápuð, gengur ljósum logum. Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.