Vikan


Vikan - 30.11.1939, Síða 16

Vikan - 30.11.1939, Síða 16
16 V IK A N Nr. 48, 1939 Jee áleit því, að þarna á samkomunni væru aðeins tvær manneskjur, sem hefðu titla — greifafrúin og hann. Og þó að greifafrúin tæki tillit til titils hans, var hann ekki ánægður með, hvernig hún heils- aði honum. Þar að auki gramdist honum kunningsskapur Denrys við greifafrúna. Hann þekkti Denry síðan hann var á skrif- stofunni hjá hr. Duncalf, því að hr. Dun- calf hafði verið málafærslumaður hans. Þar að auki gramdist honum að sjá um- búðirnar um handlegg Denrys, því að þær gerðu hann svo skemmtilegan, en mest af öllu gramdist honum samt, að Denry skyldi hafa ekið greifafrúnni þangað. I hvert skipti sem greifafrúin nefndi Denry, þegar hún sagði frá ævintýrinu, gretti sálin í sir Jee sig, og líkaminn hafði samúð með sál- inni. Það var eitthvað, sem neyddi hann til að vera afundinn við Denry. En það kom alveg eins niður á greifafrúnni. Satt að segja var einhver keppni á milli greifa- frúarinnar og sir Jee viðvíkjandi velferð héraðsins. Þegar greifafrúin hafði lokið frásögn sinni, og hlustendurnir höfðu sett upp hræðslu-, undrunar- og aðdáunarsvip, hóstaði sir Jee og sagði: — Vill yðar hátign ekki fá sér hress- ingu, áður en við göngum inn í hátíðar- salinn. — Nei, takk, sagði greifafrúin. Síðan sneri hún sér að Denry og spurði vingjarn- lega. — Kannske yður langi í eitthvað? Ef hún hefði vitað um afleiðingarnar af spurningu sinni, hefði hún kannske sleppt henni, — og þó. Denry hugsaði sig um andartak, en síð- an sagði hann af gömlum vana. — Nei, takk, en sneri sér síðan að sir Jee og bætti við: — En þér? Auðvitað var þetta mikil frekja við manninn, en öllum virtist vera skemmt, því að sir Jee var ekkert sérstaklega vel liðinn. Án þess að blikna eða blána gaf greifafrúin mönnum merki að fara inn í hátíðarsalinn. 1 miðjum salnum sat borgarstjórinn í Hanbridge. Við hægri hlið hans sat greifa- frúin, en þá vinstri borgarstjórinn í Burs- ley. Denry sat fyrir aftan greifafrúna. Lögregluþjónar, konur þeirra, unnustur og vinir fylltu salinn. En eitthvað var samt að. Sir Jee hafði nefnilega laumazt í burtu, áður en hátíðahöldin voru byrjuð. Að ræðuhöldunum loknum, flutti lög- reglustjórinn í Hanbridge þakkarávarp til greifafrúarinnar, en fléttaði inn í það gam- ansögum eins og þeirri, að auðvitað hefði hann átt að taka Denry og greifafrúna fasta fyrir óleyfilegan ökuhraða. Þetta vakti mikinn hlátur hlustenda. Þegar hann settist niður, varð stanz. Lögreglustjórinn leit ruglaður í kringum sig, og Denry heyrði, að hann spurði starfsbróður sinn ráða. — Á ég? hvíslaði Denry og stóð upp. Það er ómögulegt að skýra frá því, hvernig á þessu stóð. Fyrir fimm til tíu sekúndum hafði honum ekki dottið í hug að tala á samkomunni. Þegar hann var staðinn upp, byrjuðu þjáningar hans, því að hann hafði aldrei staðið í ræðustóli. Hann sá allt í þoku, og mörg hundruð augu störðu á hann. Rödd inni í honum sagði: — Er það nú asni. Aldrei hefi ég vitað annan eins asna! Hann fékk dynjandi hjartslátt, kald- ir svitadropar spruttu fram á enni hans og hann varð þurr í hálsinum. Denry heyrði, að einhver talaði. Það var hann sjálfur. Lögreglustjórinn hafði sagt: Mér er sönn ánægja að því að flytja greifafrúnni af Chell mínar beztu þakkir. Denry gat ekki dottið neitt annað í hug. Síðan þagnaði hann. Þokunni létti, og Denry sagði brosandi og patandi við lög- regluþjónana: — Jæja, farið þið nú. Ég hefi ekki meira að segja! Hann bjó sig til að klappa, for og sett- ist. Allir ætluðu að springa af hlátri, sem engan enda virtist ætla að taka. Fólk hnippti hvað í annað og sagði, að „þetta væri þessi Machin frá Bursley . Síðar fóru Öenry og greifafrúin ut til að gæta að vagninum og gleymdu að koma aftur. Þar var enginn vagn, en asninn og kerran biðu eftir honum. — Má ég ekki aka yður heim? spurði hann. , Hún vildi það ekki, því að hun þyríti að heimsækja einhvern, og vagninn hlyti að koma. , , — Viljið þér ekki drekka te með mer í „Undir fjögur augu?“ spurði Denry. __ „Undir fjögur augu“? Hvað er það? spurði greifafrúin. — O, það er nýtt veitingahús her a horninu. Þar fæst ágætt, kínverskt te, sagði Denry. — Jæja, sagði hún. — Ég get alveg eins haldið áfram, úr því að ég er byrjuð. I sama bili kom vagninn hennar, og hún gaf ökumanninum skipun um að bíða. Síðan' fóru þau inn í veitingahúsið, og Denry bað um te og borgaði. Þar var að- eins fátt fólk, sem þekkti þau ekki. (Síðar, þegar það fréttist, að hún hefði verið þar, urðu flestar konur í Hanbridge eyðilagðar yfir að hafa ekki verið þar á réttum tima. Þar hefði verið svo gott tækifæri að at- huga hana og framkomu hennar). Allt í einu spurði greifafrúin: _ Hvernig vitið þér, hvernig Sneyd lít- ur út að innan ? Eftir þetta varð samtalið fjörugra. Sama kvöld lét Denry auglýsingu í The Signal fyrir „Kaupfélag bæjanna fimm Verndari: Greifafrúin af Chell. Daginn eftir var blaðið fullt af frásögn- um um Denry og greifafrúna og mynd af þeim í kerrunni. Þetta varð til þess, að f jöldi fólks gekk í kaupfélagið á nokkrum dögum. Það var stofnað hlutafélag. Greifafrúin fékk nokk- ur hlutabréf, og Jock líka, þó að undarlegt megi virðast. En kynlegast af öllu var samt, að um kvöldið þegar hann kom heim frá því að fylgja greifafrúnni, hafði hann engar umbúðir um handlegginn. VIII. KAPlTULI. Maður, sem enn var ungur — hann var um þrítugt —- með stutt, þéttvaxið skegg, steig út úr vagni á horninu á St. Lukés Square og Brougham Street. Hann borgaði ökumanninum með handatilburði, sem benti til þess, að hann væri ríkur og vanur að skipa fyrir, og ökumaðurinn, sem hafði ekið honum frá Hanbridge, sýndi honum samsvarandi kurteisi. I „bæjunum fimm“ eru aðeins fáir menn, sem nota vagna, enda er þar lítið um ökutæki. Ef maður ætlar í veizlu, er hægt að panta vagn löngu áður, en að ætla sér að stöðva vagn á götunni og ganga beint inn í hann eins og hvern annan sporvagn, er ekki hægt. Ungi mað- urinn með skeggið gerði þetta oft, en það bar vott um, að hann væri efnaður. Hann gekk niður Brougham Street og hélt á stórum og þungum böggli. Allir vissu, hvers vegna hann lét vagninn fara, áður en hann var kominn á ákvörðunar- staðinn. Þessi ríki maður þorði nefnilega alls ekki að koma akandi að dyrum móður sinnar oftar en einu sinni í mánuði. Hann opnaði hurðina með lykli og fór inn í gang- inn. — Ert þetta þú, Denry? spurði einhver lágri röddu. — Já, það er ég, sagði hann og gekk í öllu inn í stofuna. Frú Machin sat dúðuð við eldavélina. Það var eins og henni væri kalt og hún væri veik. Þó að stofan væri lítil og elda- vélin stór, virtist ekki vera hægt að hita stofuna upp, þar sem allur hitinn fór upp um reykháfinn. Frú Machin hefði áreiðan- lega verið heitara, hefði hún setið uppi á þakinu og haldið höndunum yfir reykháfn- um. — Ertu ekki háttuð ? spurði Denry. — Ertu farinn að sjá illa? sagði hún. Satt að segja er það hálf heimskulegt að spyrja konu, sem situr alklædd í stól, hvort hún sé háttuð. Hún hélt áfram: — Ég var að bíða eftir þér. Hefirðu fengið te? — Já, í Hanbridge, svaraði hann. Það var ekki satt. Hann hafði ekkert te drukkið, en hann hafði borðað góðan mið- degisverð á hinu nýja veitingahúsi Metro- pole í Hanbridge. — Hvað ertu með? spurði móðir hans. — Gjöf til þín. Þú átt afmæli á morgun. — Ég veit ekki til, að ég hafi minnt þig á það, tautaði frú Machin. En þegar hún hafði opnað böggulinn, lyfti hún innihaldinu upp og hrópaði: — Hamingjan góða! Heyra mátti, að hann hafði einu sinni gert hana hrifna. Þetta var falleg selskinnskápa, síðari en þær eru venjulega. Hún var jafn mikils virði og öll föt, sem frú Machin hafði eign- azt um ævina.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.