Vikan - 30.11.1939, Qupperneq 22
C-VJ
5
22
Sigurður heitir maður, er hann Bjarna-
son frá Vigur vestra, stud. jur. að nafn-
bót. Sigurður er maður lítill vexti, en snar-
legur. — Eitt sinn sat hann hóf að Hótel
Borg. Kom þá frú ein að borði hans og
kvaðst hafa glatað kjólblómi sínu. Bað hún
Sigurð að svipast um eftir því. Sigurður
kvað hana ekkert blóm eiga þar — en
leitaði þó undir borðinu, — en rís síðan
snögglega upp, snýr sér að frúnni og segir:
— Yðar lífsblóm er að eilífu glatað, frú.
Frúnni verður bilt við, en svarar þó á
sömu stundu:
— En yðar lífsblóm er bæði lítið .og illa
sprottið.
íslendingar þykja bókhneigðir og skáld
góð, enda hafa margir iðkað þá list, —
þó að á því sviði, sem öðrum, séu margir
kallaðir, en fáir útvaldir. En lofsamlegan
áhuga sýnir m. a. þessi sléttubandavísa
eftir Unndór Jónsson, stúdent, er hann
orti eitt sinn á Menntaskólaárum sínum:
Prestar blunda’ á grænni grund.
Gigtin hrundir kvelur.
Hestar skunda sævar sund.
Sólin hunda elur.
ÍSLAND — THULE.
Framh. af bls. 4.
lega ágengni stærri þjóða gegn þeim minni,
á þessum sviðum sem öðrum.
Ég þykist vita, að menn geti fundið
Thule-nafninu sitthvað til foráttu. Má vel
vera, að finna mætti annað nafn heppi-
legra, þó að það sé meira í fang færzt að
velja nýtt nafn en að taka upp aftur hið
upphaflega nafn landsins. Ég veit að menn
munu bera það fyrir, að Thule sé ekki ís-
lenzkt heiti, og menn viti ekki merkingu
þess. En ég býst við að fáar þjóðir geti
skýrt eða skilið nafn síns lands, sem orð-
ið hefir til einhvern tíma aftur í grárri
fomeskju, og þarf slíkt litlu máli að skipta.
Hvað Thule þýðir vitum við ekki með vissu,
en talið er að nafnið sé keltneskt. Hefir
skáldið Einar Benediktsson fært að því
skarpleg rök, að það þýði sóllandið eða
sóleyjan (þ. e. miðnætursólarinnar) enda
kemur það heim við frásagnir Dicuils o. fl.
um það, að frumbyggjar landsins hafi orð-
ið mjög hrifnir af miðnætursólinni og hin-
um björtu sumarnóttum. Hefir skáldið í
hinu stórbrotna og fagra kvæði ,,Sóley“,
tileinkað landi okkar þetta nafn. I annan
stað munu menn finna nafninu það til for-
áttu, að það falli ekki vel inn í íslenzka
tungu. Það er þó í rauninni aukaatriði.
Sem opinbert heiti landsins fellur Thule
mjög vel inn í erlendar tungur, og hvort
sem við notuðum nafnið óbreytt, eða í
þeirri mynd, sem Landnáma notar það,
Týli, þá er það öldungis víst, að við mynd-
VIKAN
um fljótt venjast því, enda er nafnið stutt,
auðveit í meðförum og hljómar vel. Yfir
því er í senn forn virðuleikur og um leið
einhver æfintýrablær hins óþekkta og f jar-
læga.
*
V. Ég geng þess ekki dulinn, ,að menn
munu finna ýms vandkvæði á því að breyta
nafni landsms. Mörgum mun finnast slikt
f jarstæða ein. Ég hefi og aldrei vænzt þess,
að slík hugmynd fái mikinn byr undir
vængi svona fyrst í stað. Hitt er meira um
vert, að mál þetta sé hugsað og athugað.
Mætti það a. m. k. verða til þess, að við
byrjuðum að tileinka okkur Thule-nafnið
meir en verið hefir, til þess að fá það viður-
kennt, að ísland sé hið forna Thule, og að
þessi nöfn yrðu að einhverju leyti notuð
^ samhliða.
En því að eins vek ég máls á þessu ein-
mitt nú, að sá tími er ekki langt undan,
er okkur gefst alveg einstakt tækifæri til
þess að koma nafnbreytingunni fram, ef
við óskum. Ekki einasta er það líklegt, að
ýmsar breytingar verði á landaskipun í
álfunni á næstu árum, og því gott tækifæri
að koma hinu nýja nafni strax inn á
Evrópukortið, heldur stendur nú einnig
fyrir dyrum að við slítum sambandinu við
Dani og lýsum yfir óskertu fullveldi. Yrði
að því ráði hnigið, að breyta um nafn, þá
ber að gera það um leið og við lýsum sam-
bandsslitum og fullveldi. Nafnbreyting
yrði, þegar þannig stendur á, stórum auð-
veldari en síðar, eftir að við erum búnir að
taka utanríkismálin í okkar hendur að
fullu. En jafnframt yrði nafnbreytingin
til áherzlu og auglýsingar á þeirri stað-
reynd, að við hefðum gerzt fullvalda þjóð,
. og slitið endanlega því sambandi, sem í
gegn um aldaraðir hefir verið okkur smán
og niðurlæging. Sambandi, sem hefir, jafn-
vel einnig á síðustu árum, stimplað okkur,
í augum umheimsins, sem danska nýlendu
við hhð eskimóanýlendunnar í Grænlandi.
Um leið og við þess vegna lýsum yfir
óskoruðu fullveldi um öll vor mál, þá leggj-
um við til hliðar nafn hinnar dönsku hjá-
lendu, og tökum stöðu við hlið annarra
fullvalda þjóðríkja með nýju nafni, nýjum
fána (bláhvítum), og skjaldarmerki
(fálka) til þess að þurrka út svo vel sem
verða má þann stimpil, sem erlend yfirráð
og erlend vanþekking hafa sett á land
okkar og þjóð á liðnum öldum.
JÖHANNES S. KJARVAL.
Framh. af bls. 5.
búinn að rífa niður Skólavörðuna. Höfum
við ekki ráð á að reisa hana aftur? Svo
er það leikhúsið. Eigum við að láta það
standa þarna í skuggahverfinu eða rífa það
niður og byggja það upp á öðrum stað?
Mér finnst þetta vera alltof dýr reklame
fyrir drægiskífu. Og þá eru það þessar
nýju umbætur við höfnina. Þær skil ég
ekki. Höfnin er út af fyrir sig interna-
tionalt fyrirbrigði, allt nema steinbryggj-
Nr. 48, 1939
an, sem nú á að fara að kaffæra í grjóti.
Hún var íslenzk og reistur sem traustur
grundvöllur undir erlenda heiðursgesti,
danska konunga og fursta hvaðanæfa að
úr heiminum. Og svo er hún beint fram
undan Pósthússtræti, niður undan Austur-
velli. Það eru líka kostir út af fyrir sig,
og því megum við ekki gleyma. Mér finnst
gamla steinbryggjan vera eins konar eihfð-
ar-smáblóm í menningarsögu vorri. Lands
vors guð er í verkum mannanna fyrr og nú,
og guð vors lands kemur víða við, enda
hefir hann látið sín getið á öllum tímum.
Ég held, að við ættum ekki að sundurgrafa
eða gera lítið úr verkum lands vors guðs,
og láta bryggjuna standa.
En út af fyrir sig er ég ákaflega ánægð-
ur, því að þegar ég sé áhugamál mín virt
að vettugi, þá er það nokkur trygging fyrir
því, að manns eigin borg sé til annars
staðar. Kannske er það borg úr norður-
Ijósum, kristölluð klakaborg einhvers
staðar úti í ljósvakanum. Og kannske kem-
ur hún einhvern tíma að sækja menn. I
minni borg mundi ég hafa þjóðlega þjóð-
kirkju og byggja upp kirkjulega list í
praksis. Mínar kirkjur skyldu standa opn-
ar allan sólarhringinn, og þar mundu prest-
arnir hafa vaktaskipti um að syngja mess-
ur, en á milli messugerða mundi ég láta
leika þjóðleg ævintýri og huldufólkssögur
með tónleikum og skrautsýningum. Þang-
að gæti fólk komið til að leita sér huggun-
ar og neutrahsera sig frá pólitískum ástar-
áhrifum og hvers konar öðrum áhrifum,
sem sækir að því. Þetta kæmi sér mjög vel
núna í stríðinu. Annars er það mikið sam-
vizkuspursmál, hvort maður á að tala um
stríðið eða ekki. Það er sérstakt stríð, sem
hver heyir við sjálfan sig. 1 mínum kirkj-
um minnar borgar mundi okkar ágætu
söngmenn, sem nú eru dreifðir út um víða
veröld, geta fengið vinnu. Þeir eiga að
vera betlarar heima hjá sér. Á kirkjubekk-
ina mætti svo hengja samskotabauka og í
þá geta þeir stungið fimmeyringum, sem
vilja. Listin á að vera handa öllum og fyrir
alla, og hún á ekki að kosta neitt.
En nú er ég að verða vondaufur um, að
mér vinnist tími til að reisa borgina mína.
Og þeir, sem ekki koma ideum sínum í
framkvæmd á hinum borgaralega vett-
vangi, verða einrænir. Það er mín reynsla.
Þess vegna kann ég bezt við mig einn á
víðavangi við vinnu mína. Hrafnarnir eru
skynsamir fuglar. Þeir vita allt og þeir
þekkja mig. Nú er ég búinn að finna heila
seríu af dýrum í Svínahrauni, sem virðist
benda til þess, að hér hafi verið menning
fyrir mörg þúsund árum, menning, sem
reit sína listasögu í hraunið. Getur það
verið? Hvað vitum við um nokkurn hlut?
Landslagið þekkir sitt skipulag, þó að
mennirnir geri það ekki. Það á mörg laun-
mál með sjálfu sér.
Þessu er ég nú að velta fyrir mér, vinir
mínir, og á meðan lifi ég í daglegu kurteis-
isástandi við sjálfan mig, af því að ég hefi
ekki hugmynd um, hvað er rétt eða rangt.
S. B.