Vikan


Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 51, 1939 7 .tiiiiitiiiuiiiiiiiMiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimiimmn.. I HJÁLMAR GULLBERG: | Klœðnaður vœnn er kostaþing — | | Lars Wívallius, sænskur ævintýramaður og skáld § á 17. öld, kveður fyrir réttinum, þar sem hann 1 j stendur ákærður sem svikagreifi: I Klæðnaður vænn er kosta-þing, þeim kann hans Brúk að læra. \ f Gieingi eg í Vadmaals-Kufle ikring f kvalldi Tortryggne og Oovirding f enn Flauele fylgir Æra. f 1 Þar á er reistur Riettur Lanz f f að ráði en beztu klæðenn. f Hvar ei vill feril faaráðs Manns I feta í auðmýkt til Grafar-Ranns [ sé klóokur á Flijafræðenn. f Bæri eg Klæðe við Hofe og Hag f heim bauð mér enginn Grannenn. [ í lientu Skarte með Lukku-Brag lifde og margann Veizlu-Dag, [ því Skraddarenn skapar Mannenn. f Klædenn væn eru Kosta-Plogg j þeim kann með þaug að fara. \ | En betra er frelsi og Bura snogg j f og Brækur rifnar í Morgunn-Dogg j enn Floskiodd og Faange-Snara. j Magnús Ásgeirsson, þýddi. upp á kirkjulofti, þaðan sem ekki sást niður í kirkjuna nema blá-altarið, og norp- aði ég þar í tvo tíma með saltarann í hönd- unum og kerti fyrir framan mig og hlýddi kvöldsöng munkanna. Karþúsínar hafa miklu ömurlegri tón en t. d. benediktínar, söngur þeirra ambrósiskur frekar en gre- góriskur. Þegar ég var kominn aftur inn til mín eftir þennan langa kvöldsöng fannst mér ég hefði nú enn fyllri rétt en áður til að vænta jólakrásanna, enda tók sulturinn að sverfa að. En ekkert heyrðist til Móra á göngunum, það heyrðist yfirleitt hvorki stuna né hósti nokkurs staðar í þessari álmu hússins, né reyndar annars staðar, myrkur á óraflýstum göngunum, myrkur á hverjum einasta glugga, hvergi glætu að sjá í umhverfinu, úti aðeins venjulegt regn. Ég drakk eitt glas af köldu vatni til hátíðabrigðis á þessum merkilegu jól- um og fór að hátta. En þegar ég var liðinn á vit þeirra drauma, sem veita allar krásir, sem jarð- nesk jól hafa frekast að bjóða einum óand- legum manni, þá er ég vakinn af svefni. Mókuflungur er í dyrunum með skriðbyttu í hendi og gefur mér merki um að standa á fætur sem skjótast. Þá var klukkan fám mínútum fyrir ellefu. Síðan fylgdi ég skrið- byttu bróðurins eftir hinum endalausu göngum, þangað til hann hafði komið mér fyrir í skotinu uppi á kirkjuloftinu eins og fyrr um kvöldið. Það var ekkert hægt að sjá fremur en fyrr, kirkjan í flöktandi skuggum hið neðra eins og af blaktandi kertaljósi. Eg heyrði þegar munkarnir komu inn niðri, því að hver um sig sló eitt högg í litla bjöllu í dyrustafnum um leið og hann kom, og því næst heyrði ég skrjáfið af kuflum þeirra og talnaböndum, þegar þeir köstuðu sér flatir á grúfu inni í kórnum til bænar. Loks hófst hinn dapri ambrósiski nátttíðasöngur þeirra eins og frá annarlegum verum í órafjarlægð úti í geimnum. Eg hélt saltaranum mínum upp að kertaljósinu og fylgdist með á bók- inni. Þessi langdregni, ömurlegi söngur í kyrrum, óuppljómuðum djúpum nteturinn- ar, að ógleymdum kulda og súgi, stóð í fulla þrjá klukkutíma. Að lokum féllu munkarnir enn til jarðar og lágu þannig á bæn um stund, áður en þeir tíndust út. Og mókuflungur kom með skriðbyttuna og vísaði mér enn gegn um hin myrku völ- undarhús, til herbergis. Ég var mjög feg- inn að komast aftur í rúmið og sofnaði þegar í stað. En sú frakt líkamans, sú jarðneska og heiðna sæla, sem er í því falin að sofa á jólanóttina stóð ekki lengi. Bráðum stend- ur kuflungur aftur við rekkjustokkinn með skriðbyttuna. Hann gefur mér merki um að klæða mig í skyndi og fylgja sér, og ég fram úr með stírurnar í augunum. Þá var klukkan að verða hálf fimm. Hann fylgdi mér enn upp í loftkrókinn og kveikti á kert- inu og nú hófust tíðir ad matutinum í sama stíl og áður og stóðu að þessu sinni fram undir klukkan sjö um morguninn. Ég sat hjá kertinu með saltarann og naut þess að halda þó einu sinni á ævinni kristilég jól. Upp úr sjö hófust hinar svo kölluðu kyrru messur, og stóðu í tvo tíma, með ógreini- legu tauti og hringingum frá bjöllum, sem virtust ekki stærri en fingurbjargir. Klukk- an níu um morguninn voru munkarnir loks- ins tilbúnir að syngja hámessu, og stóð hún fram til klukkan hálf ellefu. Að henni lokinni hélt ég til herbergis míns á ný. Þetta hafði verið mikil jólanótt. Allan jóladaginn var einnig þurrfastað og steinþagað, utan hvað guði var sungin dýrð á svipaðan hátt og um nóttina. En á annan í jólum kom gestafaðirinn aftur inn til mín snögglega eins og vindþytur, brá hettunni aftur fyrir hnakka í því hann kom inn, lagði úrið sitt á arinhilluna, sett- ist andspænis mér, kvaðst að þessu sinni hafa hálfa klukkustund til umráða, og hóf þegar merkilegar skrafræður við mig um hið fyrrnefnda sálartetur (sem ég hefi þó því miður aldrei beinlínis orðið var við, að ég hefði. Eins og allir vita er sálin ekki raunhæft hugtak, heldur guðfræðilegt). Mig langar að skjóta því hér inn, að þótt leiðir milli mín og kristins dóms hafi skilið hér um bil eins rækilega og hægt er að kref jast með nokkurri sanngirni, þá er það reynsla mín og sannfæring, að fíngerðasta, göfugasta og að flestum hlutum fullkomn- asta manntegund, sem sögur fara af á jörðinni sé ákveðin gérð af mein- lætamönnum, sem sumum kanúkareglum hinnar Heilögu Kirkju hefur tekizt að skapa, og þessi gestafaðir í Partridge Green var einn af þeim. Þessi óviðjafnan- lega manntegund, sem mér finnst hið fín- lega manntegund nær stundum alla leið Pramh. á bls. 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.