Vikan


Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 33

Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 33
VIKAN, nr. 51, 1939 31 „HÚN SAGÐI MÉR — HÚN AMMA MÍN .. “ Framh. af bls. 13. — Ég þarf að ná fundi Dagnýjar hinn- ar fögru, hún á að vera hér. — Ég er Dagný, svarar hún fast og ró- lega. — Þér Dagný! hrópar hann, og það fór eins og hrollur um hann. En svipur henn- ar laug ekki. Hann hopaði enn fjær og sagði með undrunarblandinni meðaumkun- arrödd: — Og þér, sem báruð af þúsund- um, hefir hin dásamlega fegurð yfirgefið yður? — Yfirgefið mig eins og auðurinn, svar- ar hún fast og ákveðið. — Ég má ekki tef ja, segir hann lágt og lyftir hendinni í kveðjuskyni. Þetta var á áliðnum vetri, og nú líða enn nokkrar vik- ur. Þá kemur einn dag sú fregn til þeirra mæðgna, að Sigvarður hafi andazt í fang- elsinu, og jafnframt er þeim skipað að hafa sig á brott af þessum stað. Taka þær þá saman það litla, sem þær áttu og halda af stað. Hringinn góða áttu þær enn, og var það helzta von þeirra, að þær gætu selt hann og fengið með þ)ví fé til þe3s að komast af landi burt. I næstu borg, sem þær komu til, heppn- aðist þeim líka að selja hringinn — þó ekki nema fyrir hálfvirði — skartgripa- sala einum. En þær ætluðu, að sú litla upp- hæð myndi nægja þeim til ferðakostnaðar og brýnustu nauðsynja fyrst í stað. Héldu þær svo öruggar áfram og létu eigi sinna eiginlegu nafna getið, enda var lítil hætta á, að þær þekktust, þar sem útlit þeirra minnti nú næsta lítið á þeirra fyrri glæsi- leika. Það var svo eitt sinn á áliðnum degi, að þær voru á ferð í smádal einum og hugðu að ná um kveldið til næsta þorps, er lá skammt fyrir austan dalinn. En þorp þetta lá að landamærunum og ætluðu þær það seinasta gististaðinn í ættlandi sínu. Eftir miðjum dalnum rann lítil á, og lágu allbrattar, kjarri vaxnar hæðir að henni báðum megin á nokkru stykki, svo að eigi sást þar að ánni fyrr en komið var að henni. Þær voru nú komnar að á þessari, óðu yfir hana og hvíldu sig því næst á ár- bakkanum í skjóli hinnar kjarri vöxnu brekku og neyttu af nesti sínu. Kemur þá skyndilega ofan úr kjarrinu stigamaður með grímu fyrir andliti. Réðst hann þegar að þeim og heimtaði af þeim allt fémæti þeirra. Báðu þær hann þá fyrir guðs skuld að auðsýna miskunnsemi tveim fátækum konum. En hann skeytti því engu, en sló Dagnýju, svo að blóð féll úr andliti henn- ar og kvaðst mundi ganga nær lífi þeirra, ef þær létu ekki af hendi allt sitt. Sáu þær þá ekki annars úrkosti en að láta af hendi allt, sem þær áttu, meira að segja þreif stigamaður af Dagnýju silfurkross lítinn, er hún bar í bandi um hálsinn, áður en hann hvarf á brott. Nú sem þær sátu þarna rændar og allslausar, varð Dagný svo beygð af harmi, að hún greip höndum fyrir andlit sér og grét sáran. En móðir hennar hughreysti hana og mælti: — Harmaðu eigi þetta, dóttir góð, við höfum misst meira en þetta. Og blessun guðs getur hvílt yfir okkur, þótt hin ytri hamingja svíki. Sveitafólkið er oft gest- risið og má vera, að við getum fengið gist- ingu á einhverju smábýlinu hér í dalnum, þótt við höfum ekkert til að borga með greiðann. Lét Dagný þá sefast og héldu þær því næst áfram ferð sinni. Leiddi Dagný móðir sína upp brekkuna og létti henni gönguna, sem hún gat, því að hún var orðin þreytt og móð fyrir brjósti, enda tekin að eldast nokkuð. Svo héldu þær áfram veginn enn um stund. Nú var komið að kveldi og tek- ið að kólna í lofti. Að baki hinum þjökuðu vegfarendum hné sólin bak við snævi þakkta, roðaslegna fjallatinda lengst í vestri, en örskammt framundan þeim hafði hún kynnt sína deyjandi geislaloga eins og blossandi kyndil í litlum glugga á sveita- býli einu. — Sjáðu litla sveitabýlið þarna, dóttir góð, sagði þá móðir Dagnýjar. -— Hver veit, nema að þetta sé vitinn, sem hin heil- aga guðs móðir ætlar okkur að stefna á í kvöld. Við skulum vita, hvort við hitt- um þar ekki fyrir gott og guðhrætt fólk, sem vill veita okkur húsaskjól og beina til næsta dags. Gengu þær svo upp að litla sveitabýlinu með hinn gullna sólarloga í litlu glugg- unum. Öldruð kona með mildan og heiðan svip og athugul augu kom út í dyrnar um leið og þær bár þar að. Kom þeim strax í hug, að þetta myndi húsfreyja sjálf, heils- uðu henni kurteislega, sögðu henni frá ráninu við ána og báðu hana að sjá aum- ur á þeim og veita þeim gistingu. Hinni glöggskyggnu húsfreyju duldist ekki, að mæðgurnar voru engar venjulegar, mælgis- sjúkar farandkonur og tók því þegar á móti þeim með mestu alúð og vinsemd. Veitti hún þeim alla þá beztu aðhlynningu og beina, er hún gat. Var þá líka sem sorg- arþunganum létti snöggvast að nokkru af þeim mæðgum, svo að þær töluðu margt við húsfreyju yfir borðum. Þó sögðu þær henni ekki neitt af sínu fyrra lífi í Vest- borg. En þess þóttist húsfreyja verða áskynja, að þær hefðu áður á ævinni átt betri daga en fátækar almúgakonur, þótt nú væru þær allslausar og ættu hvergi höfði að að halla. Á þessum litla bæ sáu þær mæðgur, auk húsfreyju, unga og dá- fríða stúlku, er þær héldu dóttur hús- freyju, svein einn á að gizka 8 vetra, vask- legan og fráan, er tæpast gat þó verið bróðir hennar, og svo son húsfreyju, full- þroskaðan mann, en þó unglegan og gjörvi- legan. Hafði hann hin gerhugulu augu móðurinnar og hennar góðlega svip og hreina yfirbragð. Um kvöldið, eftir að þær mæðgur voru gengnar til hvílu, töluðu þau systkinin og móðir þeirra nokkra stund hljóðlega saman. Um morguninn var þeim mæðgum enn borinn góður beini, en sam- talið með þeim og húsfreyju vildi ekki ganga eins greiðlega og um kvöldið. Því að úrræðaleysi, einstæðingsskapur og fá- tækt þeirra mæðgna hvarflaði þeim nú aft- ur svo sárt í hug og steypti yfir þær svörtu vonleysi, þegar þær áttu fyrir hendi að hverfa frá þessum hugþekka gistingarstað, þar sem friður og ánægja hinnar látlausu hamingju virtist ríkja, — hverfa þaðan út í auðn og óvissu. En það var sem hús- freyja gæti sér til um hugsanir þeirra, svo að þegar þær þökkuðu henni greiðann með mörgum fögrum orðum og sýndu á sér fararsnið, spurði hún þær, hvort þeim væri nokkuð á móti að dvelja hjá þeim nokkra daga, ef ske kynni, að eitthvað rættist úr fyrir þeim. Mæðgurnar litu fyrst í hin mannskyggnu augu húsfreyju, því næst hvor á aðra, svo aftur á húsfreyju, brostu og þökkuðu. Og eitthvað nýtt og óþekkt innst innan úr helgidómi mannlegra sálna rauf vonleysis-þokuna, eins og heitur og logaskær geish, og sveipaði hug þeirra nýrri, óþekktri birtu. Þessar konur, sem bergt höfðu áður fyrr á flestum veigum hinnar veraldlegu hamingju og gleðilífs, urðu nú í fyrsta skipti snortnar innst inn að hjarta af þeirri voldugu gleði, sem hin hreina, mannlega samúð og endurþökk kveikir í brjóstum allra. Mæðgurnar urðu nú á litla sveitabýlinu næsta dag og dag- ana þar á eftir. Á meðan hækkaði sólin göngu slna og vorið kom í öllu sínu líffulla veldi. Skógartrén urðu allaufguð og fugl- arnir byggðu hreiður sín í greinarkverkum þeirra og fólkið á sveitabýlinu varð brúnt á hörund við sín margs konar störf. Hús- bóndinn plægði akurblettina sína, litli drengurinn gætti geitanna og húsmóðirin og dóttir hennar unnu í garðinum, þegar stundir gáfust frá matstörfum. Garðurinn var allstór, svo að meir en nóg var fyrir þær að starfa. En nú hafði þeim bætzt hendur. Mæðgurnar aðkomnu störfuðu þar með þeim öllum stundum. Þetta var þeim gjörsamlega nýtt starf, enda þurftu þær margt að læra í fyrstu. En þeim féll vinn- an vel í geð, og hið kyrrláta starf á þessu friðsæla heimili bar heilbrigð græðismyrsl á sár þeirra. Hver starfsdagur færði þeim nýja gleði, og hver planta, sem þær gróður- settu, og hvert fræ, sem þær sáðu, nýja von. Raunar höfðu verið margfalt fleiri tré og skrautjurtir í hallargarði Vestborg- ar, og yndislegt var að reika þar um á vorin. En þær höfðu ekki sjálfar plantað rósimar þar og höfðu því ekki á þann hátt tengzt þeim sterkum böndum og persónu- legum vonum. En nú greri lífið upp allt í kringum þær — og undan þeirra eigin höndum; og um leið greri upp þeirra eigið innra líf, sem aldrei fyrr, er sorgin hafði áður svo lengi plægt sínum sára plógi. Eins og skuggarnir höfðu vikið undan hinu bjarta skini vorsins í hinni ytri náttúru, eins fæddist nú aftur hinn bjarti glampi lífsins í augum Dagnýjar. Ef til vill ekki sami glampinn og áður fyrr, meðan æskan hló léttast í Vestborg. Nú lá hann eins og dýpra og innra og bar þenna hlýja ljóma, sem aðeins heil og einlæg samúð og vin-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.