Vikan


Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 32

Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 32
30 VIKAN, nr. 51, 1939 LÆKNISFRÚIN. Frh. af bls. 11. eins og ég hefi hlaðið undir þig, og unnið baki brotnu fyrir þér. Sannleikurinn er, að ég hefi verið þér allt of góður. Þú ert ekki manneskja til að launa það, sem þér er gott gert. Frúin var hnigin niður á stól og snökti táralaust. — Þú hugsar ekki mikið um heilsu mína, Jónas. — Heilsu þína! frussaði hann. — Það gengur ekkert að þér nema aðgerðarleysi og móðursýki, hvað ætli sé svo sem að þér, þú ert vel byggð, og verður aldrei mis- dægurt, svo að ég viti, og barn viltu ekki eiga. Þú sviptir mig þeirri gleði eins og raunar allri heimilisgleði. Frúin gleymdi að vera fín.. — Það eru kannske barnaveiðar, sem þú stundar hjá Ágústu? Læknirinn dreirroðnaði, hann snerist á gólfinu og varð blátt áfram hlægilegur ásýndar. — Þú ert . . . þú ert reglulegt úrþvætti, og húskross, það ertu . . . Hann rauk á dyr og rak sig á dyrastaf- inn. Frúin tók hendurnar frá andliti sínu, það bar engin merki gráts. Hún spratt á fætur, tók silkikoddann, er maður henn- ar hafði notað sem hljóðdeyfir, tróð hann undir fótunum og þeytti honum síðan út í horn. Hún svipaðist um eftir einhverju öðru til að tæta, rífa og troða á, en tímdi ekki að eyðileggja neitt. -------- Frú Gígja reykti hverja sígarettuna eft- ir aðra á meðan hún beið. Tíminn mjak- aðist hægt áfram, tómur og eyðilegur. Hanna hafði fært henni kaffi á bakka inn í skrifstofuna, og þar stóð nú bakkinn enn, klukkutíma seinna. Frúin hristi könnuna og fékk sér kaldan dreitil neðan í bolla með sígarettunni sinni. Klukkan 17 Va hringdi hún til lækninga- stofu einnar í bænum, þegar hún heyrði röddina í símanum, lagði hún heyrnartólið frá sér án þess að gefa sig til kynna. — Ennþá, sagði hún. — Ég hélt, að þessir nýju læknar hefðu ekki svo mikið að gera, að þeir þyrftu að vera að dralla á lækningastofunni, eftir að heimsóknar- tíminn væri liðinn. I sömu andránni datt henni snjöll hug- mynd í hug. Hún hringdi aftur í sama númerið. — Sæll! Ertu þarna einn? — Ekki ennþá, geturðu ekki hringt ofurlítið seinna? — Ferðu beint heim? — Já, það er að segja — jú, ákvað hann rösklega. — Þá kem ég heim til þín, ég þarf að tala við þig, þú verður kominn heim eftir nokkrar mínútur — er ekki svo? — Jú, en ... — Ég kem, söng hún inn í símann, og lagði heyrnartólið frá sér, áður en hann gat lokið sínu máli. Hún var mjög ánægð með sjálfa sig. Það var einmitt ágætt, að hann var ekki einn, annars hefði hann ef til vill aftekið, að hún kæmi. — Elsku Deddi, hann er svo barnalegur. Frúin átti allt í einu annríkt, hún reis upp úr legubekknum, sem hún hafði hvílt í, skipti á kjólnum og dökkri „dragt“ ogljósri blússu úr mjúku silki; hún snyrtaði andlit sitt og hár, tók fram slæðu, hatt og hanzka og stóð að lokum ferðbúin í svefn- herberginu, föl og glæsileg, varir hennar höfðu djarfan roða. Hún var smekkvís kona, það hóf hana hátt í eigin augum. Hún speglaði sig frá hvirfli til ilja, og komst að sömu niðurstöðu sem endranær, að hún líktist enskri hefðarkonu. — Ég hringi á bíl, sagði hún, síðan gekk hún inn í skrifstofuna og hringdi. — BSR, var svarað í dimmum karl- mannsrómi. — Gjörið svo vel að senda bíl nú þegar, til Jónasar Jónssonar læknis. Til frekari skýringar tilgreindi hún heimilisfang. Á meðan hún stóð við gluggann og beið bílsins, kallaði hún fram til Hönnu. Hún kom inn í dyrnar. — Þér hugsið um kvöldverðinn eins og venjulega, en þér skuluð ekki leggja á borð fyrir mig. Það er óvíst, að ég verði komin aftur fyrir þann tíma. Nú heyrðist bílblástur úti, frúin hneigði höfuðið í kveðjuskyni, og gekk í hraðara lagi út úr stofunni. Eggert læknir lauk sjálfur upp fyrir gesti sínum. Það var ókyrrð í svip hans. — Gjörðu svo vel. Hann opnaði dyrnar að stofu þeirri, er var í senn dagstofa hans og skrifstofa. Hann var ókvæntur maður og bjó einn. Stofan var skuggaleg, með.dökkum hús- búnaði og þykkum gluggatjöldum, á skrif- borðinu logaði á grænum lampa. Læknir- inn kveikti annað ljós. Frú Gígja settist á armstól við gluggann. Það var þokkafullt seinlæti í hreyfingum hennar. — Þú sagðist þurfa að tala við mig; hann gleymdi að setjast og stóð fyrir fram- an hana. — Já, en það liggur ekki líf manns við, að allt segist i einu andartaki. Rödd henn- ar var djúp með sveiflandi undirhljóm, hún var ekki alveg laus við sígarettuhæsi, en það jók aðeins á töfra hennar. — Seztu, sagði hún. Hann gerði svo, og greip um stólbríkurnar með hvítum, hold- grönnum höndum. Frúin horfði á hendur hans, og hugsaði um, hve maður hennar og Eggert væru ólíkir menn. Þeir áttu víst fátt sameigin- legt annað en þennan einkennilega, sam- setta lyfjaeim, er fylgdi þeim, hvar sem þeir voru. — Hvers vegna kemur þú, þvert ofan í það, sem ég hefi beðið þig? spurði hann með ásökun í röddinni. — Mig langaði til þess, svaraði hún blátt áfram. Honum geðjaðist víst mjög vel að svaxi hennar, því að hann færði sig nær henni, og tók þétt utan um báðar hendur hennar. — Þú verður lika að sýna sjálfsafneit- un, og sjá, hvert stefnir, ef við breytum ekki eftir boðum skynseminnar. Hún smeygði sér úr jakkanum, settist á stólbríkina hjá honum, tók báðum hönd- um um höfuð hans og vaggaði því hægt. — Ég er á flótta frá einveru og skiln- ingsleysi. Hún talaði í söngtón, en rétt á eftir sagði hún sönglaust, borin uppi af heitri gremju, óhugð, sem vakti gagn- kvæman hrylling: — Jónas meiðir mig. Eggert þrýsti henni að sér í djúpri, ómálga samúð. Um leið og hann fann til með henni, undraðist hana og dróst að henni á dularfullan hátt, var hún eðli hans torræð gáta. Honum fannst hún koma úr öllum áttum, í sífelldri mótsögn við sjálfa sig, og þó sjálfri sér samkvæm í allri sinni ósamkvæmni, einlæg og yfirdrepsfull, lát- laus og íburðarmikil. Návist hennar rugl- aði unga lækninn, sem vildi lifa heilbrigðu, æsingalausu lífi. — Ég veit, að þið eigið ekki vel saman, en hann er maðurinn þinn . . . — Nei, veiztu nú hvað, nú skaltu fá að vita það sanna. Það er engin ástæða til að leyna þig því, hvernig Jónas lifir . . . ---------Ef ég væri nú viss um, að þér þætti vænt um mig, en stundum finnst mér, að ég sé aðeins verkefni fyrir þig. — Verkefni? — Já, að þú hafir of lítið fyrir stafni, og því sé ég eins konar dægradvöl fyrir þig, úrræði til að eyða tímanum, án þess að þér leiðist alltof mikið. — Flónið þitt, elsku Deddi, sagði hún og kyssti hann á augun. — Nei, við tvö eigum saman, við erum tvíburasálir. Hér eftir ætla ég að koma oft til þín, ég ætla að eiga hér annað heim- ili. Nei, hér hjá þér á ég heima. ---------Hún gekk um stofuna og lag- færði ýmislegt. Hún taldi sér trú um, að sér liði aldrei fullkomlega vel, ef eitthvað færi öðru vísi en vera bæri í nálægð henn- ar. Hér vantaði líka blóm, afskomar, ilm- andi rósir. — Hver tekur til hjá þér? spurði hún. — Konan í kjallaranum. — Konan í kjallaranum. Þú þarft að fá liðlega stúlku til að taka til hjá þér. — Henni kemur vel að fá aura. Við því þagði hún. ---------Þegar þau sátu aftur saman í sófanum spurði hann: — Ertu ekki hrædd við orðróminn, get- sakimar, dóma mannanna? — Umtal getur maður ekki forðazt, en fólk veit pjaldnast sannleikann. Hvað veit það um mig? Það væri kynleg tilviljun, ef það vissi hið sanna um mitt líf. — Samt hlýtur þú að sjá, að þú teflir djarft um mannorð þitt, ef þú kemur oft til mín. Hún brosti glettnislega. — Það er ég ekki viss um, þú ert læknir. — Hverju breytir það ? — Hefurðu ekki heyrt það, að læknis- frúin fer alltaf til nágrannalæknisins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.