Vikan


Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 14
12 VTKAN, tir. 51, 1939 Hún sagði mér hún amma mín .. Það er merkilegt, hvað sumt gamla fólkið kann mikið af vísum og kvæð- um, sögum og sögnum. Ég er t. d. rétt viss um, að ef ég ætti að skrifa upp allt, sem hún amma kunni og fór með fyrir okkur unglingana, bæði í bundnu og óbundnu máli, þyrfti ég fleiri mánuði eða jafnvel ár til þess, því að það myndi fylla 2—3 bindi, hvert á stærð við löngu skáld- sögumar nútíma rithöfundanna. En eins og við vitum, spara þeir hvorki svertima né pappírinn, hvað sem um annað er. Þið þurfið nú samt ekki að halda, að ég hafi mennar. Var þar þá oft margt saman kom- ið af ríkum mönnum og tignum og þeirra skylduliði. Margt kvöldið og nóttina voru hinir glæstu salir Vestborgarhallar upp- ljómaðir af ótal ljósum og dundu við af hljóðfæraslætti og dansi, hlátmm og glasa- glaumi. Veizlur Vestborgar vom því mjög eftirsóttar, ekki sízt af hinum ungu aðals- mönnum. Og var það í almæli, að það væri ekki síður að þakka konu húsráðanda — hallarfrúnni — en honum sjálfum, sem var hvort tveggja hin höfðinglegasta og skörulegasta í sjón og allri framkomu. En allra mest mun þó hafa dregið að, að þau áttu dóttur eina bama, er Dagný hét, sem orðin var fullvaxin mær, er saga þessi gerðist. Var hún talin bera af öllum meyj- um þar um slóðir, og þótt víðar væri leitað, að fegurð og glæsileika, glaðværð og frjálsmannlegri framkomu; enda hafði Ævintýri eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. erft gáfuna hennar ömmu. Ó, nei, síður en svo. Þótt mér þætti oft ofur gaman að hlusta á fróðleik gömlu konunnar, þá var eins og lítið gæti í mér tollað til lengdar af þessum sögum og Ijóðum hennar. Hinar daglegu nýjungar úr austri og vestri, blöð- in og bíóin, — Iangdregnu, orðmörgu, öfga- fullu og kitlandi skáldsögumar og áfenga kaffihúsamúsikin komu og máðu jafnharð- an burt úr minninu ferskeytlurnar og þul- umar, þjóðsögumar og ævintýrin hennar ömmu, án þess þó að setjast þar sjálft að sem betur fór — það skildi aðeins tómið eftir. Þó er það helzt nú í seinni tíð, sem sumt af hendingunum og sögubrotunum hennar ömmu skýtur upp í huga mínum, ■— sem hefir eins og gróið fast í meðvit- und mína og orðið eitt af því, sem hefir gefið henni fyllingu og innihald. Eitt hið gleggsta af þessum brotum er einmitt sag- an eða sögubrotið, sem ég ætla nú að segja ykkur. Ég er auðvitað ekki viss um að muna það nándar nærri orðrétt, eins og hún amma sagði það, — an aðalefnið — innihaldið er það sama, þótt búningur- mn hafi ef til vill fengið eitthvað annað snið við það að liggja og meltast í huga minum. En sagan er þá í stuttu máh svona, í þeim búningi, sem ég minnist hennar: Langt úti í löndum var eitt sinn ríkur aðalsmaður, er Sigvarður hét. Bjó hann á stóru og fögru aðalssetri, er Vestborg nefndist, og átti eignir miklar, bæði í lönd- um og lausum aurum, enda barst hann mikið á og hélt oft veizlur miklar og fjöl- hún frá blautu barnsbeini vanizt prúðbún- um gestum og íburðarmiklu samkvæmis- lífi. Hún var líka auk frábærs fríðleiks og ytri glæsileika góðum gáfum gædd. Glöð og ástúðleg í viðmóti, fjörug og orðhepp- in í viðræðum og hugkvæmin á það að finna upp tilbreytni í skemmtunum fyrir gesti sína. Söngvin var hún með afbrigð- um, hafði bæði fagra söngrödd og lék vel á hörpu. Skemmti hún því oft með söng sínum og hljóðfæraslætti. Það var því ekki að undra, þótt unga fólkið hændist að samkvæmunum í Vestborg, sízt af öllu létu ungu aðalsmennirnir sig vanta. Ekki vantaði það þá líka heldur, að farið væri að stinga saman nefjum um það, hver myndi verða hlutskarpastur og hreppa hamingjuna, — hina glæsilegu, tiginbornu mey, með hinum ríka heimanmundi, sem átti auk þess í vændum að erfa hið fagra og stóra aðalssetur að lokum. — En vand- lát mun hún verða, sagði fólk, — og ekki munu foreldrar hennar, eftir stolti þeirra og ríkilæti, ætla henni neitt smámenni, hvorki að ætt né upphefð. Ef til vill yrði hái, hermannlegi aðalsmaðurinn, sem setið hafði tvær seinustu veizlurnar í Vestborg, sá útvaldi. Hann var sagður vel kunnugur við hirðina og jafnvel í ætt við sjálfan kon- unginn. Eða ef til vill yrði það sonur gamla hertogans, þessi glóhærði, skrautbúni, ungi maður, með bláu, síbrosandi augun og hvítu, mjúku hendurnar, — eða ef til vill ungi, útlendi furstinn með dökku, dreym- andi augun, svarta hárið og tígulega vöxt- inn. Já, var ekki von, að fólk spyrði? Því að sannleikurinn var, að allir þrír vildu þeir koma sér í mjúkinn hjá aðalsmeynni. Kongsfrændinn var alls staðar, þar sem hann var stöðugt reiðubúinn að láta henni í té aðstoð sína og auðsýna henni sína riddaralegu kurteisi. Brosleiti hertogason- urinn, sem sjálfur lék prýðilega á hljóð- pípu, fékk aldrei nógsamlega dásamað hennar yndislegu rödd og strengleik, og út- lendi furstinn, er tilbað fegurðina og hinar fögru listir, og átti meira að segja mál- verkasafn eftir sjálfan sig, — taldi Dag- nýju hina fullkomnustu fegurðarmjmd, er hann hafði fyrir hitt. Enda fékk hann hana til að „sitja fyrir“, og málaði hana svo í nær fullri stærð sem ,,gyðju vorsins". Eins og gefur að skilja var Dagný heldur ekki ósnortin af allri þessari athygli og að- dáun, sem hún hlaut hjá öllum, ekki sízt hjá þessum þremur aðalsmönnum. Henni fundust þeir hver öðrum glæsilegri og kurteisari og laugaði þá óspart í velþókn- unarbrosum sínum. En enn þá hafði hún ekkert ákveðið, hvem hún skyldi velja, þegar til kæmi. Þótt hún hins vegar vissi, að áður en mjög langt um liði myndi sú stund upp renna, að hún yrði að taka ákvörðun. Voru foreldrar hennar líka bún- ir að láta skírt í ljósi við hana, að hún væri nú komin á þann aldur, að hún þyrfti að fara að skoða um huga sinn, enda ætti hún nú svo góða úrkosti, sem frekast yrði ákosið. En gæfuhjól manna leikur oft á kvikum ás. Öðar en nokkum varir getur það hverft niður hinni gullnu hamingju- hlið sinni, en upp hinni svörtu ólánsrönd. Skyndilega kom upp samsæri gegn kon- unginum við hirð hans. En hann var a£ ýmsum talinn nokkuð misvitur stjómari, og enda harðstjóri mesti, er því var að skipta. Vom nú margir menn teknir hönd- um og líflátnir, sem gmnur lék á að ættu þátt í samsærinu, en aðrir, — frændur þeirra og vinir, — einkum þeir, sem auð- ugir vom og háttsettir, voru fangelsaðir og sviftir eignum, tign og embættum. Nú vildi svo óheppilega til, að einn af aðal forsprökkum samsærismanna var náfrændi aðalsmannsins á Vestborg. Var það nóg til þess, að daginn eftir að samsærið komst upp sendi konungur af stað riddarasveit til Vestborgar til að handtaka Sigvarð, og um leið var auðvitað aðalssetrið og aðrar eignir Sigvarðs gerðar upptækar af kon- ungi. Kona Sigvarðs og dóttir urðu þá og samstundis að yfirgefa höllina. Var þeim í bráðina leyft að setjast að á litlum bú- garði í nágrenni Vestborgar. Þannig var á einum degi hinni stóra höll, sem ómað

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.