Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 7
!riiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiri<iiiiii7r(Tri>iiitiiiiiiiiiiiiini(ciinniiiiiiiiiniTiii(iiiiiiiiiii|ii;iiiiiiiiiitiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiii liiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiiiniiiiiiimHiniii!
VIKAN, nr. 51, 1939
5
Jólahugleiðing.
FRIÐRIK RAFNAR, vígslubiskup:
»VÆomm Vj&itu,
vetrarperlan fríð
thafnir vorar, öll vor
störf og hugsanir
hafa undanfarna
daga að einhverju
leyti miðast við þá
stund, sem nú er
runnin, jólahátíð-
ina. Svo má telja,
að allsstaðar, utan heimilanna og inn-
an, hafi allt borið einhvern svip af
undirbúningi hinnar komandi hátíð-
ar, og í kvöld má sjá árangurinn.
Heimilin eru skreytt, fólkið er prúð-
búið, það sem bezt er til framreitt og
gjafir eru gefnar. Og þetta er ekkert
einstætt fyrir okkur hér á landi.
Svona er það allsstaðar í kristnum
löndum. Meira að segja er það kunnugt, að þar sem jólahald-
ið hefir verið afnumið með lögum, þar hefir hvorki lögregla
né lagaboð ráðið við fólkið. Það heldur samt jól, kveikir á
kertum og syngur sálma til dýrðar honum, sem þetta kvöld
sérstaklega er helgað.
Allir vita það og viðurkenna, að misjafnt er um trúræki
fólksins. Það eru til þau heimih og það fólk, sem segist
lítilsvirða alla starfsemi kristinnar kirkju og kenningar henn-
ar, og láti sig engu skipta hátíðahöld eða tilbeiðslu. Menn tala
margt. En þó efast ég um, að nokkurt það heimili sé til á
landi hér, sem ekki gerir sér dagamun á jólunum, ef þess er
kostur. Jólin taka sínum tökum og tala sínu máh, hvað sem
menn segja hina daga ársins.
1 jólaguðspjallinu stendur þessi eftirtektarverða setning:
Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og
lagði hann í jötu, því að það var ekki rúm fyrir þau í gisti-
húsinu. Ekkert gistihús í Betlehem opnaði fyrir húsnæðis-
lausum foreldrum hans, svo að fæðingarbeðurinn varð jata í
fjárhúsi og gestgjafinn fátækur hirðir. íbúðarhúsin áttu held-
ur ekki rúm fyrir hann. Lítur nú ekki út fyrir að hér sé orðin
breyting^ á, og hún til mikilla framfara og batnaðar ? Nú er
hvert hús, hvert heimili í kristnum löndum uppljómað og
skreytt til þess að bjóða jólagestinn velkominn. Sumsstaðar
er það jafnvel siður að láta loga ljós í gripahúsunum á jóla-
nóttina. Er nú lengur orðin ástæða til að segja það, sem oft
heyrist þó sagt, sérstaklega af prédikunarstólunum, að enn
sé ekki rúm fyrir hann, enn þá sé jólagestinum úthýst? Ber
ekki allur hinn kristni heimur vott um hið gagnstæða, allur
jólaundirbúningurinn, öll jóladýrðin, allt jólaskrautið ?
Það getur litið svo út. En er það þá svo, þegar að er gætt?
Þvi miður verður að játa það, að enn er ekki rúm fyrir hann.
Hvað verður svarið, ef vér í einlægni og hreinskilni spyrjum
sjálfa oss hverju vér séum að fagna, og hvers vegna vér höld-
um jól? Erum vér að fagna honum, sem fæddist úr dýrð
himnanna, gjörðist fátækur vor vegna, til þess að vér auðguð-
umst af fátækt hans, eða erum vér aðeins að fagna jólunum
sem vinsælli hátíð ljúfra minninga, halda vanabundinni hefð,
sem vegna aldagamals siðar sem heimilishátíð er búin að
vinna sér helgán reit í sálarlífi kynslóðanna ? Ef til vill þykir
það ekki viðeigandi á jólunum að vera að spyrja að þessu, en
þó er það ekki einskisvert að gera sér þessa nokkra grein.
Mundi heimurinn, mannlífið, líta eins út eins og það gerir nú,
ef jólahaldið væri í raun og sannleika fagnaðarhátíð yfir
komu Jesú í mannheima, gleðihátíð vegna þeirra hugsjóna,
sem hann gerði að veruleika, vegna þeirrar trúar, sem hann
gaf döpru mannkyni, vegna þeirrar vonar, sem hann vakti,
vegna þeirrar opinberunar guðs eilífa kærleika, sem hann
flutti með sér?
Jólin hafa verið kölluð mörgum fögrum nöfnum. Þau hafa
verið kölluð hátíð kærleikans, hátíð gleðinnar og ljóssins,
hátíð sakleysisins og trúarinnar. Allt eru þetta sannnefni, því
allt þetta flutti jólabamið með sér. Það eru mörg eftirtektar-
verð orð í jólaguðspjallinu. Engillinn segir við hirðana: Verið
óhræddir. Þó er hræðslan, kvíðinn og kjarkleysið sífelt fylgj-
andi oss mönnunum. Svo segir hann: Sjá, ég boða yður mik-
inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum. „Mikinn fögnuð“,
og þó er heimurinn enn í dag fullur af sorg og þjáningu. Og
að lokum boða englarnir frið á jörðu með þeim mönnum,
sem guð hafi velþóknun á. „Friður á jörðu.“ Er nokkurt hug-
tak, sem oss virðist eiga lengra í land að verða annað -en
orðin tóm, heldur en það? „Friður á jörðu,“ friður meðal
þjóða, friður og sátt meðal manna, innbyrðis friður í sálu
og hjarta hvers einstaklings, þar sem efi og áhyggjur mæða.
Ef leitað er að þessu á jörðu, hræðsluleysi og kjarki, gleði og
fögnuði, friði og sátt hið innra og ytra, ber þá veruleikinn
vott um að jólagjöfin, sem gefin var á hinum fyrstu jólum,
boðskapurinn, sem tilkynntur var mannkyninu á Betlehems-
völlum, hafi verið, eins og vert væri, þeginn, skilinn og met-
inn. Um það eru sjálfsagt skiptar skoðanir.
En samt fögnum vér jólunum. Og það er ekki rétt, sem þó
oft er sagt, að vér gerum það aðeins vegna ytri ljómans, sem
þau bera með sér, og að ekkert rúm sé enn fyrir jólabarnið
og boðskap þess. Því að fögnuður vor yfir jólunum er vissu-
lega að meira og minna leyti, vitandi og óafvitandi fögnuður
yfir því, sem þau boða. Vér fninum hvaða svar þau gefa við
innstu þrám mannlegrar sálar. Vér þráum öll þá trú, það
trúnaðartraust sem kvíðalaust, í allri baráttu lífsins getur
sett von sína til þess guðs, sem á hinum fyrstu jólum boðaði
syndugu mannkyni velþóknun sína. Vér þráum öll þann fögn-
uð og gleði, sem dreift getur sorgum og áhyggjum mannlegs
lífs. Vér þráum öll þann frið í hjörtu, þá sáttarkennd við allt
og alla, sem er ávöxtur hins fullkomna kærleika og skilnings.
Þrátt fyrir allt, sem sagt er, þrátt fyrir hið hrjúfa yfirborð
mannlegs eðlis, þá er hið innsta eðli vor allra svo guði skylt,
að það þráir hann, og óskar samfélags við hann, hinn eina
fullkomna.
Svarið við þessum innstu eðlisþrám mannlegs hjarta eru
jólin. I kvöld vill barnið í Betlehemsjötunni koma til þín, hver
sem þú ert og hvar sem þú ert, með sína trú, gleði og frið,
trúna, sem treystir kærleika og velþóknun guðs, gleðina, sem
því er samfara að birtan frá hæðum fái að lýsa upp í sálum
vorum, friðinn, sem fullkomin sátt við guð, aðra menn og
eigin samvizku eitt fær veitt. Þetta er það, sem jólin enn vilja
færa oss. Þau vilja vekja guðsbarnið, sem svo víða sefur, og
veita því hjálp og stoð, þar sem það er vaknað.
Heimilin eru skreytt í kvöld. Fólkið er prúðbúið. Það er
upplýst og hreint. Ekkert má setja blett á heimilin á heilög-
um jólum. Þessi ytri dýrð er sjálfsögð, aldrei eins sjálfsögð
eins og á þessum dögum. En þó er hún lítilsvirði, ef hið innra
líf vort er ekki í samræmi við hana. Hin ytri jóladýrð má
aðeins vera tákn þess, sem er að gerast í sálum vorum á
þessu heilaga kvöldi. Bjóðum þar jólagestinn velkominn með
þeim fögnuði og trúargleði, sem honum er samboðinn, með
þeirri hjartans þökk, sem honum er verðug, með því lífi, sem
helgað er af hans anda. Biðjum þess, að ljósið frá Betlehems-
jötunni megi hrekja burt úr sálum vorum sérhvem skugga
syndar og ótta. Þá verður þessi hátíð oss öllum í Jesú nafni
GLEÐILEGJÖL!
IIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIUIIIIIIIIIIlV*