Vikan


Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 42

Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 42
40 VTKAN, nr. 51, 1939 Paul de Kruif: Baráttan gegn dauðanum. Fyrri hluti. IJtgefandi Finnur Einarsson. Alí annkindin er undarleg skepna, og verð- ur ekki ofsögum af því sagt. Allir ótt- umst við dauðann — hið mikla tóm — sem gleypir vini vora og sjálfa oss. Engu að síður höldum við miklu fremur á lofti nöfn- um þeirra manna, sem tortíma lífi en hinna, sem halda því við. I sögunni, blöðun- um, hvarvetna vegsömum við manndráp- ara, en gleymum lífgjöfunum. Allir þekkja Alexander, Hannibal, Napoleon, Hinden- burg og Foch. En hverjir kannast við Jenner, Semmelweis, Behring, Ehrlich eða Minot? Þó hafa þessir menn gefið milljón- um manna líf, og verk þeirra vaka yfir lífi, heilsu og hamingju vorri og barna vorrá. Fyrir nokkrum árum kom út bókin Bakteríuveikar eftir amerískan höfund, Paul de Kruif. Þjóðvinafélagið gaf hana út í þýðingu Boga Ólafssonar, og hlaut hún miklar vinsældir. Baráttan gegn dauð- anum er eftir sama höfund, en nokkru yngri, enda talin af ýmsum enn þá betur rituð. Þar segir frá mönnum, sem borið hafa sigur úr býtum í baráttu við ban- ['ésfa^u eUi li morguns, fjvi sem fjarf . acS gjora i aag' væna sjúkdóma, sjálfan dauðann. Fyrstur er þar Ignaz Semmelweis, ungverskur læknir, sem fann ráð við bamsfararsótt og hefir því verið nefndur bjargvættur mæðr- anna. Næst kemur Frederick Banting, sá er „insúlínið" fann og gerðist þannig líf- gjafi þeirra, er þjást af sykursýki. Þá er sagt frá George Minot, sem fann læknis- dóm við banvænum blóðsjúkdómi. Þannig mætti áfram halda. Ég þykist vita, að þegar hér er komið muni margir lesendur mínir hugsa sem svo: Bókin er sjálfsagt góð, en leiðinleg, þrungin af þurrum fróðleik, ártölum og æviágripum. Þetta er raunar vorkunnar- mál, því að hinir færustu höfundar ljá sig tíðast í lyginnar þjónustu og beita list sinni til þess að lýsa ímynduðu ástaþrugli, móðursýki eða hálfgildings klámi, en hinu gagnmerka og sanna gera aftur lélegir rit- höfundar skil. Og svo er nú þetta forn- kveðna um guðspjöllin og bardagann.. — En hér er ekkert að óttast, lesendur góðir. Þeir, sem lesið hafa Bakteríuveiðar, vita, að höfundurinn er enginn aukvisi með pennann, og í þessari bók hefir honum tek- ist upp, enda er það skemmst að segja, að frásögnin er skemmtileg og leikandi létt, en efnið stórbrotið og ævintýralegt. Það er guðspjall vorra daga með miklum bar- dögum. „Sigrurum dauðans“ hefir ekki gefizt sitjandi sigur. Þeir hafa orðið að berjast, fóma, starfa, og líf þeirra er engu síður merkilegt en Alexanders eða Napole- ons. Hershöfðingjar lífsins, sú hin bjarta sveit, bera engar orður né tignar- merki, en búningur þeirra er hvíturkufl. Þeir horfa ekki í kíki, heldur smásjá. Vígvöllur þeirra er i ósýnilegum heimi. varsfu buinna^ va-VJ^ty/ tryqgja lausafe þijt? W c3 Eg œtta^i a)i g]ora {joÍS a morgun .Marcjur verW einum degi of seinn" Ver getum vafrygqt lausafe yðarmecSbezt- um íaanlequm k]orum LPlNAtCUrCLAG ÍSLANLS REYKJAVIK Þar mæta þeir óvini sínum og allra manna, sjálfum dauðanum. Margir þeirra falla, fáir auðgast, og frægðin kemur venjulega heldur seint. En líf þeirra og starf er magnað af manndáð og snilld, hugrekki og hreysti, sem er engu minni en hinna, sem leggja undir sig varnarlítil lönd. Fremst í bókinni er langur inngangur, og kennir þar margra grasa. Þar kynnast menn skoðunum höfundarins og honum sjálfum, heilbrigðum manni, sem ann líf- inu í öllum þess hverfulleika og óttast dauðann, æðrulaust þó; öfgalausum manni, sem vill lifa og láta aðra lifa. Slíkum mönnum er gott að kynnast á vorum tím- um, þegar manndrápin eru þjóðnýtt í þágu ofstækis og „isma“. Tveir tilvonandi læknar, Þórarinn Guðnason og Karl Strand, hafa þýtt bók- ina og gert það prýðilega. Málið er hreint, og hinum brigðula stíl höfundarins haldið furðanlega vel. Nokkrar myndir eru í bók- inni, og mættu betri vera en er. Að öllu öðru leyti virðist hafa verið vandað mjög til bókarinnar og er hún til sóma útgef- andanum og öðrum þeim, sem þar hafa hönd að lagt. Margir eru þeir, sem horfst hafa í augu við aldurtila sinn eða fundið hinn kalda kvíða við sjúkrabeð ástvinar síns. Skyldu þeir ekki vilja meta þá menn, sem vinna að því að vemda hinn brákaða reyr í brjóstum allra vor. Hve margir okkar myndu eiga þeim líf að launa, t. d. Jenner, sem fann upp bólusetninguna, eða Behr- ing, sem sigraðist á bamaveikinni, svo að tveir séu nefndir til? Það veit enginn, en hitt er víst, að æviferill þeirra manna, sem berjast hinni góðu baráttu lífsins, er engu ómerkari en hinna, sem hasla sér víðan völl til mannviga, og venjulega allt eins ævintýralegur, enda þótt þeim sé skipaður þrengri sess á sviði sögu og blaða. Pálmi Hannesson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.