Vikan


Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 12

Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 12
10 VTKAN, nr. 51, 1939 Ikaffiboðinu hjá frú Ólafsson, miðkonu Márusar Ólafssonar bakarameistara, var ekki um annað meira rætt en óstandið milli Jónasar læknis og frú Gígju, því að eitthvert óstand hlaut að vera á milli þeirra, þau sáust bókstaflega aldrei saman. Einhver hélt því fram, að læknar hefðu aldrei tíma til að vera með konunum sín- um, þeir væru alltaf á spani, og ef þeir væru grunaðir um að vera heima einhver ja stund, þá gengju hringingarnar, — aldrei væri húsfriður. — Það eru þó næturnar, skaut einhver inn í. — Því að það eru svo margir til að skiptast á um næturvörðinn. En þessi röksemd féll um sjálfa sig, því að engin ástæða var til, að læknirinn tæki frúna við arm sér og skundaði með hana út í biksvarta nóttina. — Bezt gæti ég trúað því, að hann héldi við einhverja, sagði frú Ólafsson, hún tal- aði af beizkri lífsreynslu. — Nei, elskan mín, þetta megið þér ekki segja um hann Jónas minn, blessaðan. — Þetta er engill í guðs mynd, ekki trúi ég því, að hann sé annars staðar en þar, sem leyfilegt er. Þetta sagði nú prestsekkjan frá Stað. Frúrnar brostu í laumi, þær þekktu, hvað hún var fróm og barnaleg, og einlægt eitt- hvað svo utangarna, þegar talað var um bresti náungans. Sumar héldu, að frú Gígja væri hrædd um mann sinn, tortryggði hann og brigsl- aði honum, og slíkt þola karlmennirnir ekki, þeir verða þá önugir og óhreinskilnir — og guð veit, hvað þeir taka fyrir. Nei, bezt er að vera kaldur og rólegur og láta sem ekkert bíti á mann. — Hún er kannske engin húsmóðir, og það leiðist honum. Það þarf nú stundum ekki meira til að eyðileggja hjónabandið. — Seint fer hún á fætur, svo mikið þykist ég skilja. Þegar ég geng þar stund- nm fram hjá um 11-leytið á morgnana, er ekki búið að renna upp tjaldinu fyrir svefnherbergisglugganum þeirra. Það er Lœknisfrúin fer alltaf til nágrannalœknisins. Eftir E>órunni Magnúsdóttur. morgunsól þar, og hún vill ekki láta sól- ina vekja sig, það er auðskilið mál. — Mikil fyrirmunun er að heyra þetta, sagði prestsekkjan. — Elskurnar mínar, þið smakkið ekki á kökunum, blessaðar reynið þið að gera ykkur þetta að góðu. Stína, sækið þér heit- ara kaffi. Bollarnir voru tæmdir á meðan rætt var um hinar himnesku kökur frú Ólafsson. Síðan voru þau frú Gígja og Jónas læknir tekin fyrir til annarrar umræðu. Nú var það fröken Ágústa í bankan- um, sem hreint og beint yfirgekk frúrnar, því að hún vissi mest, og hún sannfærði þær um það á svipstundu, að frú Gígja væri mesti viðsjálsgripur, og það væri áreiðanlega hennar sök, ef hjónabandið væri kalt og tómlegt. — Hún hefir alltaf verið svo stolt og gikksleg, eins og allt hennar fólk, og svo þetta vinnuleysi á heimilinu og óreiða á alla kanta. Og svo er ég alveg viss um, að hún er að daðra við nýja lækninn, þið skiljið, hvern ég meina? (Fúrnar kinkuðu tómum kollunum, þær vissu sem sagt ekki meira en barn í vöggu). Ég hefi nokkr- um sinnum séð þau saman, og þá er ég illa svikin, ef þau eru ekki í sterkum sam- drætti, svona augnaráð (hún dró djúpt andann) og allt — nei, það leynir sér ekki — ég er eldri en tvævetur. Frúrnar samþykktu með þögn og biðu með eftirvæntingu eftir fleiri staðhæfing- um eða staðgóðum rökum. Þetta fór eitt- svo notalega í taugarnar, var jafnvel indælla en Mokka. En fröken Ágústa sagði ekki meira, hún starði dreymandi á reykinn úr sígarettunni sinni, og hugsaði um, hvar Jónas væri staddur núna. Ein frúin gleymdi sér allra snöggvast, og sagði upp úr hinni eftirvæntingarfullu þögn: — Það eru meiri sögurnar, sem ganga í bænum út af siglingunni hennar Sillu Bergmanns. — Ha! sögðu frúrnar. Það var eins og ein rödd hváði. — Æi, segðu okkur .... Frú Gígja teygði nakinn arminn upp undan stungnu silkiteppinu og geispaði innilega. Enn var nýr dagur fram und- an, langur dagur — bara sofa frá því öllu. Hún færði sig til í rúminu og lagði arm- inn yfir rúm manns síns, svo langt, sem hún náði. Kalt, óviðkunnanlega kalt. Það var sjálfsagt langt síðan hann fór á fætur. Klukkan í borðstofunni sló 11 slög. Það var eins og úrskurður, sem hún varð að hlíta. Hún studdi á bjöllu. Stúlka birtist í dyrunum. — Súkkulaði, sagði frúin. Skömmu síðar stóð bakki á náttborðinu hennar. Frúin gretti sig. — Þetta er svo þykkt og ógeðslegt, get- ið þér aldrei lært að búa til súkkulaði, Hanna? — Það er búið að standa dálitla stund á vélinni, ég hélt, að frúin hringdi fyrr, svaraði stúlkan lafhrædd við afleiðingar orða sinna. Frúin var alltaf svo úrill á morgnana. —-------Sæl, góða, sagði læknirinn, þeg- ar hann kom inn í borðstofuna, hann kyssti konu sína til málamynda. — Hefurðu verið úti? spurði hann, eins og hann væri að tala við sjúkling. Spurn- ingin var óþörf, hann þekkti konu sína. Læknirinn borðaði af góðri lyst, og á meðan renndi hann augunum yfir Morg- unblaðið. Hann las hratt, það var því lík- ast, að hann væri í ákvæðisvinnu. Þegar hann hafði lokið hundavaðslestri sínum á Morgunblaðinu, sagði hann: — Þá er það framsóknar-Moggi. Síðan hélt hann lestrinum áfram. Frúin borðaði lítið og horfði á mann sinn með fyrirlitningu. Henni fannst það gróft að hafa slíka matarlyst, — rudda- skapur að borða svona fljótt, gleypa í sig matinn eins og dýr, — dónaskapur að lesa meðan matazt var, og svívirðilegt af hon- um að tala ekki við hana. — Þá er nú framsóknar-Moggi, það var allt og sumt. Henni fannst hún vera mjög ógæfusöm. — En sá blessaður friður, sagði lækn- irinn, braut pentudúkinn sinn klaufalega saman og stakk honum inn í hringinn. — Ég ætla að leggja mig svolitla stund. Viltu svara, góða, ef hringt verður. Hann gekk inn í svefnherbergið, það var ekki búið að taka þar til, svo að hann sneri frá, í borðstofunni yrði umgangur á meðan verið væri að bera fram af borð- inu og koma þar í lag eftir máltíðina, í skrifstofunni var síminn, það var ekki í annað hús að venda en viðhafnarstofuna, þó bölvuð væri. Sófinn þar var of stuttur til að liggja 1 honum, en læknirinn kunni ráð við því, hann lá í honum að svo miklu leyti sem hann entist, síðan lagði hann af- * 4 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.