Vikan - 21.12.1939, Blaðsíða 27
VTKAN, nr. 51, 1939
25
Þrjóturinn.
FRAMHALDSSAGA eftir ARNOLD BENNETT.
Hann skrifaði skammargrein um The
Signal, en honum var svarað í sömu mynt,
að blaðinu kæmi ekkert við, hvað sölu-
strákarnir gerðu að gamni sínu.
Út úr þessu varð heilmikið málaþras.
Þegar talað hafði verið um fyrir foreldr-
unum, komst málið til lögreglunnar, en
það bar engan annan árangur en þann, að
drengurinn, sem var sonur mannsins, sem
kærði, var barinn til óbóta skömmu síðar.
Strákar eru nú einu sinni strákar.
Ritstjórn The Daily bar svo lítið traust
til mannanna, að hún gat ekki látið vera
að halda, að ritstjórn The Signal stæði á
bak við þessar árásir drengjanna. The
Signal minntist aldrei á árásina, en The
Daily birti daglega ógurlegar lýsingar á
henni. Þetta hélzt í þrjár vikur.
En þá datt Denry snjallræði í hug. Hann
auglýsti, að hann gæti útvegað 200 mönn-
um 6 tíma vinnu á dag með 2 shillinga
tímakaupi. Með brögðum kom Denry þess-
ari auglýsingu í The Signal.
— Við verðum að borga dálítið fyrir
það að koma blaðinu út, sagði Denry. —
Við fáum fullorðna menn til að selja það.
Ég hefði gaman af að sjá Signal-fantana
snerta þá. Við borgum þeim föst laun og
þar að auki prósentur af sölunni. Það
freistar þeirra áreiðanlega. Við ættum að
ráða fimm hundruð manns fyrst. Síðan
gætu strákarnir tekið við aftur. Hr. My-
son lét Denry ráða. Atvinnuleysið hafði
aldrei verið meira en nú, og óánægja fólks-
ins var gífurleg. Hr. Myson fékk því tvo
lögregluþjóna til að vera viðstadda, þegar
atvinnuleysingjarnir kæmu á staðinn.
Hann bjóst við því, að staðurinn yrði tek-
inn með áhlaupi. Allur var því varinn góð-
ur. —
Hálftíma eftir að staðurinn var opnað-
ur höfðu komið fjórir. Hr. Myson hélt, að
þetta stafaði af misskilningi, en svo var
ekki. Skömmu síðar komu tveir í viðbót.
Af þessum sex voru' þrír blindfullir, og
hinir þrír lýstu því ákveðið yfir, að þeir
vildu ekki selja blöð. Tveir skömmuðust, en
einn sagði brandara. Hr. Myson og Denry
botnuðu ekki neitt í neinu.
Síðan kom út tilkynning um það, að The
Signal ætti 35 ára afmæli. Blaðið ætlaði
að taka alla skrautvagna Snape-hring-
leikahússins á leigu, og blaðasölustrák-
arnir áttu að aka um allt og selja afmælis-
blaðið. Hugmyndin var ágæt og sýndi, að
blaðið var þrátt fyrir allt hræddara við
keppinaut sinn en það þóttist vera. En The
Daily gekk vel, þó að undarlegt megi virð-
ast, og það var Denry að þakka. Denry
Það, sem áður er komið af sögunni:
Edward Henry Machin var fæddur árið 1867
i elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir
hans var saumakona og kallaði hann Denry.
— Þegar hann var 16 ára gamall kom
hún honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf,
málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú
ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Á
dansleiknum vann Denry sér það til frægðar
að dansa fyrstur við greifafrúna. — Frú
Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti
við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur-
orða og varð það til ■ þess, að hr. Duncalf
sagði Denry í reiði sinni upp atvinnunni, —
en við það komst Denry í þjónustu frú
Codleyn sem húsaleigurukkari ...... —
Herbert Calvert, auðugur húseigandi, fékk
Denry til að rukka fyrir sig húsaleigu.
Ruth Earp var ein af leigjendum hans. Denry
heimsótti hana þvi til að rukka hana, en hún
lék laglega á Denry. ... Það endar með því,
að þau trúlofast. Ruth fer illa með hann í
peningamálum og trúlofunin slitnar skyndi-
lega. Það næsta, sem Denry datt i hug var að
stofna „kaupfélag bæjanna fimm“, og það
gerði hann. Með klækjum fékk hann greifa-
frúna af Chell til að verða vemdara kaup-
félagsins. — Næsta afrek hans var að fá
móður sína til að flytjast úr gamla húsinu í
nýtt hús. en til þess þurfti hann að beita
miklum brögðum.
lét aldrei undan. Þarna lá blaðið með nóg-
um fréttum og auglýsingum og samt gekk
það ekki. Það var staðreynd, að The Signal
græddi að minnsta kosti fimm þúsund
pund á ári, en The Daily tapaði þrem pund-
um á viku, og af þeim átti Denry þriðja-
hlutann. Hann skildi þetta ekki.
Að lokum tókst Denry að koma sér upp
sveit blaðasölustráka.
Viku áður en The Signal átti afmæli,
heyrði Denry, að ritstjórnin væri dauð-
hrædd um, að blaðasölustrákar The Daily
eyðilegðu skrúðgöngu sína, og hún væri
reiðubúin til þess að gera hvað sem var
til þess að losna við blaðasölustrákana.
Hann hló og sagði, að sér væri sama. Um
það leyti stóðu deilurnar á milli þessara
tveggja dagblaða hæst. Af tilviljun átti
að fara fram knattspyrnukappleikur á
milh Knype-manna og Bursley-manna
þennan dag. Og blöðin mæltu auðvitað
hvort með sínum flokknum. Kl. 5.30 þenn-
an sama dag var The Daily prentað og
þar var ágæt skýrsla um kappleikinn, þar
sem sagt var, að Bursley-menn hefðu unn-
ið Knype-menn með 1 marki á móti 0. Hr.
Myson var hreykinn. Hvað skrúðgöngunni
viðvék — hr. Myson og einkaritarinn
brostu hvor til annars.
Nokkrum mínútum síðar þutu Daily-
drengirnir út með blöðin.
Afgreiðslustofa The Daily sneri út að
Stanway Rent, mjórri götu, sem var á bak
við Crown Square. 1 Stanway Rents var
lítil búð, sem sagt var að ætti að opna
þennan sama dag. Þar fékkst ókeypis
brauð og sultutau. Og um leið og Daily-
strákarnir komu út á götuna var búðin
opnuð, og drengirnir stóðust ekki freist-
inguna. Nokkrir drengir, sem voru njósn-
arar, þutu inn og kölluðu síðan, hvað þar
væri á boðstólum.
Hópurinn fór inn og bjóst við að fara
strax aftur, en þá var hurðinni lokað.
Þegar þeir höfðu borðað nægju sína, bað
veitingamaðurinn þá að gjöra svo vel og
fara bakdyrameginn út. Þegar þeir komu
út voru þeir lokaðir inni í garði. Strák-
amir æptu og veinuðu, en fengu ekkert
svar.
Ritstjórn The Signal neitaði að hafa
ginnt strákana í þessa gildru, hvað sem
satt er í því. Pólk hvíslaðist á, að nú hefði
verið leikið á Denry Machin.
Snape-hringleikahúsið var með stærstu
stofnunum í North Staffordshire. Leikend-
umir ferðuðust um á skrautvögnum sín-
um með allt sitt hafurtask. Aðalbækistöð
þeirra var í Axe, þrjár mílur frá Han,-
bridge. En auðæfi Snapes gamla voru aðal-
lega frá „bæjunum fimm“. En nú var þetta
hringleikahús að hverfa úr sögunni. Eig-
andi þess var nýdáinn. Og nafnið, hest-
amir, vagnarnir og bættu tjöldin voru
komin í hendur ókunnugra. Þennan marg-
umrædda dag hélt það lokasýningu sína í
Oldcastle, í útjaðri „bæjanna fimm“. Eig-
endur The Signal höfðu tekið skrautvagna
hringleikahússins á leigu þennan dag. Og
þeir áttu að vera komnir niður að skrif-
stofu blaðsins í síðasta lagi kl. 5.
En um f jögur-leytið komu nokkrir menn
með blóm í hnappagötunum og Signal-aug-
lýsingu í höndunum, másandi og blásandi
til Oldcastle og sögðu, að dagskráin hefði
breytzt á síðasta andartaki vegna blölv-
aðra Daily-þrjótanna. Nú áttu vagnarnir
að aka strax sinn úr hvorri áttinni inn í
borgina. Flestir áttu að aka inn í Han-
bridge og hinir inn í Bursley og Long-
schaw. Þannig hefðu þeir mest upp úr
auglýsingunni.
Áletraðir fánar og borðar blöktu á öll-
um vögnunum í tilefni dagsins. Vagninn,
sem ók inn í Hanbridge, var með sex hjól-
um og dreginn af sex, skjóttum hestum.
I fremsta sæti hans sat fulltrúi frá The
Signal og stjórnaði ferðinni.
Það þýðir ekkert að dylja það lengur,
að þessi fulltrúi kom The Signal ekki nokk-
urn skapaðan hlut við. Það var enginn
annar en Denry Machin. Denry lét vagn-
ana aka fáförnustu göturnar inn í bæinn.
Að lokum námu þeir staðar í Crapper
Street.
Denry steig út úr vagninum og gekk
inn á skrifstofu blaðs síns, sem var á
næstu grösum.
Skyndilega ávarpaði ungur maður
Denry:
— Halló, Machin! kallaði hann. —