Vikan


Vikan - 01.02.1940, Síða 3

Vikan - 01.02.1940, Síða 3
3 VIKAN. Bellman 200 ára. Kvæði Bellmans hafa unnið alþýðuhylli fyrir ærslafullan gáska og algleymi ásta og söngva, en að baki gleðinnar dylst andvaka þunglyndi, hugboð og grunur um fallvelti lífsins og nálægð dauðans. Eftir Jón Magnússon, fil. cand. vika vetrar og sama blíðskapartíðin * helzt enn óbreytt að heita má frá vetrarbyrjun. Snjór hefir ekki sézt í borg- inni eða nágrenni hennar síðan fyrir jól. Skíðafólki borgarinnar er þetta mikið áhyggjuefni, því að árangurinn af hinum geysimikla og í sjálfu sér lofsamlega áhuga fyrir skíðaíþróttinni, sem gaus upp hér í bænum á fyrra vetri, hefir orðið ærið lítill í vetur. Kunningi minn er þó þakk- látur forsjóninni fyrir hlákurnar. Hann kemst ekki á skíði í vetur, hvort sem er, því að hann snerist um öklann í sinni fyrstu skíðaför snemma á vetrinum. Fyrst eftir þetta áfall voru hin dýru skíði og skíðabúningur þymir í augum hans, en nú hlakkar í honum í hvert skipti, sem hann lítur þessa kostagripi í geymslunni. Sælt er sameiginlegt skipbrot. Annars hefir tíðarfarið sparað lands- mönnum meiri erlendan gjaldeyri til kola- kaupa en allar sparnaðarhugvekjur og allt eftirlit með kolakaupum. Þar sem fyrir- hyggju er gætt, er kolaeyðslan í einkahús- um í mesta lagi þrír f jórðu hlutar af eyðsl- unni á sama tíma í fyrra. Annað mál er um kolaeyðsluna í leiguhúsum. Þar er í svo mörg horn að líta, að kyndingin verð- ur dýrari heldur en í einkahúsum, og veldur þetta daglegum árekstrum, ekki sízt, þar sem sumir leigjendur eru nægju- samir, en aðrir heimtufrekir og gera verð- ur báðum til geðs. Það sér nú senn fyrir endann á áhyggj- um bæjarbúa út af kolakaupum og kynd- ingu, þar sem hitaveitunni miðar áfram og von er til þess, að hún komist í fram- kvæmd á tilsettum tíma. Það er full ástæða til að líta framkvæmd þessa mikla verks björtum vonaraugum, og borgararnir leggja þess vegna glaðir á sig margvísleg- ar umferðatálmanir, sem stafa af götu- grefti og jarðraski framan við dyr þeirra. En það eru leiðinleg tíðindi, að mannvirki og munir verkhafanna skuh ekki fá að vera í friði fyrir skemmdarfýsn götuslæpingja og annarra spellvirkja. Það er einhver ónáttúra í sumu fólki, einkanlega á vissum aldri, en getur enzt ævilangt, eins og t. d. lýsir sér í tilhneigingunni að mölva gler, rúður í mannlausum húsum og flöskur. Annars bíðum við eftir snjó til að iðka vetraríþróttirnar. Karl Mikael Bellman er fæddur 4. dag febrúarmánaðar 1740. Hann var elzta barn efnaðra foreldra, sem fengu honum í æsku góða kennara og sendu hann síðan til Uppsala 18 ára að aldri. Þar stundaði hann að vísu aldrei nám í eiginlegum skilningi, en las fagrar bókmenntir og aflaði sér yfirgripsmikill- ar en yfirborðskenndrar menntunar. í Uppsölum hafði afi hans verið prófessor í latneskri mælskufræði (prófessor eloquen- tiae). Hann var skáld gott, bæði á latínu og sænsku, svo að Bellman átti ekki langt að sækja hæfileika sína á þessu sviði. Ár- inu áður en Bellman innritaðist við Upp- sala háskóla hafði hann náð í stöðu við sænska ríkisbankann og hvarf aftur að því starfi eftir skamma dvöl í Uppsölum. Um þetta leyti var hann farinn að yrkja og birta kvæði sín almenningi, en þau voru flest guðrækilegs eðlis, sálmar og andleg ljóð eða þá heimsádeilur í stíl Dalins, svo að fáa mun hafa órað fyrir því, hvað síðar mundi koma frá hendi þessa unga höf- undar. Þó bregður fyrir snjöllum mann- lýsingum í skáldskap hans frá þessum ár- um. En ekki var guðrækninni fyrir að fara annars staðar en í kvæðunum, því að snemma gerðist Bellman nokkuð gjálífur og olli þar um bæði aldarandinn og skap- gerð skáldsins. Þá var sukk mikið og næstum sjúkleg skemmtanafýsn í Stokk- hólmi, eins og oft vill verða á tímum um- brota, kreppu og öryggisleysis í fjármál- um. Sjálfur lýsir Bellman borgarlífinu á þessa leið: „Sífelld boð, endalaus dans, fiðluleikur og hörpusláttur án afláts og trumba slegin dag og nótt fyrir dyrum gildaskálanna." Það er því sízt að undra, þótt Bellman teygðist til að taka þátt í samkvæmislífinu meira en góðu hófi gegndi og hollt var pyngju hans. Sjálfur var hann söngmaður góður, lék á lútu, orti drykkjukvæði að þeirrar aldar tízku og þótti hvarvetna hrókur alls fagnaðar, svo að betri borgarar og aðalsmenn kepptust um að bjóða honum í hóf sín, og félögum hans í bankanum þótti engin gleði, nema Bellman væri með. En dáleikarnir fóru af í bih, þegar Bellman varð gjaldþrota og neyddist til að flýja til Noregs til að forða sér frá skuldafangelsi. Þaðan kom hann þó bráðlega aftur og tók upp fyrri hætti, en nú var fjárhagurinn enn þá þrengri, því að hann átti ekki afturkvæmt að bank- anum, og faðir hans hafði neyðst til að selja hús sitt vegna skulda. En Bellman kærði sig kollóttan, söng og orti sem áð- ur og gerði nú flestar af sínum góðkunnu skopstælingum úr biblíunni, t. d. „Joakim uti Babylon“, „Gubben Noak“ (Gamli Nói), o. fl. o. fl. Til gamans fer hér á eftir fyrsta erindið í „Gubben Noak“, svo að lesendur geti borið það saman við ís- lenzku þýðinguna eða réttara sagt stæl- inguna: Gubben Noak, gubben Noak var en hedersman. Nár han gick ur arken, plantera han pá marken mycket vin, ja, mycket vin, ja, detta gjorde han. Þessi skopkvæði urðu fljótlega land- fleyg, sem bezt sést á því, að klögumálin streymdu að hvaðanæva frá prestum og öðru guðhræddu fólki, er þótti þess hátt- ar kveðskapur fram úr máta guðlaus og siðspillandi, en Bellman lét sér ekki segj- ast og alþýða manna ekki heldur. Um þessar mundir var Stokkhólmur sannkölluð gróðrarstía allskonarleynilegra félaga, áþekkum Frímúrara og Oddfellow reglunum. Þar spruttu upp riddarareglur

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.