Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 17, 1940 5 ennfremur ætlað að viðhalda og auka dýra- stofninum í búrunum, og er skipið útbúið á ýmsa lund 1 tilliti til þess. í afturlestinni er mikil vatnsþró til að geyma í lifandi sævardýr, er flytja á til búranna. Þegar komið er að landi, eru þessar „lifandi bráðir“ settar í mikla, vatnshelda seglbelgi og síðan ekið á vörubíl til áfangastaðarins. Þar er þeim komið fyrir í ,,biðstofu“ á milli búranna. Síðan ganga dýrafræðingar úr skugga um það, hvort þessi tilvonandi ,,fósturböm“ þeirra séu haldin nokkrum skaðvænum sjúkdómum, því að ef svo er verða þau tafarlaust „borin út“. Eftir þessa rannsókn er ákveðið í hvort búrið fiskurinn skal látinn, lokan dregin upp, og svo syndir hann í sitt framandi framtíð- arheimili. Lífseigla sumra sjávardýra er undraverð. Framkvæmdarstjóri lagardýra- búrsins, McBribe, nefnir mér þetta dæmi: Sjómenn höfðu tekið 3 m. langan hákarl í dragnet og fleygt honum í f jöruna, þegar þeir drógu netið á land. En í því bar þar að vörubílstjóra, sem hugkvæmdist, að lag- ardýrabúrið hefði kannske þörf fyrir þessa skepnu, svo að hann snaraði hákarlinum upp á bílinn, ók með hann 30 kílómetra og fór að engu óðslega. Að vísu var blessuð skepnan orðin all-þjökuð eftir ferðalagið, en brátt varð hún þó í fullu f jöri og fæddi, daginn eftir, níu sprellfjöruga' kálfa. Williams skipstjóri heilsar mér vingjarn- lega með handabandi. Við förum strax af stað, og „Marsvínið" stefnir á Atlants- hafið. Um borð í „Marsvíninu“ hitti ég skemmtilegan mann, Ilia Tolstoy greifa. Hann er ákaflega frægur fyrir það, hvað hann er duglegur að veiða lifandi sædýr. Aðferð hans er einstök: hann deyfir bráð- ina. Sjálfur hefir hann búið til sérstaka sprautu til þess. Deyfilyf hans verka fljótt. Mínútu eftir að deyfisprautunni hefir verið stungið í hákarl flýtur hann meðvitundar- laus í vatnsskorpunni. Sérstaklega hafði ég gaman af, þegar Williams skipstjóri sagði mér frá því, hvernig þeir fóru að veiða höfrunga. Einu sinni rákust þeir á þrjá höfrunga, karldýr, kvendýr og unga, sem voru að leik sínum í fljótsmynninu. Þeir settu strax þrefalt hákarlanet fyrir mynnið, en höfrungarnir urðu hræddir og tóku á rás. Karldýrið slapp í gegnum netin þrjú, kvendýrið í gegnum tvö, en sneri aftur til ungans, sem ekkert komst, og þau náðust bæði. Því næst voru höfrungarnir fluttir í lagardýrabúrið og virðast una hag sínum hið bezta. En Williams ætlar ekki að hætta fyrr en hann hefir veitt karldýr líka. Kvölds og morgna hringir bjalla í lag- ardýrabúrinu, og þá þyrpast öll dýrin til umsjónarmannanna til að fá fæðu. Flest sædýrin eru orðin svo tamin, að þau borða úr lófa umsjónarmanna. Svona er lífið í stærsta lagardýrabúri heimsins. Fiskarnir hafa að vísu ekki sama frelsi og áður, því að alltaf horfir einhver á þá, en þeir svelta áreiðanlega ekki og verða aldrei veiddir á öngul. Höfrungurinn stekkur hátt upp í loftið til að taka við fæðunni. Þetta er stærsti, tamdi hvalurinn, sem náðst hefir lifandi. Það er eins og höfrungurinn sé alltaf hlæjandi. Að minnsta kosti hlakkar hann til að fá bita. Það er farið með dýrin í lagardýrabúrinu eins og ungbörn. Dýralæknar taka þau upp úr kerinu og hreinsa þau. Hér er verið að hreinsa skjaldbölui.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.