Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 17, 1940' hann mjög gætinn yfirstjórnandi og hat- aði alla ónauðsynlega fóm mannslífa. En þrátt fyrir það vogaði hann í síðasta bar- daganum nokkru, sem hvert einasta barn gat séð að var hreinasta brjálæði. Maður þarf ekki að vera herhöfðingi til þess að sjá, að það, sem hann gerði, var æðis- gengið. Nú, fyrsti dularfulli liðurinn er: Hvers vegna enski hershöfðinginn tapaði sér. Næsti dularfulli liðurinn: Hvers vegna fylgdi Olivier ekki rödd síns göfuga hjarta í þessari orustu. Það má kannske kalla hann skýjaglóp, en jafnvel f jandmenn hans urðu að viðurkenna, að riddaraleg göfug- mennska hans væri óvenjuleg. Hér um bil allir þeir menn, sem hann tók til fanga, fengu frelsi, og menn, sem höfðu haft hann fyrir rangri sök, gengu frá honum hrærðir af yfirlætisleysi hans og ljúfmennsku. Hvers vegna í ósköpunum gat svona mað- ur allt í einu hefnt sín svo djöfullega? Já, hvað finnst yður? Vitur maður breytir eins og vitskertur, og góður maður verður að djöfli í mannsmynd. Þetta er sagan í fáum dráttum, og nú læt ég yður um að finna ráðninguna. — Nei, það gerið þér ekki, svaraði vin- ur hans stuttlega. — Ég heimta eindreg- ið, að þér haldið áfram. — Nú, jæja þá, anzaði Pater Brown. — Það koma tvö atvik fyrir seinna. Fyrir það fyrsta opinberaði gamli heimilislæknir hershöfðingjans heilan flokk af skýrslum, þar sem hann hélt því fram, að hinn látni hershöfðingi hefði þjáðst af trúarofstæk- isbrjálæði. Auðvitað var þetta tekið trú- anlegt, þar sem fólk vissi áður, að St. Clare hafði verið mjög sérvitur í sinni hreintrú- uðu guðrækni. 1 hinni ólánssömu herdeild, sem hóf hina örvæntingarfullu árás við Black River, var höfuðsmaður að nafni Keith. Keith þessi, sem var trúlofaður dóttur St. Clare, var einn af þeim, sem Olivier tók til fanga, en hann var strax látinn laus. Tuttugu árum seinna, þegar hann var orðinn offursti, gaf hann út nokkrar endurminningar sínar, sem hann nefndi: „Brezkur liðsforingi í Birma og Brasilíu". En í þeim kapítula, sem maður bjóst við að finna mjög merki- lega frásögn um afdrif St. Clares, er lítið á hann minnzt. — Presturinn tók nokkur laus bókarblöð upp úr vasa sínum, og í daufum tunglskinsbjarmanum las hann eftirfarandi: — Alls staðar í þessari bók hefi ég greint frá atburðunum eins og þeir gerðust. Ég hefi gengið út frá því sem gefnu, að heið- ur Englands sé sjálfum sér nógur. Ósig- urinn við Black River verð ég aftur á móti af heiðarlegum og þvingandi einkaástæð- um að fara fljótt yfir sögu. Ég vil þó segja nokkur orð til réttlætingar á eftir- mælum tveggja framúrskarandi manna. St. Clare hershöfðingi hefir verið sakað- ur um ódugnað við Black River, en ég get staðfest, að breytni hans var bæði viturleg og glæsileg. Olivier forseti hefir verið sak- aður um óréttlæti. En í veruleikanum hefir Olivier sýnt við þetta tækifæri óviðjafn- anlega göfugmennsku. St. Clare var eng- inn heimskingi og Olivier ekkert fúlmenni. Þetta er allt, sem ég vil segja viðvíkjandi ósigrinum við Black River, og engin dauð- leg vera getur fengið mig til að segja eitt orð meira. Litli presturinn braut blöðin saman og stakk þeim í vasa sinn. — Nú veit ég það, hrópaði Flambeau æstur, — ég held, að ég viti, hvernig það atvikaðist. — Hann herti gönguna, svo að htli presturinn átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Þeir voru komnir út úr skóginum, veg- urinn bugðaðist niður tunglskinslýstan dal- inn, unz hann í f jarska hvarf inn í skógar- þykkni. — Nú veit ég það, nú veit ég það, end- urtók Flambeau. — Nú get ég sjálfur lokið við söguna. — Ágætt, samþykkti vinur hans. — Látið mig heyra. Flambeau lyfti höfðinu í því að hann lækkaði röddina. — St. Clare hershöfðingi var af ætt, sem brjálæði var arfgengt í, og hann leitaðist við að leyna því fyrir dóttur sinni, og ef mögulegt væri fyrir tengdasyni sínum tilvonandi líka. Með réttu eða röngu áleit hann, að andlegt hrun hans væri í aðsigi, og ákvað því að fyrra sig lífi, og þegar herferðin nálgaðist, varð hugur hans æ þyngri, og í augnabliks- brjálæði fómaði hann skyldum sínum sem hermaður í eiginn hag. Hann þeystist beint út í bardagann í von um, að miskunnsöm byssukúla gerði endir á lífi hans, en þegar hann sá, að það einasta, sem hann hefði hlotið var fangelsun og ærumissir, braut hann sverðið sitt og hengdi sig. Þeir nálguðust skóginn. — Það var eins og vegurinn hyrfi í kolsvart gínandi gin. — Viðbjóðsleg saga, sagði hann. — Viðbjóðsleg saga, endurtók prestur- inn og drjúpti höfði, — en ekki sú rétta. Hann hristi höfuðið í örvæntingu og hélt áfram: — Því miður, útskýring yðar var fögur, hrein, ærleg, augljós og tær eins og mánaskinið, sem lýsir okkur. Brjálæði og örvænting er saklaus og afsakanleg ástæða. En það eru verri hlutir til, Flam- beau.. Flambeau leit á tunglið, skógargrein skyggði á Ijósan flöt þess. — Pater Brown, kallaði hann með ákafa, — meinið þér virkilega, að það sé verra ? — Það er verra, svaraði litli presturinn með rödd, sem hljómaði eins og dularfullt bergmál. Eftir augnabliks þögn hélt hann áf ram: — Hygginn maður felur laufblað í skóg- inum. En hvað gerir hann, ef enginn skóg- ur er til? — Já, hvað gerir hann, hvað gerir hann? spurði Flambeau ergilega. — Hann skapar nýjan skóg, svaraði presturinn með brostinni röddu, — og drýgir mikla synd. — Heyrið þér nú, sagði vinur hans reið- ur og óþolinmóður, því að dimmur skógur- inn og myrkt tal þeirra var farið að fara í taugamar á honum. — Ætlið þér að segja mér þessa sögu eða ekki? Hafið þér yfirleitt nokkurn hlut til að styðjast við? — Það em þrjú atriði, sem maður get- ur stuðst við. Nú skuluð þér hlusta á. Fyrst og fremst höfum við frásögn Oliv- iers sjálfs, sem er mjög greinileg. Hann stóð með tvær eða þrjár herdeildir á hæð- unum, sem liggja niður að Black River. Annars vegar við þær er jarðvegurinn lág- lendur og fenjóttur. Lengra burtu hækkar landslagið aftur og þar stóðu ensku út- verðimir, studdir af herdeildunum, sem lágu að baki þeim. Enski heraflinn var mörgum sinnum fjölmennari, en útverð- irnir voru svo langt frá aðalbækistöð her- deildarinnar, að Olivier var að hugsa um að vaða yfir mýrarnar og einangra þá frá aðallínunni. En um sólarlagsbil ákvað hann samt að halda kyrru fyrir um hríð. En í dögun næsta morguns varð hann skelfingu lostinn af að sjá þessa fáu Eng- lendinga komna yfir fljótið, án aðal her- liðsins, og standa í mýrarfeninu fyrir neð- an hann. Að þessi litli hópur ætlaði að hef ja árás gegn hinni sterku, brasilisku að- stöðu, var ótrúlegt, og Olivier sá annað, sem var enn merkilegra, að í stað þess að velja sér heppilegt aðsetur, áður en þeir hófu sóknina, ruddust þessir ólmu, ensku útverðir áfram og sátu fastir í leðjunni eins og flugur í sírópi. Það er óþarfi að skýra frá því, að Brasilíumennirnir báru hærri hlut. En þrátt fyrir mikið mannfall misstu ensku útverðirnir ekki móðinn. Að lokum hröktu Brasilíumennirnir óvinaher- inn í fljótið, og tóku St. Clare hershöfð- ingja og nokkra liðsforingja til fanga. Oberstinn og majórinn féllu í bardaganum. Olivier endar frásögn sína með hreinskiln- islegri viðurkenningu á hugprýði og vask- leika þessara vitfirrtu manna. — En við- víkjandi því, sem seinna kom fyrir St. Clare, er hann jafn þögull og Oberstlöjten- ant Keith. — Nú, nú, hrein í Flambeau, — látum okkur fá næsta hlekk í sönnunarkeðjunni. — Næsta hlekk, svaraði Pater Brown, — var ég lengi að finna, en þó tekur mig ekki langan tíma að segja frá því. Ég fann gamlan hermann í fátækrahúsi í Lincoln- shire, sem hafði verið með í orustunni við Black River, og hafði verið hjá Oberst- inum, þegar hann dó. Oberstinn, sem hét Claney, var risastór Iri, og hefir sjálfsagt miklu fremur dáið af ofsa-reiði heldur en af byssukúlum. Hann var ekki ábyrgðar- maður þessarar geggjuðu árásar, en var fyrirskipað það af hershöfðingjanum. Síð- ustu orðin, sem Oberst Claney sagði, eftir frásögn heimildarmanns míns, voru eftir- farandi: — Og svo hefir þessi déskotans gamli asni fengið sverðsoddinn brotinn af sverðinu sínu, betur að það hefði verið hausinn af honum sjálfum. — Maður verð- ur að veita því eftirtekt, að í næstum því öllum frásögnum um bardagann við Black River er minnzt á hið brotna sverð St.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.