Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 17, 1940 7 Æskan. SMÁSAGA EFTIR J. D. SALINGER. vinstri hafði hann haldið á vettlingunum og var búinn að útklína þingbókina og gera hana að mestu ólæsilega. Og náðist engin frekari sönnun af Rafni. Síðar hitti hann kaupmann og mælti: „Nú er mál ykkar á enda, sem betur fór, —r- fallega knúsaði ég það.“ „Svei þér, Rafn,“ segir Jón kaupmaður. Þá segir Rafn: „Þarna er veröldin kom- in, og svona gerast menn vanþakklátir, þegar eitthvað er fyrir þá gert.“ Bogi Benediktsson, er faktor var í Stykkishólmi, var um eitt skeið hreppstjóri í Helgafellssveit. Vildi hann þá rýma það- an ódugnaðarmönnum til að létta á sveit- inni, og var Rafn talinn þar í hópi. Átti hann þá að segja við Boga: „Alexander mikli rak út allan Persaher á 12 árum, en þú ert það meiri, að þú rakst út þrjá barnamenn út Helgafellssveit á þrem dög- um.“ Rafn var einurðargóður og hikaði ekki við að mæla við hvern sem var það, sem honum bjó í brjósti, og má telja honum það til kosta, þó að hann hefði oft getað komizt kurteislegar að orði. Við annað tækifæri sagði hann við Boga, er hann bað að lána sér korntunnu, en Bogi neitaði: „Mikill var herrann, sem allir eiga af að læra. Hann gekk í kring, gerði gott og græddi alla, en Bogi vill af öðru frægur vera, því að hann gerði 12 ekkjur á einum degi.“ Bogi lét þá Rafn hafa hið umbeðna og var ekki meira um það talað. Átti Rafn við, að skip fórst, er Bogi átti, og voru þar. 12 menn giftir, er drukknuðu, og var það hæpið að ásaka Boga fyrir það slys. Eitt sinn var það, að Rafn var á Ball- ará á Skarðsströnd hjá Eggert presti Jóns- syni, að hann byggði þar skemmu og reisti hana frá grunni. Af sérvizku og einþykkni fékkst hann ekki til að haka saman sperr- urnar hið efra, heldur lagði hann hvorn sperrulegg á annan og rak þar járnsaum í gegnum. Eggert prestur bað hann að hætta þessu, en þá segir Rafn: „Ef það stendur mína tíð og þína til og þinna barna til, hvað hefir þú þá upp á mig að klaga, og láttu mig ráða.“ Viku síðar gerði veður mikið af suðri um nótt. Morguninn eftir gekk stúlka ein út á Ballará og sá, að skemman var fall- in og þil lágu fram á hlaði. Þar var þá Rafn kominn frá næsta bæ. Sat hann á tóftarveggnum, hengdi fætur inn fyrir og raulaði lag. Þorði Rafn ekki að ganga fyrir prest, fyrr en búið var að njóta við milli- göngu húsfreyju. Þá er hann kom að hús- dyrum, þar sem prestur var inni, stóð hann fyrir dyrum, rétti höfuðið innfyrir og mælti: „Má sonurinn koma til föðursins." Varð af þessu hlátur mikill og komst Rafn í góða sætt. Hætti hann nú ekki fyrr en hann var búinn að reisa skemmuna að nýju, og hakaði hann þá saman sperrurnar. Stóð s'kemma þessi lengi síðan og var nefnd ,,Hrafnista“. Oft var það, að Rafn sat allan daginn Klukkan var ellefu. Lucille Henderson hafði fullvissað sig um, að veizlu- gleðin væri á hæfilegu stigi, með- tekið bros frá Jack Delroy, og neytt sig nú til að líta yfir til Ednu Philips, sem hafði setið í stóra, rauða stólnum síðan klukkan átta, reykt sígarettur, jóðlað halló á báða bóga og brosað með björtum aug- um til stráka, sem þó ekki virtust gefa því gaum. Lucille stundi eins þungt og kjóllinn leyfði, svo hniklaði hún það, sem eftir var af augabrúnunum og horfði í kringum sig á þennan háværa æskulýð, sem hún hafði boðið til þess að drekka skozka wiskyið hans föður síns. Svo tók hún viðbragð og fór þangað, sem William Jameson yngri sat, nagaði á sér neglurnar, og starði á litla, ljóshærða stúlku, sem sat á gólfinu ásamt þrem mönnum frá Rutgers. „Halló,“ sagði Lucille Henderson og greip í handlegginn á William Jameson yngri. „Komdu, það er hérna stúlka, sem mig langar til að kynna fyrir þér.“ „Hver?“ „Þessi. Hún er bráðsniðug." Jameson fylgdi henni eftir yfir herbergið, önnum kafinn við að naga burtu annnögl á þumal- fingri hægri handar. frá morgni til kvölds á milli bæja á steini, þá gott var veður, reri í heim fram og deplaði augunum og leit sjaldnast til hægri eða vinstri, þegar svo stóð á. Eitt sinn, er hann sat þannig í hlíð einni, bar þar að dreng frá Ballará, er mælti til Rafns: „Nú er Krummi víst eitthvað svo fjaðra- sár, að hann getur ekki flogið til bráða. Vill hann' ekki flögra heim að bænum?" Rafn svaraði: „Til þakka tel ég það, en ég sit svona og er að hugsa um það, sem hyggindum við kemur.“ Hann sat. oft á tali við ýmsa lærða menn um alls konar fróðleik, því að maðurinn var vel skýr og minnugur. Rafni er svo lýst: Hann var meðalmaður á hæð og flat- vaxinn, toginleitur og Ijósleitur í andliti, rétt nef jaður með slíkings hár svart, dökk- eygður og deplaði mikið augunum. Mátti sjá, að hann hafði verið laglegur maður á æskuskeiði. Ævi sína endaði Rafn í Saur- bæ í Dalasýslu. Var hann þá 77 ára gamall, hann deyði 20. marz 1829. Þá giftist Sigríður kona hans í annað sinn og átti þá Árna Jónsson, bónda í Magnúsarskógum, en hann var þá ekkill og hafði áður átt Helgu, dóttur Sigurðar, bróður Rafns, og eru ættir komnar frá Sigríði og Áma, en frá Rafni er fátt fólk komið, en þó munu nú finnast hér í Reykja- vík afkomendur hans. „Edna mín,“ sagði Lucille Henderson, „mig langar svo mikið til að kynna þig Bill Jameson. Bill — Edna Philips. Eða kann- ske, að þið þekkist?" „Nei,“ sagði Edna og mældi hann með augunum — stórt nefið, slappan munninn og grannar axlirnar. „Gleður mig mjög að kynnast yður,“ sagði hún. „Sömuleiðis,“ sagði Jameson og bar hana í huganum saman við litlu, ljóshærðu stúlkuna á gólf- inu. „Bill er góður vinur Jack Delroy,“ sagði Lucille. „Ég þekki hann ekki sérlega vel,“ sagði Jameson. „Jæja, ég verð að halda áfram. Sé ykkur seinna!“ „Engan asa!“ kallaði Edna á eftir henni. — „Viljið þér ekki fá yður sæti?“ „Ja, ég veit ekki,“ sagði Jameson og settist. „Ég hefi eigin- lega setið í allt kvöld.“ „Ég vissi ekki, að þér væmð góður vin- ur Jack Delroy,“ sagði Edna. „Hann er hátt settur, finnst yður ekki?“ „Jú, hann er olræt, býst ég við. Annars þekki ég hann ekki sérlega vel. Við höfum ekki um- gengizt mikið sama fólk.“ „Jæja? Mér heyrðist Lu segja, að þið væmð góðir vinir.“ „Jú, hún sagði það. En ég þekki hann ekki sérlega vel Ég ætti eiginlega að fara að fara heim. Ég þarf að klára þennan stíl fyrir mánudaginn. Ég ætlaði eiginlega alls ekki að koma um þessa helgi.“ „Já, en þetta er allt í byrjun!“ sagði Edna. „Allt hvað?“ „Ég meina, það er ekkert orðið framorðið.“ „Ne-ei,“ sagði Jameson. „En ég ætlaði eiginlega aldrei að koma í kvöld. Út af þessum stíl. Það er dagsatt, ég ætlaði eiginlega alls ekki að koma um þessa helgi. „Já, en það er ekkert orðið framorðið enn þá,“ sagði Edna. „Já, ég veit það, en —.“ „Um hvað er þessi stíll yðar þá?“ Allt í einu æpti sú litla, ljóshærða upp yfir sig af hlátri, og þremenningamir frá Rut- gers flýttu sér að taka undir. „Heyrið þér, um hvað er þessi stíll yðar?“ spurði Edna aftur.“ „O — ég veit það ekki,“ sagði Jameson. „Um þessa lýs- ingu á einhverri dómkirkju.“ „Þessari dóm- kirkju í Evrópu?“ „Ég veit það ekki.“ „Já, en, ég meina, hvað eigið þér að gera?“ „Ég veit það ekki. Ég á víst að krítisera hana. Ég hefi það skrifað.“ Aftur æpti sú litla, ljóshærða og þremenningarnir af hlátri. „Krítísera hana? Þér hafið þá séð hana?“ „Séð hverja?“ spurði Jameson. „Þessa dómkirkju.“ „Ég, nei.“ „Nú, hvernig getið þér þá krítíserað hana, ef þér hafið aldrei séð hana?“ ,,0-jú. Ég hefi ekki séð hana. Það er þessi náungi, sem skrifaði það. Það er víst ætlazt til, að ég krítíseri hana eftir því sem hann skrif- aði.“ „M-hm. Ég skil. Það er hart.“ „Hvað segið þér?“ „Ég sagði, að það væri hart.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.