Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 17, 1940 3 Hvalurinn er, eins og allir vita, stærsta spendýrið. Jafnvel stærstu afrísku og indversku karlfílarnir eru litlir í samanburði við stærstu hvalina, og þá er ómögulegt að temja. Aftur á móti hefir tekizt að veiða lifandi ættingja risahvals- ins, höfrunga, en þeir vekja meiri athygli með fjöri sínu en stærð. í stærsta lagardýrabúri, Marineland- lagardýrabúrinu í Florida, eru tveir lifandi höfrungar. Þeir eru á eilífum spretti allan liðlangan daginn og leika sér að stórum bolta, en temjast samt með hverjum deg- inum, sem líður. I heiminum eru mörg lagardýrabúr, og þau stærstu eru heimsfræg. 1 Monaco, Neapel, New York, Honolulu og Berlín eru lagardýrabúr, sem þúsundir manna skoða árlega. Innan skamms mun verða opnað lagardýrabúr í Kaupmannahöfn. En lag- ardýrabúrið í Florida er heill neðansjávar- dýragarður, þar sem vísindamenn geta rannsakað sjávardýrin, en jafnframt geta Marineland-lagardýrabúrið í Florida er stór neðansjávar- dýragarður, þar sem hægt er að rannsaka lífið á hafsbotni. Eftir ALEKO E. LILIUS. menn skoðað lífið í sjávardýragarðinum að gamni sínu. Það er mesta furða, hvað menn þekkja í rauninni lítið til sjávardýranna á þess- um vísindatímum. Enn er að mestu hula yfir lifnaðarháttum þeirra. Aristoteles, sem var uppi um 384 til 322 fyrir Kr., rannsakaði fyrstur manna líf fiskanna. Hann skrifaði mikið um lifnað- arhætti fiska við strendur Grikklands. Rannsóknir hans voru nákvæmar, en eftir- menn hans urðu lítils vísari. Það var ekki fyrr en um miðja sextándu öld, sem þess- ar rannsóknir hófust á ný. Sílatorfa þeysist fram hjá búrglugganum. Florida Oceanarium — sem er alþekkt undir nafninu: ,,The Marine Studios of Marineland, Florida", — er í stórri bygg- ingu með mörgum tröppum og breiðum gangstígum á þakinu. Umhverfis bygging- una eru pálmar, kaktusar, klettar, fjara og hafið. Mastur eitt mikið setur sinn svip á bygg- inguna. Lagardýrabúrin eru lögð að inn- an með sandi, sementi og gúmmíi, svo að fiskarnir rífi ekki slímhúðina af sér á veggjunum. I byggingunni eru tvö ker, annað er 30 m. á lengd, en hitt, sem er kringlótt, 22x/> m. í þvermál. Þau taka bæði 31/) milljón lítra af vatni. Á hverj- um sólarhring renna 23 milljónir lítra af fersku vatni í kerin. Á lagardýrabúrunum eru 200 gluggar í fimm mismunandi hæðum, og í gegnum þá geta allir skoðað sjávardýrin. Þótt undarlegt megi virðast, varð hug- myndin að þessum lagardýrabúrum til í Klettafjöllunum í Síam. Þegar Marian Stœrsti, tamdi hákarlinn í lagardýrabúrinu í Florida. Hann er um 4 m. að lengd. Áhöfnin á „Marsvíninu“ veiddi hann með því að deyfa hann á meðan hann var i hafinu. Þvi næst var hann fluttur i land.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.