Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 16

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 17, 1940 hann vantaði til dæmis peninga í heiman- mund dóttur sinnar, og svo greip hann síð- asta ráðið, hvíslaði nokkrum orðum í eyra Brasilíumannsins og peningarnir streymdu inn til hans frá óvinum Englands. En það var líka annar maður, sem hafði tal af ,,gamminum“. Að einhverju leyti hafði hin- um háa, fáskipta Murray majór grunað hinn hræðilega sannleika í þessu máli, og kvöldið fyrir árásina, þegar þeir gengu niður að ánni, tilkynnt hershöfðingjanum skýrt og greinilega, að hann yrði að segja af sér strax, því að annars yrði hann leidd- ur fyrir herrétt sem sá svikari, er hann væri. St. Clare hershöfðingi hélt samræð- unum áfram, þangað til þeir komu niður að skóginum við brúna, og þar við streym- andi fljótið og sóllýsta pálmana, — ég get séð það alveg fyrir mér, — dró hershöfð- inginn sverð sitt úr slíðrum og rak majór- inn í gegn. Vegurinn lá yfir hæðardrag, þar sem einmanaleg skógarrjóðrin sýndust yfír- náttúrlegar verur í daufri tunglskinsbirt- unni. Flambeau hlustaði á í ömurlegu skapi. — St. Clare var bölvaður refur, og hann hefir kannske aldrei verið jafn kaldrifjað- ur og íhugull, eins og þegar Murray lá dauður við fætur hans, — og honum brá ekkert, þegar hann uppgötvaði, að sverðið hans hafði brotnað. Hann skildi strax, að oddurinn af því var í líflausum líkama Murrays. Hann hafði drepið óvin sinn, en ekki fengið hann til þess að þegja. Allt í einu hugkvæmdist hónum ráð, og það var að skapa blóðugan haug af dauðum líköm- um, til að fela þennan eina í. Þess vegna sendi hann útverðina út í opinn dauðan. Flambeau kom auga á hlýlegan ljós- glampa bak við svartan, kaldan skóginn, en Pater Brown tók ekki eftir neinu, svo niðursokkinn var hann í söguna. — Þeir höfðu möguleika til betri úrslita á þessu brjálæðislega áformi, ef að þeir í byrjun hefðu hafið árásina á hæðina. En í stað þess neyddi þessi djöfull þá til að vera í mýrarfeninu, þangað til líkin af þeim lágu í hrúgum. Ég held sjálfur persónu- lega, að sá maður, sem var trúlofaður dóttur St. Clare, hafi grunað, hvernig í öllu lá. — En dauði Oliviers og hershöfðingj- ans, hvernig útskýrið þér það? spurði Flambeau. — Oftast nær gaf Olivier föngum sín- um frelsið aftur, svaraði presturinn, og í þessu tilfelli gaf hann þeim öllum frelsi. — Öllum nema hershöfðingjanum, sem hann hengdi, skaut Flambeau inn í. — Hann gaf þeim öllum frelsi, endur- tók presturinn. Dökkar brýrnar á Flambeau hrukkuð- ust. — Ég skil yður ekki, sagði hann. — Það er einn hlutur enn þá, sagði Pater Brown lágt. Ég sé mynd ljóslifandi fyrir sjónum mínum. Herbúðir, sem í sól- arupprás eru að taka sig upp. Brasiliskir hermenn standa fylktu liði. Olivier stendur með barðastóra hattinn sinn í hendinni og kveður versta óvin sinn, sem hann er ný- búinn að gefa frelsið aftur. Gamli, þokka- legi hermaðurinn stendur fyrir framan herinn sinn og þakkar í nafni allra her- mannanna. Trumbuslátturinn hefst og Brasilíuherinn marsérar burtu. Englend- ingarnir standa eftir, stífir eins og mynda- styttur, og þegar síðasti hljómurinn frá óvinunum deyr út, kemur óeirð í ensku raðirnar og------ Flambeau hrökk við. — Ó, kallaði hann, — þér haldið þó ekki, að----- — Jú, svaraði Pater Brown, — ég held, að það hafi verið Englendingur, sem smeygði reipinu um hálsinn á St. Clare, og ég held, að það hafi verið sami maður- inn, sem setti hringinn á fingur dóttur hans. Ljósglætan, sem Flambeau hafði tekið eftir, varð sterkari. Þegar þeir komu upp á hæðina, sáu þeir, að hún stafaði frá lítilli krá. Þeir heyrðu hlátur og glaðværar raddir. — Ég ætti kannske að bæta því við, sagði Pater Brown, að ensku hermennirnir sóru þess dýran eið að opinbera aldrei sannleikan viðyíkjandi St. Clare. Ef til vill reyna þeir að gleyma honum. — Guð hjálpi þeim til þess. Eigum við ekki líka að reyna að gleyma? — Jú, svaraði Flambeau ákveðið og gekk hratt í áttina til kráarinnar. Fyrir framan innganginn stanzaði hann snögg- lega. — Hver andskotinn, varð honum að orði, og benti á tréskilti ofan við dyrnar: — Brotna sverðið. — Áttuð þér ekki von á þessu, spurði presturinn. — St. Clare er dýrðlingur þessa héraðs. Helmingurinn af öllum göt- um og krám eru nefndar eftir honum. — Ég hélt, að við værum lausir við þetta ómenni, svaraði Flambeau og skirpti út úr sér. — Þeir verða aldrei lausir við hann í Englandi, sagði presturinn og laut höfði. — Marmara líkneskin af honum munu allt- af verða til að vekja aðdáun ungra, trú- gjarnra drengja. Og grafreitur hans mun í hundruð ára ilma af blómum, og milljónir manna, sem aldrei hafa þekkt hann, munu elska hann eins og föður. Hann verður til- beðinn eins og dýrðlingur, og sannleikur- inn kemur aldrei í ljós dagsins. — Ég hefi tekið ákvörðun mína. — Ég var búinn að heita því við sjálfan mig, að ef hnjóðað hefði verið í Oberst Claney, Kaptejn Keith, Olivier eða nokkurn annan í grafskrift St. Clare, þá hefði ég opinberað sannleikan, en ef aftur á móti að grafskriftin léti sér nægja að hrósa St. Clare óréttilega, þá ætlaði ég að þegja. — Og það ætla ég að gera. Þeir gengu inn í vinalega krána, sem öll var prýdd myndum af St. Clare, og fengu sér þægileg sæti. — Það er kalt, sagði Pater Brown, — við skulum fá okkur vín. — Hvað segið þér um koníak? spurði Flambeau. ÆSKAN. Framh. af bls. 8. „Hvernig fór?“ spurði Lucille. „Samdi ykkur Bill ekki? Eru þetta Frances og Eddie þarna yfir frá?“ „Ég veit það ekki. Hann varð að fara. Átti að hafa svo mikið undir mánudaginn.“ „Hann er rétt í þessu á gólfinu hjá Dot- tie Leggett. Delroy er að setja sveskju- steina niður á bakið á henni. Þetta eru Frances og Eddie þarna yfir frá.“ „Þessi Bill er meiri karlinn.“ „Nú, hvernig? Hvað meinarðu?“ sagði Lucille. Edna tottaði sígarettuna og sló svo af henni öskuna. „Nokkuð blóðheitur, finnst mér.“ „Bill Jameson?“ „Nú,“ sagði Edna, „ég slapp þó ósködd- uð. En ég ætla að biðja þig að halda hon- um frá mér í framtíðinni." „Jæja, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt,“ sagði Lucille Henderson. „Hvað er Harry nú að lóna? Við sjáumst seinna, Edna, bless.“ Þegar Edna var búin með sígarettuna, fór hún inn. Hún gekk hratt, beint upp stigann og inn í herbergi móður Lucille Henderson, þar sem drekkandi og reykj- andi æsku var meinaður aðgangur. Hún var uppi í nærri tuttugu mínútur. Þegar hún kom niður, fór hún beint inn í dag- stofuna. William Jameson yngri sat, ásamt fleiri strákum á gólfinu skammt frá þeirri litlu, ljóshærðu, og hélt á glasi í hægri hendi, en hafði fingur vinstri hand- ar uppi í eða fast við munninn. Edna sett- ist í stóra, rauða stólinn. Enginn hafði sezt þar. Hún opnaði töskuna sína, tók upp úr henni lítið sígarettuveski, sett steinum, og fékk sér eina af tíu eða tólf sígarettum, sem í því voru. „Hæ!“ kallaði hún og klappaði með sígarettunni á stólbríkina. „Hæ, Lucill! Bobby! Reynið að finna eitthvað betra í útvarpinu! Hver haldið þið, að geti dans- að eftir þessu gauli!“ Úr annálum. 1710. Á Vestfjörðum sáu tveir menn, sinn í hvorum firði, sama morgun fyrir dag, teikn á lofti í miðmundastað, því líkt sem væri kross rauður og við hann engils- mynd með sverð í hendi; leið það þar frá til vesturs. Vildi annar maðurinn, er það sá, kalla á heimilisfólk sitt og láta það sjá teiknið, og gekk til þess inn aftur í bæinn skyndilega, en er hann kom út aftur var teiknið liðið af himninum, og sá hann það ekki meir. (Vallaannáll). 1 Oyo í Nigeria álíta íbúarnir höfðingja sinn skynsamasta og menntaðasta mann í Vestur-Afríku. Samt hefir enginn séð framan í hann, því að hann gengur alltaf með blæju fyrir andlitinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.