Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 17, 1940 13 nnftTiwi oiiPBBia Spennandi spœjarasaga, þar sem Pater Brown upplýsir mólid. DHUBIIH OULIIUIU. úsundir af trjám skógarins stóðu steingrá undir milljónum greina og kvista, sem glitruðu eins og silfur í hrím- móðunni. Á grádökkum himninum skinu stjörnurnar daufu bliki, og allt þetta mikla, skógi vaxna, en strjálbýla landslag var storkið í gaddhörku. Myrk rjóðrin á milli trjástofnanna líktust hyldjúpum, svörtum hellum í þessu hjartalausa, norðlæga hel- víti, — helvíti kuldans. Jafnvel hinn fer- strendi steinturn kirkjunnar líktist eftir- látnum eigum frá hinni norrænu heiðingja- tíð á klettóttri strönd Islands. Þetta var undarlega valin nótt til að skoða kirkjugarð, en hann var kannske það merkilegur, að það borgaði sig að skoða hann. Hann lá, snarbrattur, fram úr öskugráum skóginum eins og kúfuvaxin herðablöð af grænu grasi! Flest leiðin lágu í brekkunni og stígurinri, sem lá til kirkj- unnar var brattur eins og vindustigi. Efst uppi á hæðinni stóð minnisvarði, sem hafði gert staðinn frægan, og sem myndaði merkilegar andstæður við hin leiðin, sem voru ólöguleg og lítilsigld. Þessi minnis- varði var gjörður af mesta myndhöggv- ara í Evrópu, og þó var nafn hans þegar grafið í gleymsku í baksýn af örlögum þess manns, er hann hafði gjört myndina af. — Minnisvarðinn var af föllnum hermanni með spenntar greipar, eins og hann væri að biðjast fyrir. Hann hallaði höfðinu upp að fallbyssu. Þó að einkennisbúningur hans væri aðeins gerður með örfáum strikum, var samt auðséð, að myndin var af nú- tíma hermanni. Honum til hægri handar lá oddbrotið sverð, en vinstra megin við hann lá biblía. Á heitum sumarkvöldum kom f jöldinn allur af ferðafólki til að sjá þetta minnis- merki. En jafnvel á sumrin fannst manni þetta strjálbyggða skógarríki autt og yfir- gefið. 1 kulda og myrkri vetrarins var ein- veran þjakandi eins og maður væri einn með stjörnunum. Þrátt fyrir hina djúpu eyðikyrrð, marr- aði í tréhliði kirkjugarðsins þetta hljóða vetrarkvöld, og tvær dökkklæddar verur gengu upp litla stíginn til grafanna, og svo fölt var kalt stjörnuljósið, að maður gat með naumindum séð, að önnur veran var óvenju stór, en hin óvenju lítil. Þær gengu upp til minnisvarða hermannsins og virtu hann fyrir sér nokkrar mínútur í algerðri þögn. Á stóru svæði voru þessar tvær, dökk- klæddu persónur einustu mannlegu verurn- ar, ef þær voru þá mannlegar verur, að minnsta kosti hefði upphafið á samtali þeirra fengið hvern einasta hlustanda til að efast. — Hvar felur hygginn maður hnull- ungsstein? spurði litli maðurinn. Sá stóri svaraði lágri röddu: — Á ströndinni. — Og hvar felur hygginn maður eitt laufblað ? — 1 skóginum, svaraði sá stóri. Dálítil þögn. Þá sagði stóri maðurinn: — Haldið þér, að maður, sem vill fela demanta, geymi þá hjá fölskum steinum? — Nei, nei, svaraði litli maðurinn hlæj- andi, en við skulum annars ekki tala meira | Eftir | | G. K. Chesterton. | um þetta. Við skulum gleyma því. Hann stappaði augnablik niður fótunum, síðan sagði harin: — Ég var alls ekki að hugsa um þetta, heldur um dálítið annað, — annað, sem er miklu merkilegra. Viljið þér vera svo góð- ur og gefa mér eina eldspýtu? Stóri maðurinn þreifaði í vösum sínum eftir eldspýtum, og brátt upplýstist flöt hlið minnisvarðans af litlum, gullnum loga, og áletrunin, sem svo margt ferðafólk hafði lesið, kom í ljós: — — — Helgað minningunni um Sir Arthur St. Clare, hetju og píslarvott. Guð gefi, að hans verði hefnt.------- Það slokknaði á eldspýtunni, og stóri maðurinn ætlaði að fara að kveikja á ann- arri, þegar litli maðurinn sagði: — Það er ágætt, Flambeau. Ég hefi séð það, sem ég vildi sjá, eða réttara sagt: ég hefi ekki séð það, sem ég vildi ekki sjá. Nú förum við á næstu krána hérna, og þá skal ég segja yður það allt saman. En guð veit, að maður er þurfandi fyrir gott sæti við arininn og eitt glas af öli, þegar maður gengur inn á að segja svona sögu. Þeir gengu aftur niður brattan stíginn, opnuðu gamla hliðið og þrömmuðu frostna skógargötuna. Þegar þeir höfðu gengið dá- lítinn spöl, sagði litli maðurinn: — Hygginn maður felur einn stein á strandlengjunni. En hvað gerir hann, ef engin strandlengja er til ? Þekkið þér nokk- uð til hinna miklu leiksloka St. Clare? — Ég þekki dálítið til enskra lögreglu- manna, Pater Brown, svaraði stóri maður- inn hlæjandi. — En aftur á móti veit ég áreiðanlega ekkert um enska hershöfð- ingja. En ég veit, að þér hafið dregið mig með yður til allra þessara St. Clare minn- isvarða. Maður gæti haldið, að hann væri grafinn á sex stöðum. Ég hefi séð minnis- merki af St. Clare hershöfðingja í West- minster Abbedi. Ég hefi séð riddara- líkneski af St. Clare hershöfðingja á Viktoríu-bryggjunni í London. Ég hefi séð hámynd í marmara af St. Clare hershöfð- ingja í götunni, þar sem hann er fæddur, og aðra í götunni, þar sem hann bjó. Og nú amlið þér með mig gegnum þreyfandi myrkur til að sýna mér gröf hans hér í þessum sveitakirkjugarði. Ég er sannast að segja að verða dálítið þreyttur á þess- um mikilfenglega persónuleika, sérstak- lega þegar ég veit ekki, hver hann er. Hvers eruð þér eiginlega að leita? — Ég leita aðeins að orði, svaraði Pater Brown, — einu orði, sem vantar. — Hvaða orði? spurði Flambeau. — Viljið þér ekki segja mér söguna? — Ég verð að skipta henni í tvennt, anzaði presturinn. — Fyrst er það sá hlut- inn, sem allir kannast við, og svo hinn hlutinn, sem enginn veit um, nema ég. Sá hluti sögunnar, sem fólk þekkir, er stutt- ur og skýr, en fullkomlega rangur. — Það er rétt, sagði Flambeau. — Við skulum þá byrja á vitlausa endanum, á því, sem allir vita um, en ekki er satt. — Það, sem fólk veit, er þetta: Sir Arthur St. Clare var kunnur, enskur hers- höfðingi. Eftir ljómandi framgöngu í Ind- landi og Afríku fékk hann yfirherstjórn yfir brezka hernum, þegar hann átti að kveða niður uppreisn þá, sem var skipu- lögð af hinum brasiliska sjálfstæðisfor- ingja, Olivier. Við það tækifæri réðist St. Clare til atlögu gegn sterkari herafla Oliv- iers og var handtekinn eftir hraustlegan bardaga. — Þegar Brasilíumennirnir sneru aftur, fannst St. Clare dinglandi í tré við hliðina á brotnu sverðinu sínu. — Og þessi frásögn er ósönn? spurði Flambeau. — Nei, svaraði vinur hans. — Þessi saga er fullkomlega sönn, — að vissu leyti. — Jæja, látum svo vera, sagði Flam- beau, — en ef hún er sönn, í hverju liggur þá leyndardómurinn fólginn? Þeir höfðu gengið fram hjá óteljandi trjám áður en litli presturinn svaraði. Hann beit hugsandi í fingur sér og sagði: — Það er tvenns konar sálfræðilegur leyndardómur, sem hvílir yfir þessari brasilisku orustu, þar sem tveir af fræg- ustu mönnum nútíðarinnar breyttu þvert ofan í sína eigin skapgerð. Þér megið ekki gleyma því, að bæði Olivier og St. Clare voru hetjur, í fornri merkingu þess orðs. Það er hafið yfir allar efasemdir. Hugsið þér yður Hextor og Achilles, og hvað mynduð þér svo halda um orustu, þar sem Achilles væri hugleysingi og Hextor níð- ingur ? — Haldið þér áfram, svaraði Flambeau, þegar presturinn beit aftur í fingur sér. — Sir Arthur St. Clare var hermaður, einkennandi persónugervingur hins gamla, guðhrædda skóla. Hann var skyldurækinn og djarfur. Þrátt fyrir mikið hugrekki, var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.