Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 17, 1940 Seinni hluta átjándu aldar og í byrjun þeirrar nítjándu var uppi í Dalasýslu maður sá, er Rafn hét Jónsson. — Hann ólst upp í Suðureyjum í Breiðafirði og dvaldi á yngri árum sínum í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi. Hann var einkennilegur í háttum og sér- vitur mjög, skynsamur var hann þó tahnn, óhneigður til erfiðisvinnu, sagður latur, hrekkjóttur og kerskinn. Hann var af sum- um kallaður Kjafta-Rafn. Nokkrar sögur smjörbelgirnir voru að bomsast í honum Hvammsfirði.“ Frá háttum Bafns: Þó að Rafn væri af mörgum talinn mesti gallagripur, hafði hann líka sína kosti. Hann var trygglundaður. Og svo mat hann mikils það, sem honum var vel gert, að hann þóttist nálega aldrei geta endurgold- ið það, og átti hann því marga að, er tóku launað, sem þér má betur koma, en tak þú Siggu mína, þegar þú vilt.“ Sagt er, að Eiríkur hafi ekki hafnað góðvild Rafns, því að hann var talinn kvenhollur í góðu meðallagi. Benedikt hét maður Hannesson. Hann var prestur í Miðdölum og bjó að Hamr- endum. Þá var í Stykkishólmi Jón kaup- maður Kolbeinsson, skynsemdarmaður og vænn. Það var eitt sinn, að orðamál kom Sagnir um „Kjafta-Rafn“. eru til um Rafn, og hefir Friðrik prestur Eggerz skráð þær, en ekki munu þær hafa komið fyrir almenningssjónir, en eru þó þess verðar, sem og sögur um ýmsa sér- kennilega menn, er á einhvern hátt stóðu utan við samtíð sína, sumir framar, aðrir aftar o. s. frv. Um ætt Rafns: Langafi Rafns Jónssonar var Þor- móður skáld Eiríksson, er bjó í Gvendar- eyjum á Breiðafirði. Hann var kominn í beinan karllegg af hinni frægu, kynsælu Eydalaætt. Margar sagnir eru til um Þor- móð skáld, hann var talinn göldróttur og átti að hafa numið gömul fræði og forn- eskju af Birni eldra í Vogi á Fellsströnd Jónssyni. Einna kunnastur mun Þormóður vera fyrir söguna um sauðinn Móra („Jarmaðu nú Móri minn, hvar sem þú ert“). Vel má vera, að Rafn hafi líkzt Þor- móði um margt, báðir voru hrekkjóttir og þráir í lund, en skynsamir vel. Sonur Þor- móðs var Sigurður. Hann bjó í Melrakka- ey. Hans sonur var Jón, faðir Rafns. Kona Jóns og móðir Rafns var Helga, dóttir Hálfdánar prests Rafnssonar á Munka- þverá og síðar Undirfelli. Hann dó 1665, 84 ára, og hafði þá verið prestur í sex- tíu ár. Rafn átti konu þá, er Sigríður hét. Fara litlar sögur af henni. Hún var væn kona álitum, en frekar smá á vöxt. Faðir hennar var Magnús bóndi í Hólum í Hvammssveit Arngrímsson Jónssonar á Hróðnýjarstöð- um í Laxárdal. Kona Magnúsar og móðir Sigríðar var Ragnhildur, dóttir Kolbeins auðga (f. 1692), er bjó í Glerárskógum í Hvammssveit, Kolbeinssonar í Sælingsdal, Sigurðssonar. Bróðir Sigríðar var Daði, er bjó á Hólum eftir föður sinn. Hann fórst í Hvammsfirði ásamt fjórum bændum öðr- um úr Hvammssveit 10. júlí 1831, og er það slys einn mesti mannskaði þeirrar sveitar, er menn þekkja. Voru þeir að fara í Stykkishólmskaupstað með vöru sína, og hvolfdi skipinu. Rak þá vöruna víðsvegar á land. Ein kerhng átti þá að hafa sagt: „Það var gaman, og þó ekki gaman, og þó gaman, að sjá, þegar ullsekkirnir og Eftir H. Kr. Kristjánsson. Rafn Jónsson, af sumum nefndur Kjafta-Rafn, var uppi í Dalasýslu um aldamótin 1800. Hann var kunnur fyrir það, hve undarlegur hann var í háttum sínum og tilsvörum. málstað hans og hjálpuðu honum á ýms- an hátt. Það var eitt sinn, að hann var kærður fyrir óleyfilega lausamennsku, er hann dvaldi í Helgafellssveit. Þá var sýslumað- ur í Snæfellssýslu Sigurður (þar frá 1806 til 1818) Guðlaugsson prófasts Sveinsonar í Vatnsfirði, og átti hann að dæma í því máli. Dæmdi nú sýslumaður Rafn til að fest- ast upp í gapastokk, sem þá var í Stykkis- hólmi, og þótti það allhart fyrir þær sakir, er á Rafni voru. Að hanga í gapastokk var hin mesta svívirða. Þessi hegningaraðferð hélzt nokkuð fram eftir nítjándu öldinni. Þegar Rafn leit hespuna, er skyldi sett um háls honum, segir hann: „Bölvaður sé sá, er á tré hangir.“ Hann var þá ölvaður mjög og barðist um af öllum kröftum á meðan hann gat, og segir að lokum, er hann var orðinn uppgefinn: „Heysið mig þá upp“. Að þessum starfa var sýslumanni til aðstoðar, ásamt fleirum, Eiríkur Sig- urðsson, faðir Sigurðar Breiðf jörðs skálds. Hann var vinveittur Rafni, og er sýslu- maður hugðist setja járnið um háls hon- um, spyrnir Eiríkur fæti við honum, svo að þeir féllu báðir og varð sýslumaður þar undir og lenti í stórri límpönnu, er stóð þar í nánd. Rafn stóð fljótlega á fætur og fór burt sem fljótast. En sýslumaður var illa verkaður og varð að fara til húsa og hafa fataskipti. En Rafn slapp við hegningu. Litlu síðar hittast þeir Rafn og Eiríkur, og segir þá Rafn: „Vel fór þér, Eiríkur, við mig síðast, og get ég þér ekki í öðru upp á milli Benedikts prests og Jóns kaup- manns, og skyldi Rafn bera vitni í málinu. Hann kom að Hamrendum og bað prest um lamb, og lét þess getið um leið, að allt væri undir skýrslu sinni komið með mál þeirra prests og kaupmanns. Þá mælti prestur: „Ekki vil ég, að neinn stofni sér í hættu eða sálarvoða fyrir mig, en þó skalt þú ■ hafa lambið.“ Síðan fór Rafn til kaupmanns og falaði af honum tóbak og brennivín, og mælti á þá leið, að allt væri mál hans undir sér komið, og væri honum eins gott að láta fara vel í skiptum þeirra. Kaupmaður mælti: „Þú átt að segja sannleikann og leyna ekki af,“ svo snaraði hann til hans tóbakspundi og lét hann hafa brennivín á kútholu, er hann hafði meðferðis. Sigurður sýslumaður Guðlaugsson átti að dæma í máli þessu, og var Rafn boð- aður þangað til vitnisburðar. Hann kom af sjó og hafði vettlinga mikla á höndum og blauta, sem hann var og allur, og heldur ókurteislegur. Gekk hann nú þannig fyrir réttinn. Kom nú þar að, er sýslumaður vildi stíla Rafni eiðinn og bað hann rétta upp fing- urna. En Rafn hafði mjög kreppta hönd, og rétti hann fram hina hægri hönd, með hálfkrepptum fingrum og sneri handar- baki að sýslumanni og sagði: „Hana þá!“ Sýslumaður-bað hann snúa höndinni öðru vísi og rétta upp þrjá fingur og kreppa hina í lófann. Byrjar svo sýslumaður að stíla honum eiðinn og mælti: „Eg, Rafn Jónsson . . .“ Rafn svarar: „Lýgur þú þar, ekki ert þú Rafn Jónsson." Sýslumaður mælti: „Þú átt að hafa eftir mér eins og ég mæli fyrir, þegar þú átt að sverja eið- inn.“ Loks er Rafn var kominn í gott skap byrjar hann og segir: „Ég, Rafn Jónsson,“ sýslumaður bætir við og segir: „sver þann eið og segi það . . .“ Rafn svarar: „Nei, það geri ég ekki, segðu undir þínum eiði það, sem þú villt, en láttu mig ekki segja undir mínum eiði það, sem ég ekki vil, en þú villt, að ég segi. Eitthvað voru þeir karlarnir mínir að raula, en ég man það ekki og setti það ekki á mig.“ Voru þá hendur Rafns báðar komnar ofan á borð- ið, er hann mælti þetta, en með þeirri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.