Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 17

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 17, 1940 17 '| Barna- ■ april. saga. að var fyrsti apríl, en það datt hvorki Lísu né Veru í hug, þegar Karl bróðir þeirra bað þær, eldsnemma um morgun- inn, að fara til Gríms sltósmiðs og sækja skóna sína. Telpurnar fóru af stað. Það var löng leið, því að Grímsi bjó í útjaðri bæjarins, en að lokum komust þær þangað, þreyttar og upp gefnar. — Skó, sagði Grímsi skóari, þegar þær höfðu stunið upp erindinu. — Ég hefi enga ,skó. En bróðir ykkar var hér í gær og bað mig að fá ykkur þetta bréf, ef þið kæmuð. Brosandi rétti hann þeim samanbrotna pappírsörk. Lísa og Vera urðu steinhissa, er þær sáu, að á henni stóð aðeins: 1. apríl. — Þarna var leikið dálaglega á okkur, sagði Lísa við Veru, þegar þær voru á leið- inni heim. — En að við skyldum ekki muna eftir því, að það er 1. apríl í dag. I sama bili hittu þær ömmu sína og sögðu henni auðvitað strax, hvernig Karl hefði gabbað þær. — Er það nú, sagði amma hlæjandi, — að hann skuli gabba litlu systur sínar. Sá skal fá það borgað. Ég skal hjálpa ykkur að láta hann hlaupa apríl. Komið þið nú með mér heim. Skömmu síðar sátu Lísa og Vera inni hjá ömmu sinni og gæadu sér á sælgæti og heimabökuðum kökum. — Svo að Kalli bað ykkur að sækja fyrir sig skó, sagði amma. — Það er þá bezt, að hann fái skóna, greyið. Síðan náði hún í eldgamlar, gatslitnar skóhlífar. — Nú setjum við þær í böggul, og þið fáið Kalla hann og látið sem ekkert sé. Lísa og Vera voru himinlifandi yfir snjallræði ömmu sinnar. Þegar þær höfðu setið hjá henni dálitla stund, þökkuðu þær fyrir sig, kvöddu og lögðu af stað heim með skóhlífarnar í fallegum umbúðum. UM ODD GOTTSKÁLKSSON. Framh. af bls. 9. hans orði í einu fjósi“. I Skálholti lauk hann við að þýða Mattheusarguðspjall. Hvar hann hefir unnið að því, sem þá var eftir af þýðingunni, vita menn ekki. Haustið 1539 er hann kominn til Kaupmannahafnar með þýðinguna full- gerða. Leggur hann hana fyrir konung og fær bréf hans með heimild til að prenta og selja bókina, og bann gegn hindrun sölu hennar, eins og sjá má hér að framan. Hefir þá þegar verið tekið til við prentun bókarinnar, og var henni lokið 12. apríl vorið eftir. Það verk vann þýzkur maður, sem hafði prentverk í Hróarskeldu. Þýðingin er aðallega gerð eftir hinni latnesku þýðingu Vulgata, þýðingu Lut- hers og Erasmusar. Hér er ekki rúm til að ræða mikið um Þegar Karl kom heim úr skólanum, spurði hann systur sínar strax hlæjandi: — Jæja, komuð þið ineð skóna? — Já, hér eru þeir, sögðu systurnar báðar í einu og réttu honum böggulinn. — Hvað á þetta nú að þýða? spurði hann undrandi. — Nú, það eru skómir þínir, svaraði Vera sakleysislega. — Já, ætlarðu ekki að skoða, hvernig þeir eru sólaðir? bætti Lísa við. Karl var alveg orðlaus. Hann tók upp böggulinn og starði stein-undrandi á gömlu skóhlífarnar. — 1. apríl, 1. apríl, sögðu systur hans hlæjandi og dönsuðu í kringum hann. Karl varð fyrst reiður yfir því að vera gabb- aður, en síðan fór hann að hlæja líka. Stuttu síðar urðu þau þrjú ásátt um, að láta mömmu sína hlaupa apríl. Þau stóðu við gluggann og hrópuðu: — Nei, sko flug- vélina! Mamma, mamma, komdu fljótt. Mamma þeirra kom hlaupandi út úr eld- húsinu, og þá var henni sagt, að það væri 1. apríl. Þegar pabbi þeirra kom heim, átti auð- vitað að láta hann hlaupa apríl líka. Börnin náðu í stóra hlemma frammi i eldhúsi, læddust inn í stofu og köstuðu þeim öll- um í einu í gólfið, svo að mikill hvellur varð. Pabbi þeirra kom hlaupandi í ofboði. Hann hélt, að þau hefðu brotið stóra, kín- verska vasann. En þau hrópuðu hlæjandi: — 1. apríl, og faðir þeirra varð auðvitað að hlæja líka. Um kvöldið fannst börnunum kvöldkaff- ið koma nokkuð seint. — Fáum við ekki kaffi? spurðu þau. — Nei, þið fáið ekkert kaffi í kvöld, þið hafið verið svo óþæg, sagði pabbi. — Skömmu síðar fór hann inn til mömmu, sem var önnum kafin á skrifstofunni. — Komið þið hingað öll þrjú, kallaði hann. — Börnin komu hlaupandi, og þar var þá hlaðið borð með súkkulaði og kök- um. — 1. apríl, sögðu mamma og pabbi. Þetta gabb þótti börnunum gamansamt. þýðinguna. Þó skal geta þess, að fræði- menn telja, að mál hennar standi fyllilega jafnfætis öðru því, sem þá var ritað á Is- landi. Er þetta furðulegt, þar sem Oddur hafði hlotið uppeldi og menntun erlendis. Og enn furðulegra hafi hann ekki verið nema liðlega tvítugur, þegar hann vann verkið. Að þýða allt N. Tm. á þremur ár- um er mikið afrek, en ekki var þar með búið. Síðan þurfti hann að láta prenta það erlendis og það að mestu eða öllu leyti á eigin kostnað. Engin bók íslenzk var þá til á prenti svo vitað sé. Hefir hann því orðið að láta smíða stafi og ákveða margt, sem sérstakt var fyrir íslenzka tungu. Að þessu öllu afrekuðu, á hálfu fjórða ári, kom Oddur til Islands með N. Tm. vorið 1540. Ýmsir gallar eru á frágangi bókarinn- ar, og ber sjálfsagt margt til þess. Prent- listin var þá enn á gelgjuskeiði, prentar- inn kunni ekki málið og Oddur sjálfur óvanur bókagerð. Oddur hefir þýtt og lát- ið prenta formála Luthers fyrir hverju riti nema Opinberunarbókinni, sem hann skrif- aði sjálfur. Á spássíunum eru víða tilvitn- anir og skýringar. Þar eru og tilgreind guðspjöll og pistlar allra helgidaga árs- ins, og auk þess er skrá yfir þau aftan við bókina. Skipting í vers er engin og kom ekki fyrr en löngu seinna. Síðast er eftir- máli hans sjálfs, þar sem hann gerir grein fyrir helztu atriðum trúarinnar, og skyldi lesandinn athuga hann vel. Síðar þýddi Oddur ýms guðfræðirit, og voru sum þeirra prentuð. Auk þess er tal- ið, að hann hafi þýtt nokkur rit Gamla Testamentisins. Eftir að Gissur Einarsson hafði tekið við biskupsdómi, studdi hann Odd á allan hátt. Var biskupi ómetanlegt, að Oddur gæti unnið að bókaútgáfunni, þar sem hann hafði sjálfur ærið annað að starfa. Veitti biskup Oddi Reyki í Ölfusi, Reyk- holt í Borgarfirði og jafnvel fleiri staði honum til uppeldis. Aldrei þáði Oddur vígslu, þrátt fyrir beiðni og áskoranir biskups, heldur hélt hann presta til að þjóna embættum sínum. Árið 1543 kvænt- ist hann konu, er Þuríður hét. Eignuðust þau einn son, sem hét Pétur. Hann fluttist fulltíða til Noregs. Oddur var kosinn lögmaður norðan og vestan á íslandi árið 1552, og fékk Hegra- nesþing og Reynistaðarklaustur ári síðar og fluttist þá þangað. Vorið 1556, um eða eftir fardaga, reið Oddur frá Reynistað áleiðis til alþingis. Með sér hafði hann jarðarafgjöld klaust- urjarðanna, og ætlaði að flytja þau til Bessastaða fyrir þing. Hugðist hann að fara sjóveg úr Borgarfirði, en þreyttist að bíða byrjar og reið fyrir Hvalfjörð. Með honum var prestur hans, sonur og fleiri menn. Þegar þeir komu að Laxá í Kjós, var hún ófær. Féll Oddur þar af hestin- um og flaut fram ána. Von bráðar tókst félögum hans .þó að ná honum. Var hann þá ekki gegndrepa. Til marks um það er sagt, að bækur tvær í barmi hans voru þurrar. Var önnur bænabók, en hin reikn- ingabók. Tjald var nú reist og hlynnt að honum eftir föngum. Nálægt miðnætti mælti hann við þá og kvaðst mundi deyja. Bað hann þá að bera öllum vinum sínum kveðju sína og lagði fyrir, að hann skyldi grafinn í Skálholtsdómkirkju fram undan prédikunarstól. Síðan andaðist hann. Lík hans var flutt í Skálholt, en grjót hindraði gröft á þeim stað, sem hann hafði kosið, og var hann því grafinn í krossstúku nærri Gissuri biskupi. Oddi er svo lýst, að hann hafi verið elju- maður mikill og setið öllum stundum við lestur eða skriftir. Forspár var hann tal- inn, og eru nokkrar sagnir um það, því var hann nefndur Oddur hinn spaki. Veraldarsýslanir Odds mörkuðu engin spor, en andleg afrek hans munu vera í gildi jafn lengi og íslenzk tunga, þjóð og kirkja þekkist.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.