Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 17, 1940
15
'Clare, þó að flestir tali um hann með meiri
virðingu en Oberst Claney.
Skógurinn, sem þeir þræddu í gegnum,
var orðinn upp í móti. Presturinn þagnaði
örstutta stund, en hélt síðan áfram:
— Svo er það þriðji liðurinn. Fyrir
tveimur mánuðum dó brasiliskur em-
bættismaður í Englandi, sem á sinni tíð
hafði yfirgefið land sitt vegna óvináttu við
Olivier. Það var Spánverji, Espado að
nafni. Hann var velþekkt persóna, bæði
hér og á meginlandinu. Ég þekkti hann
sjálfur persónulega, og var hjá honum,
þegar hann dó, og fékk þess vegna leyfi
til að sjá öll þau skjöl, sem hann lét eftir
sig, en af þeim voru aðeins sex smá íundi,
sem höfðu nokkra þýðingu. Það voru dag-
bókarþættir ensks hermanns um Black
River. Ég geri ráð fyrir, að Espado hafi
fundið þessa dagbók á vígvellinum. Síðustu
línurnar, sem eru skrifaðar nóttina fyrir
bardagann, eru þær þýðingarmestu. Eg tók
afrit af þeim, sem ég hefi hérna í vasa
mínum. Því miður er of dimmt til að lesa
þær, en ég skal reyna að endursegja þær
eins vel og ég man. Fyrst skrifar enski
hermaðurinn nokkra grínþætti um einn
félaga þeirra, sem kallaður er „gammur-
inn“. Þessi maður hefir þó varla verið Eng-
lendingur, jafnvel þó að ekki sé minnst á
hann sem tilheyrandi óvinunum. Hann
hefir kannske verið blaðamaður eða eitt-
hvað því um líkt. Að minnsta kosti var
hann oft í samræðum við Oberst Claney
og majórinn. Majórinn, sem heitir Murray,
er mjög umtalaður í dagbókinni, og er lýst
sem mögrum, dökkhærðum hreintrúar-
manni frá Norður-írlandi. Það eru sagðar
margar skrítlur um strangleik majórsins
og glaðlyndi Oberst Claney. Bak við ensku
herbúðirnar, næstum samhliða fljótinu, lá
einn af stærri vegum héraðsins, í vestur
beygði hann niður að brú, sem lá yfir fljót-
ið, í austur lá vegurinn aftur til baka til
hæðarinnar og þar var næsta enska her-
línan. IJr þeirri átt kom kvöldið fyrir árás-
ina dálítill flokkur riddaraliðs með St.
Clare í fararbroddi, og reið hann á hvíta,
fræga hestinum sínum. 1 herbúðunum
hafði hershöfðinginn miklar viðræður við
suma af liðsforingjum sínum, og það kom
dagbókarhöfundinum spánskt fyrir sjónir,
að hann skyldi sérstaklega snúa máli sínu
til Murrays majórs. Þeir sátu lengi á tali
saman, og þegar hershöfðinginn reið hægt
niður að fljótinu, var Murray majór í fylgd
með honum fótgangandi. Hermennirnir
höfðu gát á þeim og bráðlega hurfu þeir
bak við nokkur tré. Stuttu eftir sá dag-
bókarhöfundurinn merkilega sjón. Hvíti
hesturinn kom á harða stökki til baka.
Fyrst hélt hann, að hesturinn hefði fælzt
með hershöfðingjann, en svo sá hann, að
St. Clare keyrði hann sporum, og þegar
hann var kominn til herbúðanna, sneri
hann sér æstur að hermönnunum ug lét
kalla á Oberstinn. Augnabliki síðar fékk
útvarðarsveitin skipun um að hefja árás
þegar í stað. Það var látið í veðri vaka,
að hershöfðinginn og majórinn hefðu kom-
izt á snoðir um, að það væri eitthvað á
seyði niður við brúna, og majórinn hefði
farið á undan til að gefa varaliðinu fyrir-
skipanir, sem beið með fram veginum. —
Já, og svo endar dagbókin.
Pater Brown gekk á undan upp bratta,
þrönga stíginn. Það varð augnabliks þögn,
svo hélt hann áfram:
— Það var greint frá einu atviki til í
dagbókinni, litlu, en þýðingarmiklu. Þegar
hershöfðinginn gaf skipun um að hefja
árásina, dróg hann sverðið sitt úr slíðrum,
en aðeins til hálfs og slíðraði það strax aft-
ur. — Takið þér vel eftir þessu með
sverðið.
Flambeau hristi höfuðið undrandi.
— Ég skil yður ekki, sagði hann, —
hvað er eiginlega með þetta sverð? Hver
einasti hermaður hefir sverð, eftir því sem
ég bezt veit.
— Sverð eru ekki lengur í tízku, svar-
aði litli presturinn, — en í þessari sögu
rekumst við á það aftur og aftur.
— Já, en er nokkuð athugavert við það?
rumdi í Flambeau. Það getur hent hvaða
liðsforingja sem er, að sverðið hans
brotni.
— Já, svaraði Pater Brown, með hvassri
röddu, — en hver hefir séð sverð St. Clare
óbrotið ?
— Hvað meinið þér? hrópaði Flambeau
og nam staðar.
— Ég segi, hver sá sverð St. Clare
óbrotið, endurtók presturinn hörkulega, —
að minnsta kosti ekki dagbókarhöfundur-
inn.
Flambeau starði undrandi á litla prest-
inn í daufu tunglskininu.
-— Flambeau, kallaði Pater Brown, —
ég get ekki sannað það, en ég er viss um
það. Takið þér nú eftir. Oberstinn var einn
af þeim fyrstu, sem féll fyrir brasilísku
kúlunum, en hann sá, að sverð St. Clare
var brotið. — Vinur minn, það var brot-
ið áður en orustan hófst.
— Ó, sagði Flambeau með uppgerðar
kátínu. — Viljið þér þá ekki segja mér,
hvar brotni parturinn er?
— Já, það skal ég gera, svaraði prest-
urinn hiklaust. — Hann liggur í norðaust-
urhorninu í kirkjugarði mótmælendakirkj-
unnar í Belfast.
— Nei, er það satt, svaraði Flambeau
háðslega. — Hafið þér séð það?
— Nei, það er því miður ekki hægt,
svaraði presturinn dapurlega. — Það
stendur stór marmara minnisvarði ofan á
honum, með öðrum orðum, minnisvarðinn
yfir hinum hughrausta Murray majór, sem
féll í heiðarlegum vopnaviðskiptum í hinni
frægu orustu við Black River.
Flambeau sneri sér allt í einu æstur að
prestinum. — ÁUtið þér, sagði hann hásri
röddu, — að St. Clare hershöfðingi hafi
hatað Murray majór, og myrt hann á víg-
vellinum, af því að------
— Þér hafið mjög hreinar og góðar
hugsanir, sagði presturinn, — en það er
miklu verra.
— Jæja, sagði Flambeau, — en nú er
að minnsta kosti allur minn forði af ill-
kvitnislegu ímyndunarafli upp urinn.
— Hvar felur hygginn maður eitt lauf-
blað? I skóginum, og ef að það er enginn
skógur til, þá sáir hann til hans, og ef að
hann þarf að fela eitt lík, þá verður hann
að útbúa vígvöll þakinn líkum. — Sir Art-
hur St. Clare var, eins og ég hefi áður
sagt, maður, sem las sína biblíu, og það
var ef til vill ókosturinn við hann. Hvenær
ætli að fólk komist að raun um, að það
er til einskis nýtt, að lesa sína eigin biblíu,
ef maður les ekki annarra biblíur líka.
Presturinn les sína biblíu til að finna í
henni prentvillur, mormóninn les sína
biblíu til að fullvissa sig um, að fjölkvæni
sé það eina rétta. St. Clare var anglo ind-
iskur hermaður, athugið hvað það þýðir.
Það getur þýtt í líkamlegum skilningi,
stórkostlegur maður, sem lifir í hitabeltis-
sól Austurlanda og sekkur sér ofan í lest-
ur austurlenzkra bóka án heilbrigðrar
skynsemi, eða leiðbeiningar, og náttúrlega
les svo leiðis maður fremur gamla testa-
mentið en hið nýja, og auðvitað finnur
hann í gamla testamentinu allt, sem hug-
ur hans þráir, fýsnir, harðstjórn, svikráð.
— Ö, ég þori að segja, að hann var heið-
arlegur maður, en hvers virði er það að
vera heiðarlegur maður, ef maður dýrkar
óheiðarleikann ? — — 1 Austurlöndum,
þar sem þessi maður bjó, hafði hann
kvennabúr, hann hikaði ekki við að beita
pindingum, og han rakaði saman pening-
um með óheiðarlegum aðferðum, og hann
hefði áreiðanlega með upplitsdjörfum svip
haldið því fram, að þetta væri allt guði
til dýrðar. Maður getur ekki látið vera
að spyrja sjálfan sig: Hvaða guð? Og að
minnsta kosti opnar þvílíkur syndari allar
dyr helvítis upp á gátt.-------St. Clare
var að kafna í erfiðleikum, mútum og
gjaldþvingunum, og þurfti fleiri peninga.
Um það leyti sem orustan við Black
River var háð, var hann á hraðri leið
niður á við, á þann stað, sem Dante kallar
neðstu tröppu alheimsins.
— Hvað meinið þér? spurði Flambeau.
— Ég meina þetta þarna, svaraði
presturinn, og benti á hyl, sem var gadd-
freðinn. — Munið þér, hverjir það voru,
sem Dante lét hverfa í hinn eilífa ís?
— Svikararnir, svaraði Flambeau og
hryllti við, — hann hafði það á tilfinning-
unni, að hann væri Dante og presturinn
væri Virgil, sem leiddi hann í gegnum land
fullt af eilífum syndum.
Presturinn hélt áfram. — Olivier hafði
þá föstu reglu að líða ekki njósnir eða aðra
leynilega þjónustu, en það skeði þrátt fyrir
allt á bak við hann. Espado gamli kunn-
ingi okkar, sá, sem í dagbókinni er nefnd-
ur „gammurinn", var sá, sem stóð fyrir
njósnunum. Hann lék hlutverk mannvin-
arins í herbúðunum og fékk með því móti
að umgangast hermennina, og honum
heppnaðist að komast í samband við ein-
asta manninn í hernum, sem hægt var að
múta, og sem því miður var hæstráðandi.
St. Clare var í mikilli peningaþröng,