Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 17, 1940 Þetta er Ilia Tolstoy greifi, sonarsonur rússneska stórskáldsins Leo Tolstoy. Hann er reiðubúinn að deyfa hákarlinn. Hann fann upp á því að deyfa fiska, og hafa ýmsir tekið það upp eftir honum. Cooper tók þar fyrir tíu árum hina frægu kvikmynd sína Chang, gerði hann búr í miðjum Klettaf jöllunum fyrir villidýrin, og þar tók hann svo myndir af þeim. Þar af leiðandi tóku W. Douglas Burden ásamt Ilia A. Tolstoy, sonarsyni hins fræga rússneska skálds Leo Tolstoy, að velta því fyrir sér, hvernig hægt væri að nota þessa aðferð Coopers við sjávar- dýrin. Eftir tíu ára rannsóknir tókst þeim að framkvæma þessa ósk sína núna fyrir nokkrum mánuðum. Nokkrir auðmenn studdu þá fjárhagslega. Árangurinn af öllu þessu er sá, að bæði vísindamenn og leikmenn hæla þessu á allar lundir. Flestir áhorfendur standa á efsta þil- farinu, því að þaðan sjá þeir yfir bæði kerin. Kringlótta kerið er 3,3 m. á dýpt, en hitt 5,4 m. Ofan af þilfarinu sér maður stórar skjaldbökur og hvali, og það grípur mann áköf löngun að komast niður að sjá meira. Maður gægist út um kýraugað, en hrekkur ósjálfrátt frá, því að höfrungur glápir glottandi á mann. Höfrungarnir tveir, móðir og barn, eru gimsteinar lagar- dýrabúrsins. Þeir draga að sér óskipta at- hygli áhorfenda og þeim virðist vera það ljóst. Móðir og dóttir eru að kalla óaðskiljan- legar. Þær leika sér um allt eins og kátir krakkar. Þegar þær eru nokkurn veginn kyrrar, hallar dóttirin höfðinu upp að höfði móðurinnar. Það er eins og þær séu alltaf hlæjandi og njóti þess að vera til sýnis. Móðirin vegur 400 kg. og dóttirin 150. Dóttirin lætur móðurina oftast mata sig, en stund- um stingur hún sér til botns, hrifsar fisk út úr höndum kafarans og fer í eltingar- leik við skjaldbökuna, þar til móðirin sækir hana. Síðan þjóta þær upp á yfirborðið með miklum bægslagangi og blása frá sér lofti í gegnum nasirnar. Sekúndu síðar taka þær að leika sér á ný. Tveir sverðfiskar renna fram hjá glugg- anum, sem ég stend við. 1 kjölfar þeirra sigla aðrir fiskar, sem þrífa matarleifar, sem þeir fleygja frá sér. Niðri á botninum stendur kafari í bað- fötum og með hjálm á höfði. Hann heitir Bill Zeiler og hreinsar glugga lagardýra- búrsins að innan. FÍestum fiskunum er vel við hann. Zeiler segir, að stór sverðfiskur hafi einu sinni hallað sér upp að honum og steinsofnað. Nýlega varð hann að berja skjaldböku, sem ágirndist hann og ætlaði að bíta í öxlina á honum. Einu sinni meiddi stór fiskur hann illi- lega í annað hnéð. Hann telur það aðeins smámuni, þegar krabbarnir bíta hann í tærnar. Zeiler tekur þessu öllu með ró. Hann er ekki minnstu vitund hræddur við sjávardýrin, ekki einu sinni við hina geysistóru hákarla. Þeir eru heldur aldrei nærgöngulir við hann. Nú sé ég í gegnum kýraugað haus með mjóu trýni og hvössum tönnum. Það er hákarl. Fiskur einn kemur syndandi, sér hákarlinn, sem liggur kyrr, og snýr á burt sem skjótast. I botninum eru kóralrif og gamalt skips- flak og á milli þeirra svífa fallegar marglyttur. Hundruð smokkfiska liggja niðri við botninn. Á næstneðstu hæðinni er hægindastóll, sem maður getur setið í fyrir framan stór- an glugga og horft á dýralífið. Sessunaut- ur minn sagðist hafa séð stóran humar ráðast á fisk og flá hann. Lagardýrabúr eru paradís fyrir ljós- myndara. Þeir geta tekið eins margar myndir og þeir vilja, og það er sama, hvert þeir snúa sér, alls staðar er eitthvað til að taka mynd af. 3000 dýr og fiskar synda um lagardýra- búrin eins og hafið. . I kringum lagardýrabúrið er að rísa stór bær, sem heitir, Marineland. Þar er veit- ingahús, bílastöð og skipalægi. Dýrin myndu fljótlega deyja í lagar- dýrabúrinu, ef umsjónarmennimir sæju þeim ekki fyrir fæðu. Til þess hafa þeir 16 m. langan kútter og þrjá árabáta. Kútter- inn heitir ,,Marsvínið“. Skipstjórinn heit- ir Eugene Williams, faðir hans vár skip- stjóri skipsins, sem hinn þekkti rithöfund- ur, Zane Grey, fór á í veiði-rannsóknar- ferðir sínar um Kyrrahafið, og Williams hefir, eins og faðir hans, sérstaka hæfi- leika til að „finna fisk“. ,,Marsvíninu“ er Kafari að gefa dýrunum. Þetta er skemmtilegt, en hættulegt starf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.