Vikan


Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 8

Vikan - 25.04.1940, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr. 17, 1940 Ég þekki það. Ég hefi komizt í kynni við það svipað.“ ,,Ja-há.“ „Hvaða fugl skrif- aði það?“ spurði Edna. Hlátursköllinn kváðu aftur við i kring- um þá litlu ljóshærðu. ,,Ha?“ sagði Jame- son. „Hver skrifaði það?“ „Ég veit þáð ekki. John Ruskin.“ „Jæja,“ sagði Edna. „Þarna fenguð þér það.“ „Hvað segið þér?“ „Ég sagði, þarna fenguð þér það. Ég á við, að það sé vont að skrifa um þetta.“ „O-já. Það býst ég við.“ „Á hvað eruð þér að horfa?“ spurði Edna. „Ég þekki mest af þessu dóti hér í kvöld.“ „Ég?“ sagði JameS. „Engan. Ég var kannske að hugsa um að ná mér í eitt- hvað að drekka.“ „Ö! Það var einmitt það, sem ég var að hugsa.“ Þau stóðu samtímis upp. Edna var hærri en Jameson, og Jameson var lægri en Edna. „Ég held, að það sé eitthvað út á „altaninu“,“ sagði Edna. „Ég er ekki alveg viss. Við getum gáð að því. Við höfum gott af því að fá okkur frískt loft.“ „Allt í lagi,“ sagði Jameson. Þau gengu út á svalirnar. Edna gekk lítið eitt álút og burstaði ímyndaða ösku af því, sem verið hafði kelta hennar frá því klukkan átta um kvöldið. Jameson elti hana, en horfði stöðugt aftur fyrir sig og nagaði vísifingur hægri handar. Svalirnar á húsi Hendersons voru ekki nógu vel upp- lýstar til þess, að hægt væri að lesa, sauma eða ráða krossgátur. Um leið og Edna opnaði hurðina, heyrði hún lágt hvískur úr dimmu horninu vinstra megin. En hún gekk beint fram á svalirnar, hallaði sér þungt fram á hvítt handriðið, andaði djúpt og leit svo til Jamesons. „Mér heyrðist ein- hver vera að tala,“ sagði Jameson. „Uss! Er þetta ekki dásamlegt kvöld? Dragið þér bara andann djúpt.“ „Ja-á. Hvar er sullið. Ég meina það skozka?“ „Bíðið augnablik,“ sagði Edna. „Andið þér djúpt. Aðeins einu sinni.“ „Já, ég gerði það. Kann- ske það sé þetta þarna.“ Hann gekk yfir að borðinu. Edna sneri sér við og horfði á hann. Hún sá hann lyfta einhverju og setja það á borðið aftur. „Allt búið!“ kall- aði Jameson. „Uss! Ekki svona hátt! Kom- ið hérna augnablik. Hann kom aftur til baka. „Hvað er að?“ spurði hann. „Horfið þér bara á himininn," sagði Edna. „Já. Það er einhver að tala þarna yfir frá, er það ekki?“ „Já, kjáni.“ „Hvað segið þér, kjáni?“ „Það eru einhverjir' sem vilja vera einir,“ sagði Edna. „Nú, já. Ég skil.“ „Ekki svona hátt. Hvað munduð þér segja, ef ein- hver eyðilegði það allt fyrir yður.“ „Já, auðvitað,“ sagði Jameson. „Ég held ég mundi drepa hann, munduð þér ekki gera það líka?“ „Ég veit það ekki. Jú, ég býst við því.“ „Hvað gerið þér, þegar þér eruð heima um helgar?“ spurði Edna. „Ég? Ég veit það ekki.“ „Fylgist dálítið með, ha?“ „Ha? Ég skil ekki?“ „Takið þátt í skemmt- unum og svoleiðis." „Nú. Ég veit ekki. Ekki svo mjög mikið.“ „Eitthvað vitið þér þó,“ sagði Edna snögglega. „Þér minnið mig svo mikið á strák, sem ég var svo mikið með í fyrra sumar. Ég meina í útliti o. s. frv. Barry var hér um bil alveg eins og þér í vexti. Þér vitið —- grannur, en þó sterklegur." Á ?“ ff-n- • „Mhm. Hann var málari. Ó guð minn!“ „Hvað er að?“ „Ekkert. Ég get bara aldrei gleymt því, þegar hann vildi fá að mála mynd af mér. Hann sagði oft við mig — grafalvarlegur: „Eddie, þú ert ekki falleg á almennan borgaralegan mæli- kvarða, en það er eitthvað í andlitinu á þér, sem mig langar til að ná.“ Hann sagði þetta grafalvarlegur. Ég sat aðeins fyrir hjá honum í þetta eina skipti.“ „Já,“ sagði Jameson. „Ég gæti annars farið inn og náð í eitthvað —.“ „Nei,“ sagði Edna, „við skulum bara fá okkur sígarettu. Það er svo yndislegt hérna, rómantískar raddir og allt svo- leiðis.“ „Ég held ég hafi ekki neina á mér, en ég held ég eigi eitthvað inni.“ „Nei, það gerir ekkert,“ sagði Edna. „Ég hefi sígarettur hérna.“ Hún opnaði tösk- una sína og tók upp úr henni lítið svart veski, sett steinum, opnaði það og bauð Jameson eina af þrem sígaretturp, sem í því voru. James tók eina og gat þess um leið, að eiginlega ætti hann að fara að fara, hann þyrfti að vera búinn með þennan stíl fyrir mánudaginn. Að lokum fann hann eldspýturnar og kveikti. „Ó,“ sagði Edna, „það er allt of snemmt að fara strax. Sáuð þér annars Doris Leggett?" „Hver er það?“ „Ósköp lítil, frekar ljóshærð. Var einu sinni mikið með Peter Ilesner. Þér hljótið að hafa séð hana. Hún sat á gólfinu eins og hún er vön, og skríkti af hlátri.“ „Er það hún? Þekkið þér hana?“ spurði Jameson. „Svona dálítið," sagði Edna. „En við höfum aldrei verið mikið saman. Ég þekki hana eiginlega mest af því, sem Peter Iles- ner hefir sagt mér frá henni.“ „Hver er það?“ „Peter Ilesner? Þekkið þér ekki Peter? Góður strákur. Hann var um tíma mikið með Doris Leggett. Og að mínu áliti fór hún illa með hann. Skammarlega illa.“ „Hvernig?“ spurði Jameson. „Hvað eigið þér við?“ „O, við skulum sleppa því. Þér vitið, hvernig ég er. Ég tala aldrei um það, sem ég er ekki alveg viss um, — aldrei. En ég trúi því ekki, að Peter hafi skrökvað að mér.“ „Hún er smart, finnst yður ekki?“ sagði Jameson. „Doris?“ sagði Edna. „Ég býst við, að hún gangi í augun á karlmönnunum. Ég veit það ekki. En ég held mér þætti hún laglegri, ef hárið á henni væri eðlilegt. Mér finnst litað hár alltaf einhvern veginn til- gerðarlegt, einkum við dagsljós. Ég veit ekki. Það getur verið, að það sé vitleysa. Þetta gera víst flest allar stelpur. Jeri- mías! Ég þori að veðja, að pabbi mundi gera út af við mig, ef ég kæmi svoleiðis heim! Þér þekkið ekki pabba. Hann er ægi- lega gamaldags. Annars held ég, satt að segja, að ég mundi aldrei gera það, ef á ætti að herða. En maður getur stundum tekið upp á alls konar vitleysu, eins og þér vitið. Jerimías! Það mundu fleiri en pabbi verða vondir! Ég held, að Barry mundi líka gera út af við mig, ef ég’ gerði það nokkurn tíma!“ „Hver?“ spurði Jameson. „Barry, — strákurinn, sem ég var að segja yður frá.“ „Er hann héma í kvöld?“ „Barry? Guð minn góður, nei! Mér er sem ég sjái Barry á svona stað. Þér þekk- ið ekki Barry.“ „Er hann í háskólanum?" „Barry? Hann var það. 1 Princeton. Ég held, að Barry hafi klárað þrjátíu og fjög- ur! Minnir mig. Ég hefi eiginlega ekki séð hann síðan í fyrrasumar. Ekki svo heitið geti. 1 boði og þess háttar. En ég passaði mig alltaf að líta eitthvað annað, þegar hann leit á mig, eða þá að ég fór fram. „Ég held, að yður lítist vel á hann,“ sagði Jameson. „Mhm. Einu sinni. Að vissu leyti.“ „Hvernig meinið þér?“ „Sleppum því. Ég vil síður tala um það. Hann krafð- ist of mikils af mér, það var all of sumt.“ „Nú?“ sagði Jameson. „Ég er ekki tepru- leg, eða neitt svoleiðis. En ég hefi sett mín eigin takmörk, sem ég reyni að standa við eftir því sem ég get.“ „Gáið að; þetta handrið er ekki traust,“ sagði Jameson. „Það er ekki þar fyrir,“ sagði Edna, -,,ég get ósköp vel skilið strák, sem hefir spand- erað á mann peningum allt sumarið í bíó- miða, kaffihús og svoleiðis. Ég get ósköp vel skilið, að honum finnist hann eiga eitt- hvað skilið í staðinn. En ég er ekki svo- leiðis. Ég er víst ekki þannig gerð. Það verður að vera í alvöru fyrst, skiljið þér. Ást og allt svoleiðis." „Já, en nú ætti ég ei’nlega að fara. Ég þarf að klára þennan stíl fyrir mánudag- inn. Ég ætti ei’nlega að vera farinn fyrir löngu. Ég held, ég ætti ei’nlega að fara inn og ná mér í eitthvað að drekka og fara svo heim.“ „Já,“ sagði Edna. „Farið inn.“ „Ætlið þér ekki að koma líka?“ „Rétt strax. Farið á undan.“ „Jæja. Við sjáumst aftur,“ sagði Jame- son. Edna hallaði sér fram á handriðið. Hún kveikti sér í síðustu sígarettunni. Inni hafði einhver opnað fyrir útvarpið. Hás kvenmannsrödd söng viðlagið úr nýrri revyu, sem jafnvel sendisveinarnir voru farnir að blístra. Engar hurðir skella eins harkalega og altanhiu'ðir. „Edna!“ kallaði Lucille Henderson. „Halló, halló,“ sagði Edna. „Halló, Harry. Hvað segið þið?“ „Bill er inni,“ sagði Lucille. „Viltu ná í eitthvað handa mér að drekka, Harry?“ „Undir eins.“ Pramh. á bla. 16.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.