Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 27, 1940 I. Mannanöfn. Þegar ég las þá fullyrðingu A. Ruther- fords, í hinni ágætu bók hans um Cheopspyramídann, að Islendingar væru hreinasti stofninn, sem nú væri til í heim- inum af Benjamínsættkvísl, þá var þetta fyrsta hugsun mín: Sannarlega væri það ánægjulegt, ef vér ættum að vera og gæt- um orðið ,,ljósberi“ fyrir þjóðirnar og fengjum leitt þær á réttlætis og kærleik- ans veg; en ólíklegt er, að spádómarnir um Benjamínsættkvíslina eigi við oss, því ef það væri rétt, að hún hefði komið til Evrópu, aðallega vesturstrandar Noregs, á 4. öld eftir Krists burð og dvalið þar svo í 4—500 ár, en flutt svo til íslands, hlyti hún að hafa geymt einhverjar leifar af sínu forna máli og flutt með sér til lands- ins, að minnsta kosti nöfn ættarinnar, bæði mannanöfn og staðanöfn. — En það þótt- ist ég vera sannfærður um að væri ekki, því ég hefi sjaldan séð eða heyrt málfræð- inga vora rekja íslenzk manna- og staða- nöfn aftur til hebresku, nema síðari tíma biblíunöfn tekin upp í málið eftir að menn kynntust biblíunni. Til þess þó að fá vissu mína um það, að hebresk nöfn hefðu ekki flutzt hingað með hinum fyrstu landnámsmönnum fór ég að athuga hvaða nöfn væru nefnd í íslend- ingabók Ara og Landnámu og hvort þar væru nokkur nöfn, sem auðsýnilega væru frá Hebreum ættuð. Rak ég mig þá fljótt á, að þar finnast bæði mannanöfn, — sem almennt eru viðurkennd sem hebresk nöfn, t. d.: Jón, Símon, Pétur, Markús o. s. frv. — og örnefni, sem flutzt hafa hingað óbreytt eða lítið breytt. Tók ég mig þá til og fór að rifja upp fyrir mér stafróf hebreskunnar, til þess að fá vitneskju um hvort fleiri nöfn en þessi alkunnu, væru ekki ættuð frá Asíu, og rakst þá á fjölda nafna, sem voru svo lík í íslenzku og hebresku, að ekki varð efast um skyldleika þeirra. Sem dæmi má nefna: „Bera",1 ,,Jora“, ,,Ira“, ,,Asa“, „Ara“, „Ana“, „Atlaj, „Jona“, „Sur“, „Kali“ o. fl„ sem eru að kalla alveg eins á íslenzku; en auk þess mjög mörg lítið breytt, t. d. „Anan“ verð- ur: Ánn; „Anani“ verður: Ánni; „Arnan“ = Árni; „Balak“ = Bálki; „Daþan“ = Daði; „Phruda“ = Fróði; „Ednan“ = Edna; „Silki“ = Súlka; „Sckaschaj't = Saxi; „Samur“ = Sámur; „Schkanjahu“ = Skáney; „Kore“ = Kori og Korri; „Aja“ = Eyja; „Ayner“2 =-Einar; „Elon“ = Elín; „Gnubat“ = Gnúpur; „Gisela“ = 1 í hebresku eru engir höfuðstafir, en sérnöfn rita ég þó í grein þessari með höfuðstaf til að- greiningar frá hebreskum samnöfnum. 2 Hebreska bókstafinn ,,ajin“ tákna ég með y, þar sem mér virðist hljóð hans hafa flutzt með nafninu til okkar. Eftir séra Quðmund Einarsson Gísli; „Keran“ = Kjaran og Kvaran; „Kartan" = Kjartan; „Gemali = Gamli; „Chefer“3 = Hafur; „Chomam“ = Hvamm- ur (í Hvamm-Þórir); „Chaggi“ = Kuggi; „Chatil“ = Ketill; „Kari“ = Kári; „Moaydja“ = Móeiður; „Ayder“ = Auð- ur; „Aydna“ = Auðunn; „Yer“ = Yrr o. fl. o. fl. En svo er þó meginþorri mannanafn- anna samansettur úr tveimur eða fleirum hebreskum nöfnum, en af þeim skal ég þó ekki nefna mörg, enda munu þau skipta hundruðum bara í Landnámu, sem á þann hátt mætti rekja til hebresku með nokkr- um líkum, aðeins sem sýnishorn vil ég nefnaþessi: „Ara-moda“ (sem þýðir: ætt- ingi Ara) verður: Arnmóður; „Arnan- Adad“, sem á íslenzku ætti að vera Árni Oddur, verður: Arnoddur; ,,bar-Uni“ sem þýðir: sonur Una) verður á ísl.: Brúni; „bar-Javan“ (þ. e. Jóns-son) verður Brjánn; „Phrida-eleph“ (sem þýðir: ætt Frida) verður: Friðleif; „Gilo-Amal“ (tvö sérnöfn) verður: Gljómal; „Hava-Yer“ (tvö sérnöfn) verður: Hávarr; „Gayal- Ner“ (tvö sérnöfn verður: Gollnir; „Chrod-Gera“ (tvö sérnöfn) verður: Hroðgeir; ,,melek-Arki“ (sem þýðir kon- ungur Arkiþjóðflokksins) verður: Mel- korka; „Mattan-Ulla“ (tvö sérnöfn) verð- ur: Möttull; „Arnan-Jora“ (tvö sérnöfn) verður: Arnóra; „be-Kana“ (þ. e. frá Kana) verður: Bekan; „Ava-Noga“ (tvö sérnöfn) verður: Ávangur; ,,bar-Uzi“ (þ. e. sonur Uza) verður: Brúsi og þannig mætti lengi telja. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna samsetningu nafna, sem lítið hafa breyst við flutning milli málanna, því við samsetninguna breytast þau í sjálfri hebreskunni, þegar orði eða endingu er bætt við annað orð breytist mjög oft hljóð- stafahljóðin í fyrra orðinu og þegar tveim- ur hljóðstafahljóðum lendir saman fellur vanalega annað niður. Yfirleitt er erfiðara að finna uppruna þeirra nafna, sem komið hafa með írskum mönnum frá Irlandi, en þeirra sem komu beint frá Noregi, þótt hebresk séu að uppruna, því þau hafa kom- ið syðri leiðina, um Egyptaland, og breyst þar endur fyrir löngu. T. d. má nefna: Móse, sem sennilega er af egyptskum stofni eða rót: „Mó“, sem þýðir vatn (sbr. ísl. orðið: mór); Móse þýðir þá: Sá, sem tekinn er upp úr vatni. Það er víst þetta nafn, sem Ari hefir í huga er hann ritar: 3 Ch er millihljóð milli h og k og verður hjá oss ýmist h eða k í framburði. Hafliði Mósson, en sem aðrir rita síðar: Másson. Konáll er víst líka komið frá Egyptalandi og hét þar: „Kn-an-aul“, en þannig nefndu þeir strengjahljóðfæri það, sem Hebrear nefndu: „Kinnor“. Mýrgjal gæti hugsast að væri sett saman úr: „Mayar“ og „Gil(a)laj“ (sem þýðir: blyggðu Gillaj) eða úr: ,,mayare“-Gil(a)- laj (sem þýðir: hellir Gillaj), því bæði „Mayar“ og ,,mayare“ hafa hálfhljóðann „ajin“ sem miðstaf í stofnorðinu, og eru bæði borin mjög líkt fram og mýr eða mýri á íslenzku, aðeins lítið eitt meira au-hljóð í y-inu, en þó líkt og þegar y er borið fram með sínu upprunalega hljóði: uj. Annars virðist hebreski hálfhljóðinn: ajin, sem mjög er líkur y að gerð og útliti, oft verða að y eða v í þeim orðum, sem til okkar hafa flutzt, sbr. uj, sem á hebresku er hálfhljóðinn ,,ajin“ og r, með hljóðtákni: e; en þó verður þetta nafn líka að: Erru (sbr. Erru-beinn) á íslenzku (hljóðstafs- táknið fær yfirhöndina), og í síðasta hluta samsettra nafna verður það oft að: ver, var, vör og jafnvel ur, en ég held aldrei að er og ir. Mér er þannig orðið Ijóst, að meira sam- band er milli íslenzku og hebresku, en ég hélt áður, af þeim f jölda hebreskra manna- nafna, sem til vor hafa komið frá Noregi á landnámstíð, og auk þess hefi ég rekizt á þó nokkur samnöfn, sem sameiginleg eru, og smáorð, t. d. virðist ábendingarfornafn- ið: sá og sú ekki eiga heima í málinu, þar eð öll hin föllin, önnur en nefnifall, og allt hvorugkynið er af annarri rót; en það er á hebresku: ,,se“ og ,,so“. Ha er bein spurn- ing í báðum málunum; „he“ er upphrópun, sama og hæ á íslenzku; ,,hea“ er sama og eia á forníslensku, þýzku og latínu; ,,hoj“ er sama og oi, vei. á íslenzku. En þó bera örnefnin íslenzku og bæjar- nöfnin fornu máske órækastan vott um það, hve endurminningarnar frá dvöl þjóð- arinnar í Asíu hefir geymzt öldum saman og nöfnin borizt frá manni til manns, eða að þeir hafa gefið þeim landshlutum, þar sem þeir dvöldu, þessi nöfn sín án tillits til eldri nafna þeirra. (Frh.)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.