Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 27, 1940 Heimilið Matseðillinn. Aspargessúpa. Séu dósastilkamir notaðir, þá skerið grænu höfðuðin af og leggið þau til hliðar. Skerið stilk- ana í smábita og setjið í pottinn, með leginum, sem í dósinni er, ásamt kjötsoðinu, og sjóðið. — Skerið einn lauk í þunnar sneiðar, brúnið á pönnu með smjöri, í tíu mínútur. Varist að láta laukinn harðna. Látið hann út í súpuna og sjóðið 5 minút- um lengur og hrærið stöðugt í. Bætið við hveiti- jafningi og sjóðið enn í 5 mínútur. Síið síðan, setjið á eldinn aftur og bætið við dálitlu af mjólk eða rjóma og hinum áður fráteknu grænu höf- uðum. Súpuna má bæta með því að þeyta 3 eggja- rauður og dálítið af rjóma í súputarínuna, og sé súpunni hellt yfir með gætni og hrært vel í á meðan. Lambakótelettur. Kótelettumar fáið þér útskomar í hvaða kjöt- búð sem er. Berjið þær lítið eitt með buffhamri og losið um kjötið frá rifbeininu, með vel beittum hnif. Stráið salti og pipar á þær beggja megin, dýfið þeim svo í hrært egg og brauðmylsnu. Setjið síðan á pönnuna, söm þér áður emð búnar að brúna feitina á. Þegar þær em vel þéttar, em þær búnar. Varist að ofsteikja þær, — þá verða þær harðar; — y2 eða % steiktar þykir mörgum beztar og ljúffengastar. — Annars hættir flest- um við að ofsteikja flest allt kjötmeti. Sósuna má útbúa á vanalegan hátt, eða hafa brætt smjör með þeim. Húsráð. Ef mjólkin á ekki að súrna, má aldrei geyma hana í flöskum eða könnum. Bezt er að hella henni í breiða, gmnna skál. Sé það einhverra hluta vegna ekki hægt, má geyma mjólkurflösk- umar í sagi eða í moðkassanum, svo að mjólkin súmi síður. llát, sem er erfitt að hreinsa, ætti aldrei að nota undir mjólk; ein aðalástæðan fyrir því að mjólkin súmar, er sú, að ílátin em ekki nógu vel hreinsuð. Það er oft erfitt að sníða mjög þunn efni, t. d. Chiffon eða tyll. En það verður lafhægt, ef efnið er fest á þunnan pappir með títuprjónum. Til þess að losna við kakerlakka úr matar- skápum og skúffum má ýra benzíni yfir fjalirnar. Benzínið drepur bæði dýrin og eggin. (Gætið yðar fyrir eldhættu!) Borax drepur einnig kakerlakka, ef því er stráð um gólfið og rifumar, sem þeir hafast við í, daglega í 2—3 vikur. Gamlir, harðir málningarblettir í fötum hverfa algerlega, ef þeir era nuddaðir úr blöndu af terp- intínu og ammoníaki, og síðan þvegnir úr sterk- um sápulegi. Fiskbein, sem festast í hálsinum, má oft losa með því, að borða þurra brauðskorpu eða hrátt egg■ Skósverta og ofnsverta verður bæði drýgri og betri, ef hún er þynnt með ofurlitlu af ediki. Dómarinn: Á skýrslu yðar, Hósías Bene- diktsson, sé ég að þér hafði 35 sinnum áður verið dæmdur fyrir drykkjuskap. Hósías: Enginn er fullkominn, herra dómari. Fyrirlesarinn: Þetta eru ekki myndir eftir mig, háttvirtu tilheyrendur. Það eru myndir eftir mann, sem veit, hvað hann er að gera. Forðist slysin. ÞekkiO þér Mrn ai eilurloilioii kolsjrlioji? Kolsýrlingsloft (CO) er baneitruð loft- tegund, sem myndast við ófullkomna brennslu, t. d. í kolaofnum og eldavélum, sem slæm loftrás er í, einnig þegar lampar reykja. Loftið úr útblástursrörum bifreiða er þrungið kolsýrlingi og því baneitrað. Bif- reiðar mega þess vegna aldrei vera í gangi inni í lokaðri bílgeymslu eða verkstæði, því að þá innilokast loftið og veldur snöggum dauðdaga hjá þeim mönnum, sem þar eru. Jafnvel þótt bifreiðin sé á ferð, getur kol- sýrlingsloftið orðið ökumanninum eða far- þegunum hættuleg, ef vélahúsið eða gólf bifreiðarinnar er óþétt og útblástursrörið bilað eða stíflað. I vélahúsum báta og skipa getur sama hætta verið á ferðum. Kolsýrlingurinn veldur brátt miklu mátt- leysi hjá þeim, sem anda honum að sér, og áður en varir falla þeir í öngvit og eru dauðans matur, ef enginn kemur þeim til hjálpar innan skamms. Þegar komið er að mönnum í slíku ástandi, skulu þeir bornir út í hreint loft og lífgunartilraunir gerðar á þeim samstundis. Allmörg slys hafa orðið hér á landi af völdum kolsýrlings, einkum í sambandi við kolaofna, olíulampa, bifreiðar og dráttar- vélar. Flest þessara slysa hafa orsakast af því, að þeir, sem í hlut áttu, höfðu ekki gert sér grein fyrir hættunni — ekki þekkt kol- sýrlinginn. ' J. O. J.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.