Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 27, 1940 ekki ske. Við stigann var lítið skot inn í vegginn, þar sem einu sinni hafði staðið skápur — ef hún gæti komizt þangað —. Henni tókst það. Hún tróð sér inn í skotið, lokaði augunum og hélt niðri í sér andanum. Hún heyrði fótatak hans nálg- ast — og fjarlægjast aftur. Undir eins og hann var horfinn, laumað- ist hún út úr skotinu, hljóp upp tröppurn- ar og inn í íbúð sína. Þar hneig hún ör- magna niður á legubekk. Drottinn minn! Aldrei hafði hún komizt í annað eins. Hvers vegna reyndi hún ekki strax að skýra þetta fyrir honum ? Nú mundi hann auðvitað héðan í frá halda, að hún væri þjófur. Hver skyldi hann annars vera? Og hún var ennþá með hnappana hans! Hún sat og starði á þá og braut heilann um, hvernig hún ætti að losna við þá. Hún varð að komast að hvar íbúðin hans væri. Sennilega hafði hún farið einni hæð of skammt. Undir eins og hún hafði komizt að því, varð hún að senda honum hnapp- ana. Hún vildi ekki hitta hann aftur — ekki fyrir nokkurn mun. Hún stóð upp og setti hnappana í um- slag, en allt í einu mundi hún eftir Peter. Hún gat ekki hugsað til að gera aðra inn- brotstilraun, og ákvað því að kaupa ódýra hnappa hjá næsta gullsmið. Þegar hún kom heim til sín aftur með hnappana, tók hún símann og ætlaði að hringja til Petérs og láta hann vita, að hún væri nú loksins búin að ná í hnappa handa honum. Þá var barið að dyrum. Hafði nú Madge gleymt lyklinum aftur? Hún sneri við, opnaði hurðina — og reyndi að skella henni í lás aftur. En það tókst ekki, því að karlmannsfæti var brugðið á milh. Hann var stærri og axiabreiðari en nokkru sinni fyrr og hak- an einbeittari. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds við augnaráð hans. Því miður var hann líka laglegur og glæsileg- ur, en það sýndi ekki annað en það, hvað lítið er að byggja á hinum ytra manni. Hún skyldi aldrei gleyma hverig hann dró hana fram undan rúminu, borið upp á hana, að hún þjófur og — og — hvernig hann hafði — Hún roðnaði af blygðun og tilhugsunina um aht þetta og ýtti eins fast á hurðina og hún gat. En hann ýtti ennþá fastar utan frá, og að lokum hröklaðist hún aftur á bak, hnaut um gólfábreiðuna og datt á rassinn. Hann lokaði rólega hurðinni og hallaði sér upp að henni. — Nú þegar ég hefi loks rakið slóð yðar hingað, sagði hann, — ætla ég að biðja yður góðfúslega að skila mér hnöppunum mínum aftur — og það strax, bætti hann við. — Dirfist ekki að tala til mín í þessum tón lengur! sagði hún fokreið. — Ég hefði getað skýrt þetta allt fyrir yður, ef þér hefðuð verið svo kurteis að gefa mér tíma til þess. En það voruð þér ekki. I stað þess ryðjist þér inn í íbúð mína og byrjið ósvífni yðar að nýju. Þér eruð — þér eruð — — Ósvífinn dóni, bætti hann við. — Vaf það ekki það, sem þér ætluðuð að segja? Reiðin sauð í henni, en hann hélt rólegur áfram: — Auk þess hafið þér hnappana mína — þér ætlið þó ekki að neita því ? Og samkvæmt lögum —. Rétt í því hringdi síminn. Til allrar hamingju! hugsaði Jill, þangað til hún hafði tekið hann. — Halló! sagði hún óstyrkri röddu. Hin skæra rödd Peters hljómaði glað- lega hvellt í símanum. — Halló, hvernig gekk innbrotið? Jill sá á andliti Chris, að hann hafði heyrt hvað Peter sagði. — Bíddu augna- bhk, sagði hún í símann. En Peter var að flýta sér. — Heyrðu, svaraðu mér strax, hrópaði hann fullum rómi. — Náðirðu í hnappana? Síminn var rifinn út úr höndunum á Jill og Chris æpti — Halló, hver er þetta? Jill streittist á móti og hrópaði: — Legðu símann á! Legðu símann á, Peter! Chris hratt henni til hliðar, svo að hún velti um stól með miklu braki. En Peter hafði sýnilega lagt símann á, því að Chris kallaði árangurslaust, og loks fleygði hann gremjulega frá sér heyrnartækinu. Jill gat ekki stillt sig um að brosa, en brosið stirðnaði, þegar hún sá Chris grípa tösk- una hennar, sem hún hafði lagt á borðið. — Ég á hana — fáið mér hana! Það var of seint. Hann stakk hendinni ofan íhana og dró upp hnappana, sem hún var nýbúin að kaupa. Jill stundi. Það var ekki ein báran stök. Hvers vegna hafði hún ekki falið þá bet- ur? Hvers vegna hafði hún yfirleitt tekið það að sér, að útvega Peter þessa bann- settu hnappa? Fjandinn hafi hann. — Nú, þér eruð sérfræðingur í skyrtu- hnöppum, sagði Chris með rödd, sem var köld eins og ís. — Einkennileg ástríða. Hvar brutust þér inn, til þess að ná í þessa? Hann leit í kringum sig í stofunni og staðnæmdist við teikniborðið með konu- myndinni. — Sniðuglega fyrirkomið, sagði hann. — Öllum, sem hér koma má vera ljóst, að hér býr áhugasamur listamaður, en ekki innbrotsþjófur. Hún saup hveljur. Bara að hún gæti sagt eitthvað, sem honum sviði undan — dug- lega! En hún var ekki nógu fljót að hugsa, því að áður en henni hafði dottið nokkuð í hug, var hurðinni hrundið upp, og ljós- hærða stúlkan kom strunsandi inn með húsvörðinn, sem auðsjáanlega leið ekki sem bezt, og risavaxinn lögregluþjón á hæl- unum. — Þarna er hún. Það er þessi þarna! hrópaði ljóshærða stúlkan sigri hrósandi. — Þetta sagði ég yður, sagði hún við hús- vörðinn. — Eins og hún gæti ekki verið þjófur, þó að hún leigði hér í húsinu. En hvað ert þ ú að gera hér, Chris ? Jill beið með ró örvæntingarinnar eftir því, sem koma mundi. Þetta varð æ flókn- ara, og hún var ekki fjarri því, að trúa því, að hún hefði í raun og veru stolið hnöppunum. — Er nokkuð að athuga við það, þó að ég heimsæki gamlan kunningja, Doreen? sagði hann ísmeygilega. Þetta var meira en Jill gat þolað. Ef þessu héldi svona áfram, fann hún, að hún mundi hafa meiri þörf fyrir taugalæknir en lögregluþjón. Augu ljóshærðu stúlkunnar skutu neist- um. — Það er þá víst ein af þessum skyndi- vináttum, sagði hún. — Kannske þú vildir vera svo góður að kynna okkur? Þolinmæði lögregluþjónsins var auðsjá- anlega á þrotum. — Hvað á allt þetta að þýða? rumdi í honum. — Já, það þætti mér líka gaman að vita, samsinnti Chris. — Hvenær var lögleitt bann gegn því að heimsækja vini og kunn- ingja? — Vin! hreytti hún út úr sér. — Ég bíð ennþá eftir, að þú kynnir mig fyrir vini þínum, Chris. Þú ert verulega ókurteis. — Já, það er satt, sagði hann og sneri sér við. — Þetta er — þetta er sko til ung- frú — ungfrú Sprinter — ungfrú Maynard. — Sprinter! sagði Doreen háðslega. — Húsvörðurinn segir, að hún heiti Farn- ham. Chris lét það ekki á sig fá. — Sprinter er listamannsnafn hennar. Hún er teikn- ari. Það var einmitt þess vegna, sem ég kom — ég ætla að kaupa af henni tvær teikningar. — Af hverju ertu þá með skyrtuhnappa í annarri hendinni, spurði ungfrú Maynard skyndilega. Nú virtist Chris vera þrotinn að ráðum. — Af hverju — jú, sjáðu til . . . sagði hann vandræðalega. — Ég hefi ekki tíma til að hanga hér engur til einskis, sagði lögregluþjónninn iþolinmóður. Doreen gekk fast að Chris. — Heldurðu ið ég sé hreinn og beinn fábjáni. Því ertu ið hylma yfir með henni — hún sem er Bkki annað en venjulegur þjófur? Þú veizt eins vel og ég, að hún stal skyrtuhnöpp- unum þínum. — Hvað ertu að tala um ? Þetta eru ekki mínir hnappar. — Hver á þá? spurði lögregluþjónninn og lifnaði allur við. — Ég! var sagt að baki hans. — Ó, Peter, hrópaði Jill í örvæntingu. — Hvað gengur hér á? spurði Peter. — 1 símanum var það engu líkara en að þú hefðir verið myrt. Lögregluþjónninn ýtti hjálminum aftur á hnakka og horfði rannsakandi á þetta nýja vitni. Um leið þreif Doreen hnapp- ana af Chris og faldi þá fyrir aftan bak. — Ef þér eigið þessa hnappa, þá lýsið þeim. — Já, sagði Peter rólega. — Það eru ?kelplötur í gullumgjörð, og annar þeirra er brotinn. Augu Doreenar tindruðu, en Peter hélt hinn rólegasti áfram: — Ég ætla að nota þá í kvöld, og ég bað því ungfrú Fornham að sækja þá nið- ur í íbúðina mína og koma þeim í viðgerð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.