Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 27, 1940 15 Jill dró andan djúpt. — Ef ég má nú loks komast að, þá skal ég skýra þetta allt saman, sagði hún ákveðin. Og svo byrjaði hún. Þegar hún hafði lokið frásögn sinni, stakk lögregluþjónninn vasabókinni í vas- ann, húsvörðurinn varpaði öndinni léttara og Peter skellihló. Doreen leit með kulda- legri fyrirlitningu á Chris um leið og hún skellti á eftir sér hurðinni. Chris varð eftir, og Jill sagði vandræða- lega: — Jæja, svo þér komuð til þess að líta á teikningar hjá mér? — Nei, sagði hann. — Ég kom til þess að bjóða yður til miðdegisverðar með mér. Þér neyðist til að segja já, því að ég er svo þrár, að ég fer ekki héðan fyrr en ég hefi fengið samþykki yðar. Ég þarf ýmis- legt að segja yður. — Þér hafið víst skipt um skoðun á mér? — Já, sagði hann, — og ég get sagt yður nákvæmlega, hvenær það var. Hann gekk einu skrefi nær henni. — Á ég að endurtaka fyrir yður það, sem kom mér til að skipta um skoðun? Jill hörfaði aftur á bak. — Ne-nei, ekki núna, flýtti hún sér að segja. — Þá bíðum við betri tíma, sagði hann auðsveipur. — En setjið nú á yður hattinn, svo að við getum komist af stað. Honum virtist vera full alvara á að hreyfa sig ekki, fyrr en hún hefði sagt já. Þessir karlmenn! hugsaði hún í annað sinn þennan dag, en í þetta sinn á svolítið ann- an hátt. Jill leit á konumyndina á teikniborðinu. Hún fann það á sér, að hún mundi aldrei ljúka við hana. Og það undarlega var, að henni var alveg sama. JACK LONDON. Frh. af bls. 6. að kenna Jack að forðast að skrifa skamm- arbréf, en það gat hann aldrei lært. Auk alls annars, sem hann skrifaði, unnu þau Anna Strunsky að „Kempton- Wace bréfunum“. Jack, sem hafði byggt hjónaband sitt og Bessiear á skynsemis- grundvelli, eins og hann oft kgllaði það, skrifaði: — Líffræðilega séð er hjónaband- ið stofnun, sem er nauðsynleg til viðhalds tegundanna. Hin rómantíska ást er eins- konar uppbót, sem maðurinn illu heilh hefir fært inn í hina eðlilegu þróun. Ef aldrei hefðu verið til neinar rómantískar ástarsögur, ástarkvæði, vísur eða æfintýri, mundi maður ekki geta elskað eins og hann gerir nú. Anna Strunsky hélt því fram, að gullroðinn kvöldhiminn, hlýtt handtak, tár hinna þöglu sorga væri þýð- ingarmeira en allt, sem búið hefði verið til og fundið upp síðan fyrsti sáttmálinn var gerður á milli karls og konu. Það er ekki hægt að skýra blómgun lífsins, töfra þess og bros, sem lætur sólskinið streyma inn í hjörtu okkar, og segir okkur, að vonir okkar sé ekki til einskis. I lok febrúar voru þau búin að skrifa 50,000 orð, og Jack var sannfærður um, að þetta mundi verða bók, sem seldist vel. Til þess að flýta fyrir vinnunni, bauð hann Önnu að koma og dvelja á heimili sínu. Tveim árum síðar sagði hún við nokkra blaðamenn, sem leituðu viðtals við hana: — Ég fékk bréf frá herra London, þar sem hann bauð mér að koma til Piedmont að lesa yfir handritið. Konan hans og móð- ir hans buðu mér einnig. Fyrstu dagana, sem ég var þar, var frú London mjög vin- gjarnleg og hafði mikinn áhuga fyrir vinnu okkar, en eftir fimm daga var mér ljóst, að hún gat ekki þolað mig. Árið 1937 sagði Bessie London mér, að hún hefði komið að ungfrú Strunsky, þar sem hún sat í kjöltu Jacks í vinnustofu hans. Þau hölluðu þétt saman vöngunum um leið og þau lutu yfir handritið. Anna Strunsky skrifar ennfremur: — Frú London gerði ekkert sérstakt, til þess að láta mig finna, að ég væri óvelkomin, en af ýmsum smáatvikum komst ég að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi fyrir mig að fara. Ég fór mjög á móti vilja beggja hjónanna. Kveðjur okkar frú London voru eins og á milli tveggja kunningja, sem falla hvor öðrum vel í geð. Auk þess er herra London ekki einn þeirra manna, sem sýna öðrum konum ástleitni á sínu eigin heimili. Hann var mjög gætinn í framkomu við mig, og það hefir hann alltaf verið. Að því er mér bezt sýndist, þá var hann mjög ástfanginn af konunni sinni. Vængjatök flugunnar. Hvað eru vængjatök flugunnar mörg á mínútu? Nákvæmar rannsóknir hafa sýnt, að þau eru æði misjöfn, eftir því, hver flugutegundin er. Hin illræmda kálfluga tekur aðeins 540 vængjatök á mínútu. Geit- ungurinn tekur 6600 tök, hunangsflugan 11.400, en venjuleg húsafluga 19.800! 1 Rússlandi 1914. 1 Rússlandi var svo mikil hrifning yfir því árið 1914, að Rússar færu í stríðið gegn Þjóðverjum, að hópur manna í St. Péturs- borg safnaði hálfri milljón króna í verð- laun handa þeim rússneska hermanni, sem fyrstur færi inn í Berlín. Flughraði fuglanna. Fuglarnir geta náð miklum hraða á flugi sínu. Bréfdúfa getur flogið 56 til 69 kílómetra á klukkustund og menn vita til að svala hefir flogið 207 kílómetra á klukkustund. Svör við spurningum á bls. 2: 1. Detroit. 2. Xantippe. 3. Róm. 4. 981 eða 982. 5. Nei, hún er frönsk. 6. Prestastefna. 7. Beethoven. 8. Brattahlíð. 9. Að Víðimýri í Skagafirði. 10. Hann var danskur prins. 45. krossgáta Vikunnar Lárétt: 1. Hagsmunamál sjómanna. — 11. Himintungl. — 12. Skelfiskur. — 13. Grænmeti. — 14. Hvílist. — 16. Skrautsteinn. — 19. Skyldmenni. — 20. Stefna. — 21. Þrautseigja. — 22. Tvíræðni. ■— 23. Leyfist. — 27. Forsetning. — 28. llát. — 29. Stjórn. — 30. Stytt kvenmannsnafn. — 31. Frum- efnistákn. — 34. Greinir. — 35. Iðnaðarhráefni. — 41. Sama sem (alþjóða orð). — 42. Gera klæði. — 43. Sjóferðir. — 47. Líkamshluti. — 49. Frum- efnistákn. — 50. Borða. — 51. Fiskveiðar. — 52. Ber. — 53. Umbúðir. — 56. Takið eftir. — 57. Verkfæri. — 58. Dalverpi. — 59. Orkugjafi. — 61. Viðumefni. — 65. Hár. — 67. Gagn. 68. Kvik- indi. — 71. Saurga. — 73. Sár. — 74. Sá, sem aflar fiskjar. Lóðrétt: 1. Eyða. — 2. Lofttegund. — 3. Tónn. — 4. Straumur. — 5. Frumefnistákn. — 6. Keyr. — 7. Fugl. — 8. Rennu. — 9. Stefna. — 10. Læri. — 11. Þeir, sem sækja sjó. — 15. Stéttarsamtök. — 17. Atviksorð. — 18. Búfjárafurðir. — 19. For- faðir. — 24. Stytt mannsnafn. — 25. Húsgagn. — 26. Matar. — 27. Mannsnafn. ■— 32. Svolgraði. — 33. Gleði. -— 35. Félagssamtök. — 36. Guði. — 37. = 1. lóðrétt. — 38. Beygingarending (skálda- leyfi). — 39. Jaka. — 40. A húsi (fornt). — 44. Kasta vatni (barnamál). — 45. Hreinsar. — 46. Hreinlætisvörur. — 48. Krabbadýr. — 49. Sár. — 54. Húsdýr. — 55. Mælir. — 57. Nuddi. — 60. Hyggju. — 62. Hól. — 63. Sendiboði. — 64. Snæddu. — 66. Þjáningar. — 68. Byrði. — 70. Tveir eins. — 71. Forsetning. — 72. Ögn. Lausn á 44. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Gær. — 3. Forhert. — 9. Kím. — 12. Ör. — 13. Elri. — 14. Fauk. — 16. Do. — 17. Raskað. — 20. Smárar. ■— 22. Mun. — 23. Kró. — 25. I.R.A. — 26. Fár. — 27. Fossá. — 29. Ima. — 31. Pan. — 32. Gor. — 33. Tsa! — 35. Arg. — 37. It. — 38. Borðfætur. — 40. I.I. — 41. Harma. — 42. Karin. — 43. Tröð'. — 45. Sónn. — 46. Girnd. — 49. Eystu. — 51. La. — 53. Risaeðlur. — 54. S.S. — 55. Lup. — 57. SKF. — 58. Lux. — 59. Hót. — 60. Kál. — 62. Andir. — 64. S.R.P. — 66. Lát. — 68. Auð. — 69. Öku. — 71. Sölnar. — 74. Örendur. — 76. 11. — 77. Arar. — 79. Óðar. — 80. U.U. — 81. Rif. — 82. Afræður. — 83. Ölm. Lóðrétt: 1. Görn. — 2. Æra. — 3. Flan. — 4. Orð. —• 5. Ri. — 6. Ef. — 7. Ras. — 8. Tumi. — 10. ída. — 11. Mora. — 13. Ekur. — 15. Kári. — 18. Smán. — 19. P.R.S. — 21. Rama. — 23. Korða. —• 24. Óstæk. — 26. Fat. — 27. Formennska. — 28. Ástarylur. — 30. Ari. — 31. Pistill. — 32. Gor. — 34. Aur. — 36. Girnist. — 38. Baðir. — 39. Ristir. — 41. Hög. — 43. Nóu. — 47. Ris. — 48. Dafna. — 49. Eðlið. — 50. Sux. — 52. Auk. — 54. Sóp. — 56. Páll. — 59. Hmn. — 61. Lána. — 63. Dur. -— 64. Sker. — 65. Æsir. — 67. Tara. — 69. Órar. — 70. Bmm. — 72. öli. — 73. Raf. — 74. Öðu. — 75. Dul. — 78. R.R. — 79. Óð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.