Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 27, 1940 7 Hólaför bókiðna ða rmanna. Fáir staðir eru frægari í sögu vorri en Hólar í Hjaltadal, og fátt er íslenzku þjóðinni nauðsynlegra en að slíkir staðir beri sem lengst tign og minninga- auðlegð fornrar og nýrrar frægðar. Því er það, að vér fyllumst metnaði og gleði, er vér finnum anda sögunnar leika um oss og framtak og bjartsýni líðandi stundar hlýjar hjarta og lyfta huganum heim að Hólum. Til þess fundu bókiðnaðarmenn og gestir þeirra í ríkum mæli, er þeir nú um Jónsmessuna fóru pílagrímsför á hinn gamla prentstað og forna menningarsetur. Vér höfðum farið um fögur héruð og minningarmerk, en það var eins og þau yrðu að engu í andrúmslofti, tign og feg- urð Hólastaðar. Enda var förinni heitið þangað og hugurinn við hann bundinn. Það mátti teljast djarft tiltæki á þess- um tímum, að ætla að halda með hátt á annað hundrað manns á aðeins þrem dög- um svo langa leið. En prentarastéttin hefir fyrr sýnt, að hún kann að taka vel á þeim málum, sem hún hefir með höndum, og þótt hér væri um óvenjuleg átök að ræða í sögu hennar, þá brást hún ekki hlut- verki sínu, frekar en fyrri daginn. Förin tókst með þeim ágætum, sem minningu Gutenbergs, virðingu bókiðnaðarmanna og heiðri Hólastaðar var samboðið. Vér skildum við höfuðborgina í súldar- veðri, komum ekki í neina veðursæld á Norðurlandi og hlustuðum á Pál Kolka lækni flytja kveðju Húnaþings í rigningu í Vatnsdalshólum, en veðráttan hafði eng- in áhrif á hátíðarskapið, eins og sómdi sönnum íslendingum. Að Reykjaskóla í Hrútafirði var snæddur morgunverður, og bauð skólastjórinn oss velkomin í Norðlendingafjórðung, en dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður mælti fyrir minni Hrútaf jarðar. Þar bætt- ust í hópinn prentarar og gestir þeirra frá Isafirði, sem farið höfðu langa leið og stranga til að taka þátt í leiðangrinum. Gegnt Stóra-Vatnsskarði biðu Akureyr- arprentarar með hinum virðulega vígslu- biskupi Friðriki Rafnar, og bauð formaður Prentarafélagsins þá velkomna í hópinn, Þorsteinn Halldórsson mælti þar fram snjallt kvæði, en vígslubiskup hafði orð fyrir Norðanmönnum. Því næst runnu hóp- arnir saman og varð þar fagnaðarfundur, því að hér mættust félagar og kunningjar. Áfram héldu bílarnir með söng og gleði í sætum öllum, undir prýðilegri stjórn hinna ágætu bifreiðastjóra, sem leggja mikið á sig í svona löngum akstri. Heim að Hólum komum vér klukkan eitt á Jónsmessunótt og héldum fylktu liði í hlaðið, þar sem Kristján Karlsson skóla- stjóri tók á móti oss. Er menn höfðu borð- að, var gengið til hvílu, sumir í skólahús- inu en aðrir í feikna miklum og haganlega gerðum flatSængum í einni af hinum mynd- arlegu byggingum staðarins. Varð strax fundið, að ekki hafði verið höndum kastað til undirbúnings, enda hafði Albert J. Finn- bogason prentari og gamall Hólasveinn, ásamt skólastjóra og starfsliði hans, lagt á sig mikið erfiði, til þess að öllu yrði vel fyrir komið, og skreytt staðinn prýðilega. Snemma næsta morgun var farið á fæt- ur og snæddur morgunverður, en á tíunda tímanum gengið fylktu liði með fána til kirkju og var hún troðfull. Vígslubiskup flutti afburða góða ræðu, en fararmenn sungu og var guðsþjónustan virðuleg. Gunnlaugur Björnsson kennari og Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum sýndu söguminjar eftir messu og var þá sól og gott veður. Hefir hinn fyrrnefndi samið ágæta bók, sem heitir „Hólar í Hjaltadal" og skólinn gefið út. Klukkan eitt hófst veizla mikil í leik- fimishúsi skólans og sátu hana, auk ferða- fólksins, margir Skagfirðingar. Var þar afhent Guðbrandsbiblía að gjöf frá Prent- arastétt Islands. Fjöldi ræða voru fluttar undir borðum, en Stefán Ögmundsson mælti fyrir minni Hóla, svo að af bar. Það kom fram í ræðum Norðlendinganna, að þá fýsir mjög, að Hólar verði biskupsset- ur. Akureyrarprentarar buðu í veizlunni formanni Prentarafélagsins, Magnúsi H. Jónssyni, og frú hans norður með sér. Eftir veizluna fór Jósep Björnsson, fyrsti skólastjóri búnaðarskólans á Hólum, með hóp manna í kirkju og sagði mönnum margt úr sögu staðarins. Hafði þessum velmetna brautryðjanda verið boðið í hófið. Biblíunni var fenginn staður á gröf Guðbrands biskups Þorlákssonar í kór kirkjunnar. Hún er í vönduðu skríni með glerloki, svo að auðvelt er að lesa bókina. Áður en biblían var látin í skrínið, var hún opnuð og kom upp 44. kapítuli í spádóms- bók Jesajasar. Seinna um daginn voru sýndar kvik- myndir. Eftir kvöldverð var dansað af miklu fjöri til klukkan eitt um nóttina. I býti á þriðjudagsmorgun var fylkt liði og haldið úr hlaði til bílanna og Hólastað- úr og skólastjóri og frú hans hyllt með fagnaðarhrópum. I Varmahlíð voru Akureyrar-prentarar kvaddir, en síðan skoðuð torfkirkjan á Víðimýri. Aftur var borðað í Reykjaskóla, en við Hvítárbrú síðast safnast saman undir borðum og var þar gleðskapur mikill og skilnaðarræður. Þaðan var haldið til Akraness og komið þangað um miðnætti og siglt heim með Laxfossi. Förin mun verða öllum þátttakendum minnisstæð, vegna þess hve vel hún tókst í alla staði og ber ekki sízt að þakka það formanni Hólanefndar, Ólafi Bergmann Erlingssyni, sem ásamt meðnefndarmönn- um sínum hefir unnið að því undanfama mánuði, að allt gæti heppnast eins vel og raun varð á. J. Bókiðnaðarmenn halda fylktu liði úr hlaði á Hólum, með Vilhelm Stefánsson fararstjóra, skóla- stjóra og frú hans og Albert J. Pinnbogason i fararbroddi. Til hægri er Hólakirkja, en húsið í miðið, þar sem flatsængurnar voru. Vinstra megin skólahúsið og Hólabyrða i baksýn. Aðra nótt- ina, sem leiðangursmenn dvöldu að Hólum, gránaði í fjöll, eins og til að minna oss á kulda norð- ursins. (Myndina tók Arngrímur Ólafsson prentari.)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.